Lóðaframboð í Stykkishólmi
Málsnúmer 1911025
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7. fundur - 10.05.2021
Lagðar fram afgreiðslur og fylgiskjöl í tengslum við lóðarframboð í Stykkishólmi.
Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021
Bæjarráð samþykkti á 629. fundi sínum að hefja vinnu við breytingar á lóðum og skipulagi í samræmi við niðurstöður borana í Víkurhverfi og minnisblaði frá Verkís hf. Á fund bæjarráðs koma fulltrúar frá Verkís verkfræðistofu í samræmi við bókun síðasta fundar bæjarráðs.
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sat fund bæjarráðs undir þessum lið, ásamt Önnu Maríu Þráinsdóttur, Ásgeiri Guðmundssyni og Guðmundi Jónssyni frá Verkís.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Skipulags- og bygginganefnd - 255. fundur - 08.11.2021
Á 627. fundi sínum 6. maí sl., fól bæjarráð bæjarstjóra að kanna nánar valkosti er varða ný og þegar skipulögð íbúðarhúsahverfi og leggja fyrir bæjarráð tillögu í þeim efnum. Huga skuli se´rstaklega að mögulegri áfangaskiptingu og kostnaðarmati við gatnagerð og fráveitu fyrir Víkurhverfi og hverfi við Vatnsás.
Á 629. fundi sínum 26. júlí sl. samþykkti bæjarráð að hefja vinnu við breytingar skipulagi Víkurhverfis í samræmi við niðurstöður jarðvegssýna og minnisblað frá Verkís. Á 630. fundi bæjarráðs 23. september sl., fól ráðið síðan sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Lagt er fram til kynningar minnisblað og kostnaðaráætlun frá Verkís um fráveitu, sem unnið var að beiðni bæjarstjóra. Einnig kynnir skipulagsfulltrúi stöðu í vinnu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga Víkurhverfis. Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um hugmynd sem kviknaði á 631. fundi bæjarráðs 23. september sl. um færslu hverfis við Vatnsás frá þjóðveginum.
Á 629. fundi sínum 26. júlí sl. samþykkti bæjarráð að hefja vinnu við breytingar skipulagi Víkurhverfis í samræmi við niðurstöður jarðvegssýna og minnisblað frá Verkís. Á 630. fundi bæjarráðs 23. september sl., fól ráðið síðan sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Lagt er fram til kynningar minnisblað og kostnaðaráætlun frá Verkís um fráveitu, sem unnið var að beiðni bæjarstjóra. Einnig kynnir skipulagsfulltrúi stöðu í vinnu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga Víkurhverfis. Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um hugmynd sem kviknaði á 631. fundi bæjarráðs 23. september sl. um færslu hverfis við Vatnsás frá þjóðveginum.
Nefndin fagnar áframhaldandi vinnu við fjölgun Íbúðarhúsalóða í Stykkishólmi. Nefndin vill koma því á framfæri að hugað verði sérstaklega að möguleikum til útivistar á jaðri Víkurhverfis.
Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, gerir grein fyrir stöðu máls, þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi og næstu skrefum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kom inná fundinn og kynnti gögn og svaraði spurningum. Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021
Bæjarstjóri gerir grein fyrir lóðarframboði atvinnulóða í Stykkishólmi ásamt tillögum sínum að aukningu í lóðarframboði atvinnulóða í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur til þess að hafinn verði strax undirbúningur að breytingu á aðalskipulagi og stækkun atvinnusvæðis suðvestan við Hamraenda, beggja vegna flugvallarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og leggur áherslu á að tekið verði mið af þeirri vinnu sem stendur yfir í starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.
Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021
Bæjarráð samþykkti á 629. fundi sínum að hefja vinnu við breytingar á lóðum og skipulagi í samræmi við niðurstöður borana í Víkurhverfi og minnisblaði frá Verkís hf. Á 630. fundi fól bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti á 8. fundi sínum til þess að hugað verði að gerð deiliskipulags við Hamraenda og eftir atvikum breytingu á aðalskipulagi þar sem atvinnusvæðið verði stækkað til vesturs í samræmi við tillögu bæjarstjóra.
Bæjarráð vísaði, á 631. fundi sínum, málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 9. fundi sínum, til þess að hafinn verði strax undirbúningur að breytingu á aðalskipulagi og stækkun atvinnusvæðis suðvestan við Hamraenda, beggja vegna flugvallarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og lagði nefndin áherslu á að tekið verði mið af þeirri vinnu sem stendur yfir í starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti á 8. fundi sínum til þess að hugað verði að gerð deiliskipulags við Hamraenda og eftir atvikum breytingu á aðalskipulagi þar sem atvinnusvæðið verði stækkað til vesturs í samræmi við tillögu bæjarstjóra.
Bæjarráð vísaði, á 631. fundi sínum, málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 9. fundi sínum, til þess að hafinn verði strax undirbúningur að breytingu á aðalskipulagi og stækkun atvinnusvæðis suðvestan við Hamraenda, beggja vegna flugvallarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og lagði nefndin áherslu á að tekið verði mið af þeirri vinnu sem stendur yfir í starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðstjóra umhverfis- og skipulagsmála að vinna málið áfram í samræmi við hvatningu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Skipulags- og bygginganefnd - 258. fundur - 15.03.2022
Lögð fram skipulagsforsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og nýrra deiliskipulagsáætlana fyrir svæðin. Tillögur þessar eru í samræmi við tillögu bæjarstjóra og afgreiðslur fastanefnda Stykkishólmsbæjar.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir Kallhamar og Hamraenda og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022
Lögð fram skipulagsforsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og nýrra deiliskipulagsáætlana fyrir svæðin. Tillögur þessar eru í samræmi við tillögu bæjarstjóra og afgreiðslur fastanefnda Stykkishólmsbæjar.
Skipulags- og byggingarnefnd tók á 258. fundi sínum jákvætt í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir Kallhamar og Hamraenda og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Skipulags- og byggingarnefnd tók á 258. fundi sínum jákvætt í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir Kallhamar og Hamraenda og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 11. fundur - 04.04.2022
Lögð hefur verið fram í bæjarráði skipulagsforsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og nýrra deiliskipulagsáætlana fyrir svæðin. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju með þá vinnu sem átt hefur sér stað um skipulag athafnarsvæðis við Kallhamar og stækkun atvinnusvæðis við Hamraenda, sérstaklega í ljósi þess að skortur er á lóðum fyrir atvinnustarfsemi.
Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022
Með tilkomu nýs skipulags austan Aðalgötu bætast við lóðir til úthlutunar í Stykkishólmi. Á nýju skipulagi svæðisins eru m.a. fjórir byggingarreitir ætlaðir íbúðahúsnæði og einn byggingarreitur á þjónustu- og verslunarsvæði.
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að undirbúa gerð nýrra lóðaleigusamninga við lóðarhafa aðliggjandi lóða og lóðablauð sem þurfa þykir..
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að undirbúa gerð nýrra lóðaleigusamninga við lóðarhafa aðliggjandi lóða og lóðablauð sem þurfa þykir..
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022
Lagðar fram reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi. Bæjarstjóri leggur til að áhersla verði lögð á skemmri tímafresti í málsmeðferð bæjarins (6-12 mán.), sbr. grein 3.5.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að reyna að kalla eftir upplýsingum og miða við skemmri fresti, sbr. grein 3.5 og grein 4, t.d. þegar engin gögn vegna byggingarleyfis hafa borist sveitarfélaginu innan 6 mánaða og engar haldbærar skýringar eru gefnar um ástæður þess. Þá er brýnt fyrir starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs að veita viðeigandi leiðbeiningar um þessa áherslubreytingar í málsmeðferð sveitarfélagsins.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023
Sigurbjartur Loftsson kom inn á fundinn.
Sigubjartur Loftsson kemur til fundar við bæjarráð til að ræða hugmyndir sínar um lóðarframboð og framtíðaruppbyggingu í Stykkishólmi.
Sigurbjartur Loftsson kom inn á fundinn og gerði grein fyrir sínum hugmyndum um lóðarframboð og framtíðaruppbyggingu í Stykkishólmi og svaraði spurningum.
Sigurbjartur vék af fundi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir samþykkt bæjarráðs að fela bæjarstjóra að greina nánar þá valkosti sem koma til greina við opnun á nýjum og þegar skipulögðum íbúðarhúsahverfum, annars vegar Víkurhverfi og hins vegar lægri Vatnsás, þ.m.t. áfangaskiptingu og afmörkun, og leggja fyrir bæjarráð tillögu í þeim efnum ásamt kostnaðarmati.