Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401022
Vakta málsnúmerBæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024
Lagt fram erindi frá Skipavík þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu á einni lóð í Víkurhverfi með það að markmiði að tryggja samfellu í uppbyggingu í sveitarfélaginu og stöðuleika í starfsemi félagsins í ljósi þeirrar óvissu sem fyrir hendi er varðandi úthlutun lóða og tímaramma á afgreiðslu erindis félagsins í ágúst 2023, en samfella í húsnæðisuppbyggingu og samfylgni við íbúafjölgun mikilvæg undirstaða framþróunar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Skipavíkur og tekur undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka nánar samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024
Lagt fram að nýju erindi frá Skipavík þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu á einni lóð í Víkurhverfi með það að markmiði að tryggja samfellu í uppbyggingu í sveitarfélaginu og stöðuleika í starfsemi félagsins í ljósi þeirrar óvissu sem fyrir hendi er varðandi úthlutun lóða og tímaramma á afgreiðslu erindis félagsins í ágúst 2023, en samfella í húsnæðisuppbyggingu og samfylgni við íbúafjölgun mikilvæg undirstaða framþróunar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð tók á 18. fundi sínum jákvætt í erindi Skipavíkur og tók undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka nánara samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Bæjarráð tók á 18. fundi sínum jákvætt í erindi Skipavíkur og tók undir mikilvægi stöðuleika og fyrirsjáanleika öflugra fyrirtækja í sveitarfélaginu, en ótvírætt er að Skipavík er eitt þeirra í sveitarfélaginu líkt og erindi félagsins ber með sér. Bæjarráð fól bæjarstjóra að taka nánara samtal við Skipavík með það að markmiði að mæta þeirra þörfum og sveitarfélagsins og útfæra tillögu til bæjarráðs um samkomulag um uppbyggingu á lóðinni R1 með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð - 35. fundur - 08.08.2025
Lögð fram tillaga að auglýsingu þar sem sveitarfélagið óskar eftir viðræðum við áhugasama aðila um samstarf um uppbyggingu vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi í Stykkishólmi sem getur orðið grundvöllur að lóðarúthlutun í framhaldinu.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir aðilum til samstarfs um uppbyggingu íbúðahverfis í Víkurhverfi í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
Bæjarstjórn - 39. fundur - 28.08.2025
Bæjarráð samþykkti á 35. fundi sínum að auglýsa eftir aðilum til samstarfs um áframhaldandi uppbyggingu íbúðahverfis í Víkurhverfi í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi auglýsingu. Auglýsingin var birt 11. ágúst og var veittur tveggja vikna umsóknarfrestur. Einn umsókn barst sveitarfélaginu frá Skipavík ehf.
Lögð er fram umsókn Skipavíkur ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi.
Lögð er fram umsókn Skipavíkur ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi gagna. Þar sem einungis ein umsókn barst er ekki þörf á sérstöku mati milli umsóknaraðila, en bæjarstjórn felur bæjarráði að meta almenn og sérstök hæfisskilyrði umsækjanda. Bæjarstjórn vísar samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og að haft verði samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Bæjarstjórn mælist til þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fái sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Bæjarráð - 36. fundur - 18.09.2025
Bæjarstjórn samþykkti, á 39. fundi sínum, að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi gagna. Bæjarstjórn vísaði samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og lagði til samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Þá óskaði bæjarstjórn þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fengju sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Fulltrúar Skipavíkur ehf. koma til fundar og gera grein fyrir áætlunum sínum. Einnig koma til fundar nefndarmenn skipulagsnefndar.
Fulltrúar Skipavíkur ehf. koma til fundar og gera grein fyrir áætlunum sínum. Einnig koma til fundar nefndarmenn skipulagsnefndar.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Skipavíkur ehf. fyrir greinargóða kynningu og fagnar áhuga fyrirtækisins á áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarstjórn - 40. fundur - 25.09.2025
Bæjarstjórn samþykkti, á 39. fundi sínum, að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi gagna. Bæjarstjórn vísaði samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og lagði til samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Þá óskaði bæjarstjórn þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fengju sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Á 36. fundi bæjarráðs mættu fulltrúar Skipavíkur ehf. til fundar við bæjarráð og gerðu grein fyrir áætlunum sínum. Einnig var nefndarmönnum skipulagsnefndar boðið til fundar.
Bæjarráð þakkaði fulltrúum Skipavíkur fyrir greinargóða kynningu og fagnaði áhuga fyrirtækisins á áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Á 36. fundi bæjarráðs mættu fulltrúar Skipavíkur ehf. til fundar við bæjarráð og gerðu grein fyrir áætlunum sínum. Einnig var nefndarmönnum skipulagsnefndar boðið til fundar.
Bæjarráð þakkaði fulltrúum Skipavíkur fyrir greinargóða kynningu og fagnaði áhuga fyrirtækisins á áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku: RMR og JBSJ.
Til máls tóku: RMR og JBSJ.