Fara í efni

Ungmennaráð

Málsnúmer 2209013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Í samræmi við nýja samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lagt fram uppfært erindisbréf ungmennaráðs.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki erindisbréfið, skipi formann í ungmennaráð og veiti ráðinu heimild til að hefja störf um leið og það er full mannað.
Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista, þrír sátu hjá, fyrirliggjandi erindisbréf Ungmennaráðs með áorðnum breytingum og skipar Heiðrún Edda Pálsdóttir sem formann Ungmennaráðs. Jafnframt heimilar bæjarstjórn unmennaráðinu að hefja störf þegar það er fullmannað.

Til máls tóku:HH og RHS

Tillaga Í-lista.
Við teljum að ungmennaráð ætti að halda sér utan flokka og pólitík. Því leggjum við til að erindisbréfið fái að halda sér eins og það er og að ungmennaráðið sjálft fái að kjósa sér sinn formann þar sem þau þekkja besti hver er til þess fallinn til að sinna því.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson

Tillaga felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lagt fram uppfært erindisbréf ungmennaráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og samþykkir að ráðið geti hafið störf.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lagt fram uppfært erindisbréf ungmennaráðs. Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, fyrirliggjandi erindisbréf og samþykkti að ráðið geti hafið störf. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku: HH og RHS

Undirrituð fagna því að vel hafi verið tekið í erindi Snæfells og erindisbréfi ungmennaráðs breytt á þá vegu að ungmennaráð kjósi sér sjálft formann eins og áður var. Undirrituð vísa til tillögu Í-listann frá 4. bæjarstjórnarfundi þann 22. september 2022.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Ungmennaráð - 1. fundur - 29.11.2022

Erindisbréf ungmennaráðs lagt fram til kynningar.
Erindisbréf ungmennaráðs var lagt til kynningar og það samþykkt. Umræða átti sér stað um skipan formannsefnis fyrir ungmennaráð af bæjarfulltrúum. Samráð var ekki haft við ungmennaráðið um fyrirhugaða breytingu á erindisbréfi.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Ráðið er skipað sjö fulltrúum á aldrinum 14-24 ára og þremur til vara að fengnum tillögum frá nemendafélagi grunnskólans í Stykkishólmi, nemendafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ungmennafélaginu Snæfelli og æskulýðs- og íþróttanefnd, sbr. erindisbréf ungmennaráðs. Lagt er til að bæjarstjórn óski eftir tilnefningum í ungmennaráð þegar skólastarfsemi hefst í haust.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

Ungmennaráð - 3. fundur - 21.11.2023

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir erindisbréfi ungmennaráðs.
Engar athugasemdir voru gerðar og erindisbréfið samþykkt.
Getum við bætt efni síðunnar?