Fara í efni

Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Hafnarstjórn beindi því til Stykkishólmsbæjar á 87. fundi sínum að gera átak í að fegra hafnarsvæðið við Skiparvíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Hafnarstjórn taldi svæðið eiga að vera snyrtilegt og bænum til sóma. Þá hvatti Hafnarstjórn á 88. fundi sínum áfram til þess að átak yrði gert í snyrtingu við Skipavíkurhöfn í samræmi við þær áherslur sem fram komu á fundinum. Þá taldi Hafnarstjórn að vinna ætti áfram fyrirliggjandi hugmyndir að skipulagi Skipavíkur.

Á 90. fundi Hafnarstjórnar gerði Hafnarstjóri og hafnarvörður grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavik. Ljóst er að átak hefur verið gert við hreinsun og snyrtingu svæðisins. Á fundinum bókaði hafnarstjórn um að þörf sé á heimildum eða reglum til þess að ná megi betri árangri í hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík. Í bókun Hafnarstjórnar hvatti Hafnarstjórn áfram til þess að átak yrði gert í fegrun og snyrtingu við Skipavíkurhöfn og í anda þess samþykkti hafnarstjórn að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátarstæðum við Skipavíkurhöfn, í samræmi við fyrirliggjandi teikningu, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati, innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt Hafnarstjórnar.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu hafnarstjórnar á 628. fundi sínum og er afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs og hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn - 91. fundur - 06.12.2021

Formaður kynnir hugmyndir um gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.
Farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu og hafnvarvörður fer yfir málin með fundarmönnum.

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Hafnarvörður kynnir hugmyndir um skipulag og gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.
Hafnarvörður gerir grein fyrir hugmyndum að skipulagi og gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.

Hafnarstjórn (SH) - 5. fundur - 22.11.2023

Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt Hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar.Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.Lagt er til að hafnarstjórn leyti formlega eftir samstarfi við Heilbrigðiseftir Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð undanfarin ár séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.
Hafnarstjórn samþykkir að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.

Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023

Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt Hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar.Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.Hafnarstjórn samþykkti, á 5. fundi sínum, að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu hafnarstjórnar.

Bæjarstjórn - 20. fundur - 14.12.2023

Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar.Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.Hafnarstjórn samþykkti, á 5. fundi sínum, að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið.Bæjarráð staðfesti, á 17. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024

Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar. Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs. Hafnarstjórn samþykkti, á 5. fundi sínum, að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið. Bæjarráð staðfesti, á 17. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar. Hafnarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?