Fara í efni

Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Hafnarstjórn beindi því til Stykkishólmsbæjar á 87. fundi sínum að gera átak í að fegra hafnarsvæðið við Skiparvíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Hafnarstjórn taldi svæðið eiga að vera snyrtilegt og bænum til sóma. Þá hvatti Hafnarstjórn á 88. fundi sínum áfram til þess að átak yrði gert í snyrtingu við Skipavíkurhöfn í samræmi við þær áherslur sem fram komu á fundinum. Þá taldi Hafnarstjórn að vinna ætti áfram fyrirliggjandi hugmyndir að skipulagi Skipavíkur.

Á 90. fundi Hafnarstjórnar gerði Hafnarstjóri og hafnarvörður grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavik. Ljóst er að átak hefur verið gert við hreinsun og snyrtingu svæðisins. Á fundinum bókaði hafnarstjórn um að þörf sé á heimildum eða reglum til þess að ná megi betri árangri í hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík. Í bókun Hafnarstjórnar hvatti Hafnarstjórn áfram til þess að átak yrði gert í fegrun og snyrtingu við Skipavíkurhöfn og í anda þess samþykkti hafnarstjórn að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátarstæðum við Skipavíkurhöfn, í samræmi við fyrirliggjandi teikningu, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati, innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt Hafnarstjórnar.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu hafnarstjórnar á 628. fundi sínum og er afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs og hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn - 91. fundur - 06.12.2021

Formaður kynnir hugmyndir um gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.
Farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu og hafnvarvörður fer yfir málin með fundarmönnum.

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Hafnarvörður kynnir hugmyndir um skipulag og gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.
Hafnarvörður gerir grein fyrir hugmyndum að skipulagi og gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.
Getum við bætt efni síðunnar?