Fara í efni

Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4. fundur - 07.09.2020

Lagðar fram fundargerðir stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili, en að verkefninu koma Framkvæmdasýsla ríkisins, Ríkiseignir, Heilbrigðisráðuneytið, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ásamt Stykkishólmsbæ.

Einnig er lögð fram auglýsing Ríkiskaupa og Framkvæmdarsýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkiseigna, vegna útboðs í 2. áfanga við endurbætur á HVE Stykkishólmi, Austurgötu 7.
Ákveðið var að fresta kynningu á lið fjögur til næsta fundar.

Öldungaráð - 6. fundur - 07.12.2020

Lagðar fram fundargerðir stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili, en að verkefninu koma Framkvæmdasýsla ríkisins, Ríkiseignir, Heilbrigðisráðuneytið, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ásamt Stykkishólmsbæ.

Til umræðu er aðstaða fyrir fótaaðgerðir og snyrtingu.
Öldungarráð leggur mikla áherslu á við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að í nýju hjúkrunarheimili Austurgötu 7 verði gert ráð fyrir aðstöð fyrir fótaaðgerðir (fótaaðgerðafræðing) og snyrtingu fyrir þjónustuþega. Mikilvægt er að þessi þjónusta verði til staðar í nýja hjúkrunarheimilinu eins og hún hefur verið um árabil á Dvalarheimilinu við Skólastíg. Öldungaráð er ánægt með að sjá að stýrihópur HVE, sem starfar vegna framkvæmda við nýja hjúkrunarheimilisins, hefur skráð í 11. fundargerð stýrihópsins áherslu sína um mikilvægi þess að þessi þjónusta við aldraða verði til staðar í húsnæðinu

Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021

Lögð fram fundargerð 15. fundar stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi, sem fram fór 11. febrúar sl., vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lögð fram fundargerð síðasta stýrihópsfundar vegna HVE Stykkishólmi sem og fylgiskjal.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lögð fram fundargerð 16. fundar stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi, sem fram fór 11. mars sl., vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili, ásamt drögum að tíma- og verkáætlun.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021

Lögð fram fundargerð 17. stýrihópsfundar vegna HVE Stykkishólmi sem og fylgiskjöl, sem fram fór 15. apríl 2021.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lagðar fram fundargerðir 18. og 19. fundar stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands).
Framlagt til kynningar.

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Lagt fram erindi frá Heilbrigðisráðuneytinu vegna flutnings á starfsemi hjúkrunarheimilisins frá Skólastíg að Austurgötu 7. Bæjarstjóri gerir jafnframt grein fyrir starfsemi eldhússins vegna þeirra framkvæmda sem standa yfir á Austurgötu 7. Þá kemur á fund bæjarráðs fulltrúi frá Eflu verkfræðistofu og gerir grein fyrir yfirstandandi framkvæmdum og áhrifum þeirra á starfsemi eldhússins.
Kristín Hannesdóttir, forstöðumaður Dvalarheimilisins, og Orri Jónsson frá Eflu verkfræðistofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjóra falið að funda með starfsfólki Dvalarheimilisins ásamt Kristínu Hannesdóttur, forstöðumanni, um stöðu verkefnisins, ásamt oddvitum allra lista í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021

Lögð fram 20. fundargerð stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi ásamt minnisblaði frá vettvangsheimsókn stýrihóps í Stykkishólm þann 01.10.2021.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 403. fundur - 28.10.2021

Lögð fram 20. fundargerð stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi ásamt minnisblaði frá vettvangsheimsókn stýrihóps í Stykkishólm þann 01.10.2021.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram drög að samkomulagi milli Heilbrigðisráðuneytis og Stykkishólmsbæjar um flutning á þjónustu Dvalarheimilisins í Stykkishólmi til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram drög að samkomulagi milli Heilbrigðisráðuneytis og Stykkishólmsbæjar um flutning á þjónustu Dvalarheimilisins í Stykkishólmi til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Bæjarráð samþykkti, á 634. fundi sínum, fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum.

Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram viðbrögð ráðuneytisins, dags. 7. desember 2021, við fyrirliggjandi samningsdrögum og viðbótum Stykkishólmsbæjar.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ná samkomulagi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14 og samningur Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um flutning á þjónustunni til HVE. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku:HH og LÁH

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Fundargerð framlögð til kynningar.

Bæjarstjórn - 411. fundur - 28.04.2022

Lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Fundargerð framlögð til kynningar.

Öldungaráð - 1. fundur - 28.11.2022

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14 og samningur Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um flutning á þjónustunni til HVE. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Samningur um flutning hjúkrunarrýma lagður fyrir til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lagt fram fjárhagsyfirlit vegna framkvæmda við færslu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi ásamt samantekt á áföllnum kostnaði miðað við áramót, en upplýsingarnar voru sendar sveitarfélaginu 30. desember 2022. Endurskoðandi sveitarfélagsins mælist til þess að kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasýslunni í lok árs 2022 verði færð til bókar í ársreikningi 2022.
Framlagt til kynningar.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 24.01.2023

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14 og samningur Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um flutning á þjónustunni til HVE. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd leggur til að nýr forstöðumaður þjónustumiðstöðvar aldraðra verði ráðinn sem fyrst.

Einnig leggur nefndin til að velferðar- og jafnréttismálanefnd og öldungaráð fundi saman og útbúi drög að kynningarefni fyrir íbúa búseturéttaíbúða um hvernig staðan breytist eftir að hjúkrunarrýmin eru flutt til HVE. Kynningarefnið verði síðan sent til bæjarstjórnar til umsagnar.

Að lokum lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir skerðingu á þjónustu við íbúa sem gætu nýtt dagdvalarrými sem er einstaklega mikilvægt fyrir samfélagið.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Lagt fram fjárhagsyfirlit vegna framkvæmda við færslu hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi ásamt samantekt á áföllnum kostnaði miðað við áramót, en upplýsingarnar voru sendar sveitarfélaginu 30. desember 2022. Endurskoðandi sveitarfélagsins mælist til þess að kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasýslunni í lok árs 2022 verði færð til bókar í ársreikningi 2022.
Framlagt til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?