Fara í efni

Hönnun á útsýnisstað í Súgandisey

Málsnúmer 2004031

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020

Dómnefnd hefur nú valið vinningstillögu í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm. Vinningstillagan var unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg. Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn.

Lagðar eru fram greinargerðir frá teymunum fjórum sem tóku þátt í samkeppninni, álit dómnefndar og minnisblað bæjarstjóra vegna málsins þar sem m.a. má finna hlekk á myndband þar sem vinningstillagan er kynnt formlega, en vegna þróun COVID-19 faraldursins var ekki unnt að halda formlegan viðburð til að kynna vinningstillöguna og aðrar tillögur sem bárust.
Jakob Björgvin, bæjarstjóri gerir grein fyrir samkeppninni, áliti dómnefndar og vinningstillögunni. Safna- og menningarmálanefnd fagnar niðurstöðu samkeppninnar.

Safna- og menningarmálanefnd - 113. fundur - 10.03.2021

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna styrkveitingar Stykkishólmsbæjar að fjárhæð kr. 24.950.000. Styrkurinn er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir Súgandisey sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun eyjunnar. Samhliða skipulagsáætlun mun vera unnið að útsýnissvæði í samræmi við vinningstillögu úr samkeppni, sem haldin var í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), og ber heitið Fjöregg, en Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn.

Þá eru jafnframt lögð fram önnur gögn vegna málsins til upprifjunar, sem áður hefur verið kynnt safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar fjöregginu og fengnum styrk til verkefnisins.

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna styrkveitingar Stykkishólmsbæjar að fjárhæð kr. 24.950.000 ásamt tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna að styrkþegum og rökstuðningi fyrir úthlutun. Einnig eru lagðar fram glærur Framkvæmdasjóðs um uppbyggingu innviða og náttúruvernd.

Styrkurinn er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir Súgandisey sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun eyjunnar. Samhliða skipulagsáætlun mun vera unnið að útsýnissvæði í samræmi við vinningstillögu úr samkeppni, sem haldin var í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), og ber heitið Fjöregg, en Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn.
Jafnframt er lagt fram minnisblað ráðgjafa vegna skipulags á Súgandisey.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag af Súgandisey.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna styrkveitingar til Stykkishólmsbæjar að fjárhæð kr. 24.950.000 ásamt tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna að styrkþegum og rökstuðningi fyrir úthlutun. Einnig er lögð fram kynning ráðherra frá fundir þar sem styrkveitingar voru tilkynntar.

Styrkur Stykkisthólmsbæjar er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir Súgandisey sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun eyjunnar. Samhliða skipulagsáætlun mun vera unnið að útsýnissvæði í samræmi við vinningstillögu úr samkeppni, sem haldin var í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), og ber heitið Fjöregg, en Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn. Jafnframt er lagt fram minnisblað ráðgjafa vegna skipulags á Súgandisey.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að setja af stað vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Súgandisey í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað frá fundi bæjarstjóra með ráðgjöfum og veittan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, ásamt því að hefja undirbúning að útsýnissvæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra.


Bókun O-lista:
Undirrituð fagna veglegum styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til tímabærrar deiliskipulagningar í Súgandisey.

Undirrituð taka jákvætt í að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir Súgandisey. Hvað varðar undirbúning að útsýnissvæði geta undirrituð ekki tekið afstöðu til einstakra framkvæmda í Súgandisey að svo stöddu þar sem ekki liggur fyrir kostnaðaráætlun.

Undirrituð benda jafnframt á mikilvægi þess að forgangsraða framkvæmdum í Súgandisey samkvæmt deiliskipulagi og setja nauðsynlega innviði, svo sem göngustíga og öryggisrið, í forgang.

Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021

Á 250. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lögð fram tillaga að lýsingu á deilskipulagsverkefni fyrir Súgandisey. Markmið skipulagsvinnunnar er tvíþætt, annars vegar að skapa ramma utanum svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagsverkefnið byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðisins.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til að lýsing á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkti, á 626. fundi sínum, lýsingu á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey. Jafnframt lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja lýsinguna og að hún verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og samþykkir að hún verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lögð fram að nýju tillaga að lýsingu á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey ásamt umsögnum/athugasemdum. Lýsingin var auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum til 4. júní 2021, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd vísaði á 252. fundi sínum, lýsingu á deiliskipulagsverkefninu fyrir Súgandisey ásamt umsögnum í fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu af svæðinu.

Bæjaráð staðfesti, á 628. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar að vísa lýsingu á deiliskipulagsverkefninu fyrir Súgandisey ásamt umsögnum í fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu af svæðinu.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar að vísa lýsingu á deiliskipulagsverkefninu fyrir Súgandisey ásamt umsögnum í fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu af svæðinu.

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandiseyju ásamt drögum að greinagerð unna af Landlínum. Markmið tillögunnar er að skapa ramma utanum svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunnar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðiðsins.Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn, á 253. fundi sínum, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst á heimasíðu bæjarins 4. maí 2021 og prentað eintak haft til sýnis í ráðhúsinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 3. júní 2021. Engar athugasemdir við lýsinguna bárust. Lýsingin var einnig send til umsagnar hjá eftirfarandi stofnunum: Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Breiðarfjarðarnefnd og Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og bárust umsagnir frá öllum nema Heilbigðiseftirliti Vesturlands og og Náttúrustofu Vesturlands. Lýsingin var einnig lögð fyrir á 90. fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar, sem gerði engar athugasemdir. Við áframhaldandi vinnslu tillögunnar hefur verið tekið tillit til ábendinga sem fram komu í umsögnum ofangreindra hagsmunaaðila. Á 400. fundi bæjarstjórnar þann 26.júní s.l., samþykkti bæjarstjórn lýsingu deiliskipulagsins og vísaði til áframhaldandi deiliskipulagsvinnu og kynningar meðal bæjarbúa.

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey ásamt greinagerð og samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarnefndar þar um. Deiliskipulagstillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins 20. ágúst s.l. og var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum. Engar frekari athugasemdir eða ábendingar um deiliskipulagstillöguna bárust á opnum dögum, en athugasemdir eða ábendingar sem berast eftir opna daginn verða teknar til meðferðar eftir auglýsingafrest, eftir atvikum ásamt öðrum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna á 254. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að tillagan, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana, þ.e. uppdrátt og greinargerð ásamt húsakönnun, og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fimmatkvæðum tveir sátu hjá, þ.e. uppdrátt og greinargerð ásamt húsakönnun, og samþykkir að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og bygginganefnd - 257. fundur - 17.02.2022

Lögð er fram til staðfestingar tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst á heimasíðu bæjarins 4. maí 2021 og prentað eintak haft til sýnis í ráðhúsinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 3. júní 2021. Engar athugasemdir við lýsinguna bárust. Lýsingin var einnig send til umsagnar hjá eftirfarandi stofnunum: Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Breiðarfjarðarnefnd og Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og bárust umsagnir frá öllum nema Heilbigðiseftirliti Vesturlands og og Náttúrustofu Vesturlands. Lýsingin var einnig lögð fyrir á 90. fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar, sem gerði engar athugasemdir. Við áframhaldandi vinnslu tillögunnar hefur verið tekið tillit til ábendinga sem fram komu í umsögnum ofangreindra hagsmunaaðila. Á 400. fundi bæjarstjórnar þann 26.júní s.l., samþykkti bæjarstjórn lýsingu deiliskipulagsins og vísaði til áframhaldandi deiliskipulagsvinnu og kynningar meðal bæjarbúa.

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey ásamt greinagerð og samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarnefndar þar um. Deiliskipulagstillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins 20. ágúst s.l. og var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum. Engar frekari athugasemdir eða ábendingar um deiliskipulagstillöguna bárust á opnum dögum, en athugasemdir eða ábendingar sem bárust eftir opnu dagana yrðu teknar til meðferðar eftir auglýsingafrest, eftir atvikum ásamt öðrum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd (254. fundur) og bæjarráð (631. fundur) samþykktu tillöguna og lögðu til við bæjarstjórn að tillagan, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Á 402. fundi sínum staðfesti Bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Tveir sátu hjá.

Tillagan var auglýst frá 21. desember til 4. febrúar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum en tvær athugasemdir bárust 31. ágúst.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið framkomnar athugasemdir og umsagnir. Nefndin tekur ekki undir efni þeirra tveggja athugasemda sem bárust. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lögð er fram til staðfestingar tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst á heimasíðu bæjarins 4. maí 2021 og prentað eintak haft til sýnis í ráðhúsinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 3. júní 2021. Engar athugasemdir við lýsinguna bárust. Lýsingin var einnig send til umsagnar hjá eftirfarandi stofnunum: Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Breiðarfjarðarnefnd og Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og bárust umsagnir frá öllum nema Heilbigðiseftirliti Vesturlands og og Náttúrustofu Vesturlands. Lýsingin var einnig lögð fyrir á 90. fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar, sem gerði engar athugasemdir. Við áframhaldandi vinnslu tillögunnar hefur verið tekið tillit til ábendinga sem fram komu í umsögnum ofangreindra hagsmunaaðila. Á 400. fundi bæjarstjórnar þann 26.júní s.l., samþykkti bæjarstjórn lýsingu deiliskipulagsins og vísaði til áframhaldandi deiliskipulagsvinnu og kynningar meðal bæjarbúa.

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey ásamt greinagerð og samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarnefndar þar um. Deiliskipulagstillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins 20. ágúst s.l. og var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum. Engar frekari athugasemdir eða ábendingar um deiliskipulagstillöguna bárust á opnum dögum, en athugasemdir eða ábendingar sem bárust eftir opnu dagana yrðu teknar til meðferðar eftir auglýsingafrest, eftir atvikum ásamt öðrum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd (254. fundur) og bæjarráð (631. fundur) samþykktu tillöguna og lögðu til við bæjarstjórn að tillagan, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Á 402. fundi sínum staðfesti Bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Tveir sátu hjá.

Tillagan var auglýst frá 21. desember til 4. febrúar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum en tvær athugasemdir bárust 31. ágúst.

Skipulags- og byggingarnefnd yfirfór, á 257. fundi sínum, framkomnar athugasemdir og umsagnir. Nefndin tók ekki undir efni þeirra tveggja athugasemda sem bárust. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Haukur Garðarson, sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lögð er fram til staðfestingar tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst á heimasíðu bæjarins 4. maí 2021 og prentað eintak haft til sýnis í ráðhúsinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 3. júní 2021. Engar athugasemdir við lýsinguna bárust. Lýsingin var einnig send til umsagnar hjá eftirfarandi stofnunum: Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Breiðarfjarðarnefnd og Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og bárust umsagnir frá öllum nema Heilbigðiseftirliti Vesturlands og og Náttúrustofu Vesturlands. Lýsingin var einnig lögð fyrir á 90. fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar, sem gerði engar athugasemdir. Við áframhaldandi vinnslu tillögunnar hefur verið tekið tillit til ábendinga sem fram komu í umsögnum ofangreindra hagsmunaaðila. Á 400. fundi bæjarstjórnar þann 26.júní s.l., samþykkti bæjarstjórn lýsingu deiliskipulagsins og vísaði til áframhaldandi deiliskipulagsvinnu og kynningar meðal bæjarbúa.

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey ásamt greinagerð og samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarnefndar þar um. Deiliskipulagstillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins 20. ágúst s.l. og var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum. Engar frekari athugasemdir eða ábendingar um deiliskipulagstillöguna bárust á opnum dögum, en athugasemdir eða ábendingar sem bárust eftir opnu dagana yrðu teknar til meðferðar eftir auglýsingafrest, eftir atvikum ásamt öðrum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd (254. fundur) og bæjarráð (631. fundur) samþykktu tillöguna og lögðu til við bæjarstjórn að tillagan, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Á 402. fundi sínum staðfesti Bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Tveir sátu hjá.

Tillagan var auglýst frá 21. desember til 4. febrúar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum en tvær athugasemdir bárust 31. ágúst.

Skipulags- og byggingarnefnd yfirfór, á 257. fundi sínum, framkomnar athugasemdir og umsagnir. Nefndin tók ekki undir efni þeirra tveggja athugasemda sem bárust. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkri, á 636. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og byggingarnefnd, staðfestir fyrirliggjandi umsagnir og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra sem athugasemdir gerðu, senda tillöguna til yfirferðar skipulagsstofnunnar og að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda eftir yfirferð skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa H-lista, L-lista og eins fulltrúa O-lista.

Erla Friðriksdóttir fulltrúi O-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Lagt fram uppfært minnisblað um álagsforsendur og verkhönnun á Fjöreggi á Súgandisey við Stykkishólm, ásamt drögum að verkteikningum og öðrum gögnum tengdu verkefninu .
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Lagðar fram hugmyndir að styrkumsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu í Súgandisey.
Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í samræmi við minnisblað bæjarstjóra. Ragnar sat hjá.
Getum við bætt efni síðunnar?