Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

21. fundur 09. september 2025 kl. 16:15 - 17:40 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Veronika G. Sigurvinsdóttir
  • Þóra Margrét Birgisdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Sunna Rós Arnardóttir
  • Monika Cubero
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Starfið fer vel af stað. Árgangar eru fámennari núna en undanfarin ár og því er rýmra í leikskólanum.

Barnaheill verður með sameiginlega fræðslu fyrir starfsmenn og foreldra um börn og kynferðisofbeldi á aðalfundi foreldrafélagsins.

2.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skólastarf fer vel af stað og er mikil ánægja með nýtt og endurbætt húsnæði.

Á döfinni eru kynningafundir fyrir foreldra.

3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Starfið fer vel af stað og styttist í að nýtt húsnæði verði tekið í notkun.

Rætt var um þörf fyrir meiri stuðning fyrir börn sem eru m.a. með fötlunargreiningar.
Skóla- og fræðslunefnd hefur áhyggjur af stöðu barna með sérþarfir í sveitarfélaginu. Mál þeirra hafa unnist hægt og því hvetjum við félags- og skólaþjónustuna til að setja sér raunhæfa verkferla til að mæta börnum með fötlunargreiningar og einnig nemendum sem eru í farsæld barna.

4.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skólastarf fer vel af stað. Ráðinn hefur verið ritari til að sinna ýmsum störfum.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?