Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

3. fundur 29. nóvember 2023 kl. 16:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gísli Pálsson formaður
  • Anna Margrét Pálsdótir aðalmaður
  • Nanna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
  • Ásmundur Sigurjón Guðmundsson varamaður
  • Lárus Ástmar Hannesson (LÁH) varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Pálsson formaður
Dagskrá

1.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 216. fundar Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni þar sem farið er yfir grófa verk- og tímaáætlun fyrir framkvæmdir á Skógarstrandarvegi.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd fagnar þessum mikilvæga áfanga og að unnið sé markvisst og faglega að því að finna leiðir til þess að þvera eða brúa Álftarfjörð, sem er mikilvægur þáttur í uppbyggingu umrædds stofnvegar, en leggur áherslu á unnið sé að rannsóknum á væntum umhverfisáhrifum á þeim valkostum sem koma til greina í þessum efnum. Í því sambandi bendir umhverifs- og náttúruverndarnefnd á vísindastofnanir á svæðinu sem geta komið að framangreindum rannsóknum, bæði Háskólasetur Snæfellsnes og Náttúrustofa Vesturlands.

3.Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsmál

Málsnúmer 2310036Vakta málsnúmer

Lögð fram fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsmál og áhrif loftslagsbreytinga á Ísland.
Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og loftslagamál

Málsnúmer 2211025Vakta málsnúmer

Lögð eru fram niðurstöður vinnuhópanna, , glærur fyrirlesara og niðurstöður Menti könnunarinnar frá vinnustofu um aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem var haldin mánudaginn 13. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Rannsóknir á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Lögð fram rannsóknarskýrsla á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns sem unnin var árin 2003 og 2008. Á 2. fundi sínum vísaði umhverfis- og náttúruverndarnefnd málinu til næsta fundar.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur ríka áherslu á að rannsóknum á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns verði haldið áfram, enda er lagt til í fyrirliggandi rannsóknarskýrslu á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns að fylgst verði með ástandi og hrygningu urriðastofna Baulárvallavatns og Hraunsfjarðarvatns á næstu árum og þá sérstaklega með nýliðun og fjölda fiska og að æskilegt væri að fylgjast með botndýrum á fjörusvæðum sem verða fyrir áhrifum vatnsborðssveiflna en slíkar rannsóknir hafa ekki verið gerðar í tærum vötnum, fyrir og eftir miðlun þeirra, eins og hér um ræðir. Í því sambandi vekur umhverifs- og náttúruverndarnefnd jafnframt á vísindastofnanir á svæðinu sem geta komið að framangreindum rannsóknum, bæði Háskólasetur Snæfellsnes og Náttúrustofa Vesturlands.

6.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.

7.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við það sem snýr að verksviði nefndarinnar í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?