Fara í efni

Tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og fyrir árin 2020-2034

Málsnúmer 1912009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lögð fram þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, ásamt umsögnum Stykkishólmsbæjar vegna Skógarstrandarvegar ásamt stöðu á framkvæmdum við uppbyggingu Skógarstrandarvegar.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar lýsir þungum áhyggjum á því að fjármögnun skorti vegna áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar árin 2023 og 2024.

Skógarstrandarvegur er stofnvegur og ætti að vera í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Vegurinn er mikilvæg tenging á milli Snæfellsness og Dalabyggðar, bæði hvað varðar atvinnu og þjónustu, sem og tenging við Vestfirði og Norðurland. Vegurinn er ríflega 57 km langur, en framkvæmdir við lagningu slitlags á veginn hófust nýverið og nauðsynlegt er halda þeim áfram að auknum krafti og veita fjármagni á árunum 2023 og 2024 til framkvæmda.

Vísar bæjarráð að öðru leyti til fyrirliggjandi viðbótarumsagnar bæjarstjóra um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og 15 ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 þar sem ítarlega er gerð grein fyrir mikilvægi vegarins, ásamt í fyrri bókanir og afgreiðslur bæjarstjórnar, sem og bókanir annarra sveitarfélaga á Vesturlandi og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem ítrekað hafa bókað um mikilvægi vegarins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lögð fram ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), sem haldið var í Árbliki Dalabyggð, 29. september 2021, þar sem ályktað var um brýna nauðsyn á áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar og skorað á samgönguyfirvöld að tryggja fjármögnun til vegarins árin 2023 og 2024, ásamt fyrri ályktunum Stykkishólmsbæjar og SSV um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Skógarstrandarvegar og leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld og Alþingi bregðist við áskorun samtakanna um að veita fjármagni til framkvæmda allt fyrsta tímabil núgildandi samgönguáætlunar þannig að fjármagni verði veitt til vegarins árin 2023 og 2024.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd bendir á að í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á að þegar dregið verði úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu verði þeir fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða. Því er gerð sú krafa að þeir fjármunir verði meðal annars nýttir til fullfjármögnunar vegarins, þ.m.t. þverun Álftafjarðar líkt og ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kveður á um.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), sem haldið var í Árbliki Dalabyggð, 29. september 2021, þar sem ályktað var um brýna nauðsyn á áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar og skorað á samgönguyfirvöld að tryggja fjármögnun til vegarins árin 2023 og 2024, ásamt fyrri ályktunum Stykkishólmsbæjar og SSV um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Skógarstrandarvegar og leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld og Alþingi bregðist við áskorun samtakanna um að veita fjármagni til framkvæmda allt fyrsta tímabil núgildandi samgönguáætlunar þannig að fjármagni verði veitt til vegarins árin 2023 og 2024.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd benti, á 9. fundi sínum, á að í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á að þegar dregið verði úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu verði þeir fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða. Því er gerð sú krafa að þeir fjármunir verði meðal annars nýttir til fullfjármögnunar vegarins, þ.m.t. þverun Álftafjarðar líkt og ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kveður á um.
Bæjarráð tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og leggur til við bæjarstjórn að taka undir ályktun nefndarinnar.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), sem haldið var í Árbliki Dalabyggð, 29. september 2021, þar sem ályktað var um brýna nauðsyn á áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar og skorað á samgönguyfirvöld að tryggja fjármögnun til vegarins árin 2023 og 2024, ásamt fyrri ályktunum Stykkishólmsbæjar og SSV um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Skógarstrandarvegar og leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld og Alþingi bregðist við áskorun samtakanna um að veita fjármagni til framkvæmda allt fyrsta tímabil núgildandi samgönguáætlunar þannig að fjármagni verði veitt til vegarins árin 2023 og 2024.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd benti, á 9. fundi sínum, á að í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á að þegar dregið verði úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu verði þeir fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða. Því er gerð sú krafa að þeir fjármunir verði meðal annars nýttir til fullfjármögnunar vegarins, þ.m.t. þverun Álftafjarðar líkt og ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kveður á um.

Bæjarráð tók, á 634. fundi sínum, undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og lagði til við bæjarstjórn að taka undir ályktun nefndarinnar.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 33. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sendi umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegarfyrir hönd Stykkishólmsbæjar sem tekur mið af fyrri umsögnum og ályktunum bæjarins vegna Skógarstrandarvegar.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 33. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar nk.

Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 363. fundi sínum, að senda umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegarfyrir hönd Stykkishólmsbæjar sem tekur mið af fyrri umsögnum og ályktunum bæjarins vegna Skógarstrandarvegar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjartsjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn - 409. fundur - 30.03.2022

Lögð fram tillaga Bankasýslu ríkisins um sölumeðferð á eftirstæðum eignarhlut í Íslandsbanka hf., umsögn fjárlaganefndar um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna framhalds á sölu á hlutum í Íslandsbanka, greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka og önnur gögn tengd sölufyrirkomulagi Íslandsbanki ásamt bókun 405. fundar bæjarstjórnar vegna málsins og minnisblað samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um áhersluatriði í samskiptum við Alþingi og ríkisstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vill benda á að með sölu 22,5% af hlutafé ríkisins í Íslandsbanka hf., en söluandvirðið nam 52,65 milljörðum króna, gefst aukið svigrúm til fjárfestingar í innviðum samfélagsins í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem lögð er áhersla á að nýta það fjármagn sem fæst með sölunni til uppbyggingu innviða.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar gerir þá kröfu að hluti þeirra fjármuna sem fengust með sölunni á Íslandsbanka hf. verði nýttir til uppbyggingar á grunnneti samgöngukerfisins, eins og það er skilgreint í samgönguáætlun, og í því sambandi verði lögð áhersla á að byggja upp þá samgönguinnviði í grunnneti samgöngukerfisins sem eru í óboðlegu ástandi í dag, líkt og Snæfellsnesvegur nr. 54 um Skógarströnd og Breiðafjarðarferjan Baldur eru. Sé það markmiðið að söluandvirðið verði nýtt til samfélagslega arðbærra fjárfestinga þá er ljóst að þeir grunninnviðir sem eru í óboðlegu ástandi, á alla mælikvarða, eigi að vera í forgangi hvað varðar ráðstöfun fjármuna. Minnir bæjarstjórn á að umræddar fjárfestingar eru forgangsmál samkvæmt samgönguáætlun Vesturlands sem samþykkt hefur verið af sveitarfélögum á Vesturlandi. Þá var í nýafstöðnum kosningum um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem var samþykkt af íbúum beggja sveitarfélaga, umrædd innviðauppbygging meðal þeirra áhersluatriða sem lágu til grundvallar þeirri sameiningu og forgangsröðun ríkisstjórnar ætti jafnframt að taka mið af þeim.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vísar að öðru leyti til fyrri ályktana og bókana vegna Skógarstrandarvegar og Breiðafjarðarferjunnar Baldurs sem sendar verða með ályktun þessari.

Til máls tóku:HH og LÁH

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir samskiptum sínum við innviðaráðherra, innviðaráðuneytið og forsvarsmenn Vegagerðarinnar varðandi flýtingu á uppbyggingu Skógarstrandarvegar sem var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að þrýsta á stjórnvöld að flýta uppbyggingu Skógarstrandarvegar með því að tryggja aukið fjármagn til framkvæmdarinnar í samgönguáætlun árin 2023 og 2024. Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og er hluti af grunnneti samgangna á Íslandi. Vegurinn á því að vera í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Ástand Skógarstrandarvegar hefur verið heftandi fyrir uppbyggingu búsetu og ferðaþjónustu á Skógarströnd. Án bættra samgangna um Skógarströnd er óraunhæft að ræða um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellnesi og Dalabyggðar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 25.08.2022

Á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir samskiptum sínum við innviðaráðherra, innviðaráðuneytið og forsvarsmenn Vegagerðarinnar varðandi flýtingu á uppbyggingu Skógarstrandarvegar sem var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 1. fundi sínum, bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að þrýsta á stjórnvöld að flýta uppbyggingu Skógarstrandarvegar með því að tryggja aukið fjármagn til framkvæmdarinnar í samgönguáætlun árin 2023 og 2024. Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og er hluti af grunnneti samgangna á Íslandi. Vegurinn á því að vera í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Ástand Skógarstrandarvegar hefur verið heftandi fyrir uppbyggingu búsetu og ferðaþjónustu á Skógarströnd. Án bættra samgangna um Skógarströnd er óraunhæft að ræða um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellnesi og Dalabyggðar.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og vísar í fyrri bókanir og ályktanir fastanefnda og bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vegna málsins sem liggja fyrir fundinum.

Bæjarstjórn tekur jafnframt undir áskorun sveitastjórnar Dalabyggðar til ríkisstjórnar um að ríkisvaldið líti á stöðu og ástand vegarins sem neyðarástand og veiti í því ljósi sérstöku fjármagni til þessa vegar þannig að á næstu tveimur árum verði lokið lagningu bundins slitlags á veg 54 um Skógarströnd.

Bæjarstjórn telur nauðsynlegt að leitað verði allra leiða til þess að tryggja megi að vegurinn verði fullbyggður á næstu tveimur árum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Haraldur Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi kemur til fundar við nefndina og kynnir hugmyndir sínar um fjármögnun til að flýta uppbyggingu Skógarstrandarvegar sem var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Haraldi Benediktssyni fyrir greinargóða kynningu og hvetur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að kanna ítarlega hvort hugmyndir hans séu góður kostur og kunni að hraða uppbyggingu Skógarstrandarvegar og þverun Álftafjarðar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Haraldur Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi kom til fundar við atvinnu- og nýsköpunarnefnd og kynnti hugmyndir sínar um fjármögnun til að flýta uppbyggingu Skógarstrandarvegar sem var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkaði Haraldi Benediktssyni fyrir greinargóða kynningu og hvatti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að kanna ítarlega hvort hugmyndir hans séu góður kostur og kunni að hraða uppbyggingu Skógarstrandarvegar og þverun Álftafjarðar.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum um samfélagsvegi og óskar eftir því Haraldur Benediktsson haldi íbúafund í sveitarfélaginu og kynni þessa hugmynd fyrir íbúum sveitarfélagsins.

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni þar sem farið er yfir grófa verk- og tímaáætlun fyrir framkvæmdir á Skógarstrandarvegi.
Bæjarráð fagnar þessum áfanga í vinnu við uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Að öðru leyti vísar bæjarráð til fyrri umsgna og ályktana sveitarfélagsins vegna uppbyggingar Skógarstrandarvegar.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 3. fundur - 29.11.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni þar sem farið er yfir grófa verk- og tímaáætlun fyrir framkvæmdir á Skógarstrandarvegi.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd fagnar þessum mikilvæga áfanga og að unnið sé markvisst og faglega að því að finna leiðir til þess að þvera eða brúa Álftarfjörð, sem er mikilvægur þáttur í uppbyggingu umrædds stofnvegar, en leggur áherslu á unnið sé að rannsóknum á væntum umhverfisáhrifum á þeim valkostum sem koma til greina í þessum efnum. Í því sambandi bendir umhverifs- og náttúruverndarnefnd á vísindastofnanir á svæðinu sem geta komið að framangreindum rannsóknum, bæði Háskólasetur Snæfellsnes og Náttúrustofa Vesturlands.
Getum við bætt efni síðunnar?