Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Umsóknir í Leikskólann í Stykkishólmi skólaárið 2023 - 2024
Fréttir

Umsóknir í Leikskólann í Stykkishólmi skólaárið 2023 - 2024

Umsóknir og breytingar á leikskólavistun í leikskólanum í Stykkishólmi fyrir næsta skólaár, verða að hafa borist í síðasta lagi 23. júní. Að öðrum kosti er ekki hægt að tryggja leikskóladvöl barna. Lögheimili og kennitala eru skilyrði nema samið hafi verið um annað.
15.06.2023
Mynd frá Vestfjarðarvíkingnum í Stykkishólmi 2020
Fréttir

Enn er hægt að skrá sig til leiks á landsmót 50+

"Við Hólmarar eigum öflugt íþrótta- og afreksfólk á öllum aldri og ég hef fulla trú að því að heimamenn láti til sín taka á mótinu."  - segir Magnús. Aðspurður út í veðurspá gerir Magnús ráð fyrir björtu veðri, hlýju og hæglætis vind landsmótshelgina, en Magnús hefur löngum þótt afar veðurglöggur.
15.06.2023
Fjallkonan 2018
Fréttir

Hátíðarhöld á 17. júní í Stykkishólmi

Þjóðhátíðardagur íslendinga, 17. júní, verður haldinn hátíðlegur í Stykkishólmi venju samkvæmt. Hátíðardagskráin fer fram í Hólmgarðinum og hefst kl. 13:30 eða þegar skrúðgangan kemur arkandi frá Tónlistarskóla Stykkishólms þaðan sem hún leggur af stað kl. 13:00.
13.06.2023
Aðgengi að þjónustuaðilum í Stykkishólmi bætt.
Fréttir

Bætt aðgengi í Stykkishólmi

Í dag og gær hafa nokkrir vaskir menn á vegum verkefnisins unnið hörðum höndum að því að rampa upp við Lyfju, Arion banka, Kram og Hárstofuna og bæta þar með aðgengi að þessum fyrirtækjum. Búið er að ganga frá við Lyfju og Arion banka með myndarlegri hellulögn sem tryggir hreyfihömluðum gott aðgengi að þessum þjónustuaðilum. Verið er að leggja loka hönd á hellulögn við Kram og Hárstofuna.
12.06.2023
Fundur um málefni kirkjugarða á Snæfellsnesi
Fréttir Stjórnsýsla

Fundur um málefni kirkjugarða á Snæfellsnesi

Boðað er til fundar um ýmis málefni er varða skipulag og umhirðu kirkjugarða 7. júní 2023 kl. 17:00 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi, og samvinnu sóknarnefnda/kirkjugarðsstjórna og sveitarfélaga. Vænst er fulltrúa allra kirkjugarða á Snæfellsnesi, fulltrúa sveitarfélaga og presta í prófastsdæminu. Gestir fundarins eru Guðmundur Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs og Smári Sigurðsson formaður Kirkjugarðasambandsins. Fundarstjóri er Kristín Þorleifsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.
06.06.2023
Stykkishólmur
Fréttir

Áhrif vinnustöðvunar félagsmanna innan BSRB í Stykkishólmi

Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur halda áfram mánudaginn 5. júní þar sem ekki náðust samningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Hafa því félagsmenn Kjalar lagt niður störf frá og með deginum í dag í Sundlaug Stykkishólms, Leikskólanum í Stykkishólmi og í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. 
05.06.2023
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að fólki í stuðningsþjónustu
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að fólki í stuðningsþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að fólki í liðveislu/stuðningsþjónustu fyrir fólk með fötlun. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. með að njóta menningar og félagslífs. - Við leitum að hressum einstaklingum, 18 ára og eldri. Sveigjanlegur vinnutími.
02.06.2023
Sjómannadagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Sjómannadagurinn í Stykkishólmi

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt á sunnudaginn, 4. júní. Dagskráin í Stykkishólmi er eftirfarandi: Kl. 09:30 Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna í kirkjugarði. Kl. 10:00 Blómsveigur lagður að minnismerki látinna sjómanna á hafnarsvæði. Kl. 11:00 Messa í Stykkishólmskirkju þar sem sjómaður verður heiðraður fyrir störf sín. Sveitarfélagið sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins.
02.06.2023
Ærslabelgurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Drenlögn lögð við ærslabelginn

Enn sem komið er hefur ekki verið hægt að blása lofti í ærslabelginn í Stykkishólmi. Það örsakast af því hve blautur jarðvegurinn er við staðsetningu belgsins, en jarðvegurinn heldur belgnum niðri og má því ekki vera of blautur svo gott hald fáist af honum. Nú er fyrirhugað að vinna bætur á þessu með því að moka niður drenlögn ofan við ærslabelginn til að þurrka jarðveginn. Framvegis ætti því að vera hægt að blása lofti í hann fyrr á sumrin. Vonast er til að hægt verði að setja loft í belginn á næstu dögum.
02.06.2023
Dripplmaraþon yngri flokka Snæfells
Fréttir

Dripplmaraþon yngri flokka Snæfells

ðkendur yngri flokka Snæfells í körfubolta mun drippla körfuboltum um allar götur bæjarins í fjáröflunarskyni á morgun, föstudag. Hópurinn leggur af stað frá körfuboltavellinum við skólann og taka fyrsta spölinn öll saman áður en hópunum verður skipt upp.
01.06.2023
Getum við bætt efni síðunnar?