Fréttir
LÓN heldur jólatónleika í Stykkishólmskirkju
Hljómsveitin LÓN með Valdimar Guðmundsson í fararbroddi verður ásamt söngkonunni Rakel með notalega jólatónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 3. desember næstkomandi. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fimm mínútur í jól sem er einnig titill á plötu hljómsveitarinnar sem kom út fyrir síðustu jól. Platan inniheldur meðal annars lágstemmdar útgáfur af gömlum og góðum jólalögum sem allir ættu að þekkja.
22.11.2023