Fréttir Skipulagsmál
Breyting á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23
Bæjarráð, í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, samþykkti á 12. fundi sínum, þann 20. júní 2023, að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag og felst í færslu á byggingarreit fyrir bílskúr við Skúlagötu 23. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2007 er bílskúrsreiturinn staðsettur norðan megin við íbúðarhúsið en færist nú suður fyrir húsið.
10.11.2023