Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Fréttir

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 31. gr. skipulagslaga. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmst getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð.
12.11.2021
Farandmatarmarkaður í Stykkishólmi á laugardaginn
Fréttir

Farandmatarmarkaður í Stykkishólmi á laugardaginn

Helgina 13.-14. nóvember veður farandmatarmarkaður á ferðinni um Vesturland. Bílar hlaðnir vestlenskum matvörum fara um landshlutann og selja beint úr bíl. Markaðurinn verður á planinu við íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi laugardaginn 13. nóvember kl. 15:00 - 16:00.
12.11.2021
Aðventuhandbók Snæfellsness í smíðum
Fréttir

Aðventuhandbók Snæfellsness í smíðum

Líkt og síðustu ár verður margt í boði á Snæfellsnesi fyrir jólin og eins og í fyrra mun Svæðisgarðurinn gefa út aðventudagatal sem borið verður í hvert hús á Snæfellsnesi, dagatalið verður einnig aðgengilegt rafrænt
12.11.2021
Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi
Fréttir

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

Framkvæmdir standa nú yfir á bílplani við íþróttamiðstöð Stykkishólms en þar mun rísa rafhleðslustöð fyrir bíla. Stykkishólmsbær hefur samið við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði.
04.11.2021
Influensubólusetning á Heilsugæslunni í Stykkishólmi
Fréttir

Influensubólusetning á Heilsugæslunni í Stykkishólmi

Bólusett verður gegn árlegri influensuá Heilsugæslunni í Stykkishólmi í dag, þriðjudaginn 2. nóv. kl. 13:00-14:30. Öllum er velkomið að mæta í bólusetningu en hvorki þarf að boða komu né bóka tíma.
02.11.2021
Körfuboltavöllur í litum Snæfells
Fréttir

Körfuboltavöllur í litum Snæfells

Framkvæmdir við nýjan körfuboltavöll á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi hafa staðið yfir undanfarið og fjöldi fólks lagt hönd á plóg. Stór áfangi náðist nú í þessari viku þegar undirlag vallarins var lagt niður. Við blasir nú fagurblár körfuboltavöllur með rauðum teigum.
29.10.2021
Óskað eftir ábendingum við gerð fjárhagsáætlunnar
Fréttir

Óskað eftir ábendingum við gerð fjárhagsáætlunnar

Íbúum Stykkishólmsbæjar er nú gefin kostur á að skila inn ábendingum og tillögum vegna fjárhagsáætlunargerðar bæjarins fyrir árið 2022 og hafa með því móti tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir bæjarstjórnar. Um getur verið að ræða ný verkefni, nýjar fjárfestingar, áhersluverkefni í starfsemi bæjarins eða tillögur til hagræðingar í starfsemi Stykkishólmsbæjar. Áhugasamir einstaklingar og aðilar í Stykkishólmi sem vilja koma fram tillögum eða ábendingum varðandi fjárhagsáætlun 2022, eru hvattir til að koma þeim til skila í síðasta lagi 10. nóvember 2021 á netfangið samrad@stykkisholmur.is, eða skriflega í Ráðhúsið í Stykkishólmi.
28.10.2021
Syndum - landsátak í sundi 1.-28. nóvember
Fréttir

Syndum - landsátak í sundi 1.-28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
28.10.2021
Hrekkjavaka haldin í Hólminum
Fréttir

Hrekkjavaka haldin í Hólminum

Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu og böllum fyrir nemendur grunnskólans fimmtudaginn 28. október. Gangan fer frá Grunnskólanum kl. 18:00 og verður gengið í hús á milli 18 og 19 þar sem börn safna sér nammi, eins og þekkt er. Gengið verður út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar.
27.10.2021
Óskahelgi í Hólminum
Fréttir

Óskahelgi í Hólminum

Komandi helgi, 29.-31. október, verður mikið um að vera í Stykkishólmi en þá bjóða Hólmarar til veislu fyrir öll skilningarvit; hugleiðsla, kakóseremónía, sjósund, tónheilun, flot, náttúruhlaup, kundalini activation, dásamleg náttúra, gómsætur matur er meðal þess sem yfirgripsmikil dagskrá býður upp á.
27.10.2021
Getum við bætt efni síðunnar?