Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að samræmdum kortagrunn
Fréttir

Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að samræmdum kortagrunn

Starfsfólk Umhverfis- og skipulagssviðs Stykkishólms, Grundarfjarðar, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps sótti síðastliðinn föstudag námskeið í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þar sem Árni Geirsson frá ráðgjafarfyritækinu Alta leiðbeindi viðstöddum um notkun stafræna kortagrunnsins QGIS.
20.10.2021
Nýir starfsmenn á sviði umhverfis- og skipulagsmála
Fréttir

Nýir starfsmenn á sviði umhverfis- og skipulagsmála

Ráðið hefur verið í nýjar stöður á sameiginlegu sviði umhverfis- og skipulagsmála hjá Eyja- og Miklaholtshreppi, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ. Sveitarfélögin fjögur hafa sameinast um uppbyggingarverkefni innan stjórnsýslu með stofnun hins nýja sameiginlega sviðs.
13.10.2021
Viltu efla Stykkishólm (skoðanakönnun)?
Fréttir

Viltu efla Stykkishólm (skoðanakönnun)?

Starfshópur um eflingu atvinnulífs stendur fyrir stuttri skoðanakönnun með það að leiðarljósi að efla samfélag og byggð í Stykkishólmi. Aðeins tekur um 3-4 mínútur að svara könnuninni. Markmiðið er að kanna hver hugur fólks er með næstu skref í atvinnumálum bæjarins og kalla fram ábendingar Stykkishólmi til framdráttar. Markmið þetta er í samræmi við erindisbréf starfshópsins um að vinna tillögur að eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi með því að greina tækifæri sem liggja í svæðisbundnum styrkleikum og leggja til aðgerðir til þess að nýta þau. Nánari upplýsingar um vinnu starfshópsins má finna á heimasíðu Stykkishólmsbæjar.
07.10.2021
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar mánudaginn 4. október frá kl. 13:00 ? 16:00. Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála
04.10.2021
Opinn kynningar- og samráðsfundur fyrir íbúa Stykkishólms
Fréttir

Opinn kynningar- og samráðsfundur fyrir íbúa Stykkishólms

Opinn kynningar- og samráðsfundur fyrir íbúa Stykkishólms verður haldinn miðvikudaginn nk., 6. október, kl. 17:00 í sal Amtsbókasafnsins. Á fundinum kynnir starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 + helstu markmið með skipan starfshópsins. Starfshópurinn óskar jafnframt eftir ábendingum sem gætu veitt starfshópnum gott veganesti. Fundurinn er opinn öllum.
04.10.2021
Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík
Fréttir

Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar störf í nýjum þjónustuíbúðakjarna fatlaðra í Ólafsvík. Meginverkefni er stuðningur- og hæfing íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi. Virða ber sjálfræði íbúa og hafa velferð þeirra að leiðarljósi í allri þjónustu. Um er að ræða vaktavinnustörf.
04.10.2021
Ný stjórn Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi
Fréttir

Ný stjórn Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi

Aðalfundur Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi var haldinn fimmtudaginn 30. september. Kjörin var ný stjórn en síðasta stjórn hafði þá setið í tvö ár. Í nýrri stjórn sitja:
01.10.2021
Útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi
Fréttir

Útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi

Síðastliðinn sunnudag, 26. september, hélt Hjalti Hrafn Hafþórsson fyrirlestur í ljósmyndasal Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi undir yfirskriftinn útivist með börnum og góð áhrif nátttúrunnar í leik og starfi. Fyrirlesturinn var haldinn sem liður í dagskrá Heilsudaga í Hólminum og var hann tekinn upp og gerður aðgengilegur á YouTuberás Stykkishólmsbæjar.
28.09.2021
Opið fyrir styrkumsóknir
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
27.09.2021
Aðalfundur Krabbameinsfélag Snæfellsness
Fréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélag Snæfellsness

Krabbameinsfélag Snæfellsness heldur aðalfund fimmtudaginn 30. september 2021 kl. 20:00 í Fákaseli, félagsheimili hestamanna í Grundarfirði.
23.09.2021
Getum við bætt efni síðunnar?