Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Faraldurinn í rénun ? COVID-19 staðan í Stykkishólmi í dag, miðvikudag
Fréttir

Faraldurinn í rénun ? COVID-19 staðan í Stykkishólmi í dag, miðvikudag

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, miðvikudaginn 19. janúar, eru nú 18 í einangrun með virk smit og 27 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni en umtalsverður fjöldi losnaði úr sóttkví í dag. Í morgun var var aðeins eitt PCR próf tekið á heilsugæslunni í Stykkishólmi og má því ætla að útbreiðslan sé í rénun í Stykkishólmi.
19.01.2022
Staðan í dag v/COVID-19 - þriðjudag
Fréttir

Staðan í dag v/COVID-19 - þriðjudag

Til viðbótar við tölur gærdagsins hafa sjö ný smit greinst í Stykkishólmi og nágrenni. Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, þriðjudaginn 18. janúar, eru nú 22 í einangrun með virk smit (1 smit utan lögskráningar) og 72 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni, um 70% þeirra sem eru í einangrun eru fullorðnir.
18.01.2022
Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur
Fréttir

Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, mánudag, eru nú 14 íbúar í einangrun með virk smit og 86 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni. Flest börn í 6. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi eru í sóttkví en meiri hluti barna í 5. og 7. bekk eru í smitgát. Umtalsverður fjöldi þeirra sem eru í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni eru fullorðnir.
17.01.2022
Slöbbum saman
Fréttir

Slöbbum saman

Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig.
17.01.2022
Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19
Fréttir

Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19

Í dag, laugardag, eru 15 með virk COVID-19 smit í Stykkishólmi og 45 með sóttkvíarúrskurð. Unnið er að rakningu smita. Smit og sóttkví ná m.a. til íþrótta- og skólastarfs, en tveir nemendur í 6. bekk við Grunnskólann í Stykkishólmi hafa greinst með smit. Búast má við röskun á skólastarfi vegna þessa fram í næstu viku. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum frá skólunum á morgun, sunnudag.
15.01.2022
406. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar
Fréttir

406. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 406 verður haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2022 kl. 12:15. Um er að ræða aukafund í tengslum við sameiningaviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
15.01.2022
Lausar stöður í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar stöður í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 1. mars 2022. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.
12.01.2022
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Fréttir

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista- og menningarsjóðs kom saman til fundar föstudaginn 7. janúar sl. í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 4. janúar. Alls bárust sjö umsóknir í sjóðinn.
11.01.2022
Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftir einstaklingum í bakvarðarsveit
Fréttir

Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftir einstaklingum í bakvarðarsveit

Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftrir einskalingum í bakvarðarsveit sem geta verið til taks ef upp koma forföll hjá starfsfólki. Þetta kemur fram á Facebooksíðu dvalarheimilisins, áhugasömum er bent á að hafa senda nafn og símanúmer á netfangið dvalarheimili@stykkisholmur.is og gefa kost á sér í bakvarðarsveitina.
07.01.2022
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré
Fréttir

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré

?Þegar lifandi jólatré hafa þjónað sínu hlutverki er mikilvægt að koma þeim í réttan farveg. Föstudaginn 7. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré sem sett hafa verið út að lóðarmörkum.
06.01.2022
Getum við bætt efni síðunnar?