Fréttir
Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar samþykkt ? Öflugur rekstrarlegur viðsnúningur eftir Covid-19
Verulegur jákvæður viðsnúningur verður í rekstri Stykkishólmsbæjar strax á næsta ári samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025, gangi áætlanir eftir. Er um að ræða öfluga viðspyrnu í rekstri sveitarfélagsins, m.a. vegna sölu fastafjármuna í tenglum við áform um uppbyggingu nýrra félagslegra íbúða, eftir að mikilla áhrifa gætti í starfsemi og rekstri sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þó svo áfram sé gert ráð fyrir áhrifum hennar í áætlunum.
15.12.2021