Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi frestað
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi frestað

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV sem hugðust vera í Ráðhúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 10. janúar n.k. kl. 13:00 ? 15:00 hafa frestað komu sinni vegna stöðu COVID. Áhugasamir geta þó nýtt sér þjónustu þeirra með símtali eða tölvupóst.
05.01.2022
Þrettándabrennu aflýst
Fréttir

Þrettándabrennu aflýst

Ákveðið hefur verið að halda ekki þrettándabrennu í ár í ljósi aukinna samkomutakmarkana og smita í landinu. Mikilvægt er að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar heldur vinni frekar að því að fækka smitum, m.a. með því að forðast mannmergð.
05.01.2022
Sorphirðudagatalið 2022
Fréttir

Sorphirðudagatalið 2022

Vakin er athygli á því að dagatal fyrir sorphirðu í Stykkishólmi er komið út og má nálgast á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.
03.01.2022
Beðið með að hefja félagsstarf og heilsueflingu 60+
Fréttir

Beðið með að hefja félagsstarf og heilsueflingu 60+

Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja félagsstarf og heilsueflingu 60+ ekki strax í ljósi fjölgandi smita á landsvísu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í lok vikunnar og fólk upplýst um framhaldið.
03.01.2022
Engin áramótabrenna í ár
Fréttir

Engin áramótabrenna í ár

Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennu í ár í ljósi aukinna samkomutakmarkana og smita í landinu. Mikilvægt er að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar heldur vinni frekar að því að fækka smitum, m.a. með því að forðast mannmergð og leggja áherslu á fagna hátíðunum í minni hópum.
28.12.2021
Jólakveðja frá Leikskólanum
Fréttir

Jólakveðja frá Leikskólanum

Bestu jólakveðjur frá nemendum og starfsfólki Leikskólans í Stykkishólmi
23.12.2021
Best skreytta húsið í Stykkishólmi
Fréttir

Best skreytta húsið í Stykkishólmi

Líkt og hefð hefur skapast fyrir eru veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið í Stykkishólmi fyrir jólin. Níundi bekkur grunnskólans sá um valið og veitti viðurkenningu fyrir en það var fjölskyldan að Hjallatanga 4 sem hlaut viðurkenninguna þetta árið. Við óskum þeim innilega til hamingju.
23.12.2021
Upptaka af samráðsfundi um sameiningu Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar
Fréttir

Upptaka af samráðsfundi um sameiningu Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar

Opinn rafrænn samráðsfundur var haldinn af samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í gær, þriðjudaginn 21. desember, fyrir íbúa Stykkishólms. Sambærilegur fundur fór fram með íbúum Helgafellssveitar síðastliðinn föstudag. Markmið fundanna var að kynna verkefnið sem liggur fyrir sveitarfélögunum og heyra spurningar, ábendingar og sjónarmið íbúa áður en lengra er haldið.
22.12.2021
Friðargöngunni aflýst í ár
Fréttir

Friðargöngunni aflýst í ár

Hefð hefur skapast í Hólminum fyrir friðargöngu á Þorláksmessu sem er fastur liður hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Í ljósi aukinna smita á landinu hefur hefðbundinni firðargöngu verið aflýst en þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að fara í sína eigin friðargöngu hver fyrir sig eða kveikja á kyndli fyrir utan heimili sitt kl. 18.00 á Þorláksmessu og fá sér jafnvel bolla af heitu súkkulaði með rjóma eða öðrum bragðbæti.
21.12.2021
Tillaga að deiliskipulagi Súgandiseyjar í Stykkishólmsbæ
Fréttir

Tillaga að deiliskipulagi Súgandiseyjar í Stykkishólmsbæ

Á 402. fundi sínum 30. september s.l. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið með tillögunni er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.
21.12.2021
Getum við bætt efni síðunnar?