Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Varðandi COVID-19 sýnatöku
Fréttir

Varðandi COVID-19 sýnatöku

Tilkynning frá HVE í Stykkishólmi varðandi COVID-19 sýnatöku: Einkennalausir ? Ef viðkomandi er einkennalaus en óskar eftir sýnatöku þá þarf að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna í síma 520-2800 sem sér um sýnatöku fyrir Íslenska erfðagreiningu. Ekki er boðið upp á sýnatöku á heilsugæslum fyrir einkennalausa. Möguleg einkenni ? Skoða www.covid.is og fara yfir möguleg einkenni miðað við lýsingu á einkennum þar. Hafa svo samband við Læknavaktina í síma 1700 eða í gegnum heilsuvera.is og þar er metið hvort þörf er á sýnatöku. Ef búið er að meta þar að viðkomandi þurfi í sýnatöku þá er hún gerð hjá heilsugæslunni í Stykkishólmi þriðjudaga og föstudaga kl. 9-9:30 og viðkomandi þarf að bóka tíma í sýnatöku í síma 432-1200.
06.08.2020
Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi frá og með 30. júlí 2020
Fréttir

Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi frá og með 30. júlí 2020

Þar sem COVID-19 smitum hefur fjölgað í samfélaginu síðustu daga og í ljósi hvatningar landlæknis til hjúkrunarheimila teljum við nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar heimilismenn og starfsfólk. Frá og með 30. júlí, óskum við eftir því að heimsóknir verði takmarkaðar - Biðlað er til heimilismanna og aðstandenda að skipulegga heimsóknir þannig að ekki verði um að ræða fleiri en 1 -2 aðstandendur í einu í heimsókn til hvers og eins.
30.07.2020
Lausar lóðir til úthlutunnar við Hamraenda í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar lóðir til úthlutunnar við Hamraenda í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær auglýsir Hamraenda 4, 6 og 8 í Stykkishólmi lausar til úthlutunnar. Svæðið er skilgreint sem athafnarsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Hægt er að sameina allar lóðirnar í eina ef fyrirhuguð starfsemi þarfnast þess og skal það koma fram í umsókn.
23.07.2020
Raku Brennsla við Norska húsið
Fréttir

Raku Brennsla við Norska húsið

Á Skeljahátíð laugardaginn 25. júlí kl.13:00 - 16:00 verða Brennuvargar með brennslugjörning á torginu við Norska húsið.
22.07.2020
Baldur aftur á áætlun
Fréttir

Baldur aftur á áætlun

Ferjan Baldur er komin í lag eftir að bilun kom upp í vél ferjunnar í lok júnímánaðar. Varahlutir komu til landsins í gær og gekk viðgerð hratt og örugglega fyrir sig.
10.07.2020
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa opnað fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð Vestulands. Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 2020.
09.07.2020
Norðurljósin 2020
Fréttir

Norðurljósin 2020

Norðurljósahátíðin 2020 verður haldin í Stykkishólmi dagana 22.-25. október. Hátíðin býður upp á tónlist, sögur og sýningar í Hólminum.
06.07.2020
Umhverfisvottun EarthCheck endurnýjuð enn á ný
Fréttir

Umhverfisvottun EarthCheck endurnýjuð enn á ný

Nú á dögunum hlaut Stykkishólmsbær, ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, umhverfisvottun EarthCheck á starfsemi sína. Vottunin hefur nú verið endurnýjuð árlega frá árinu 2008.
03.07.2020
Bæjarstjórn í beinni útsendingu
Fréttir

Bæjarstjórn í beinni útsendingu

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 389 fer fram fimmtudaginn 2. júlí kl. 17:00. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á YouTuberás Stykkishólmsbæjar.
01.07.2020
Margt á döfinni um helgina
Fréttir

Margt á döfinni um helgina

Helgina 4.-5. júlí verður mikið um að vera í Stykkishólmi. Skotthúfan 2020, þjóðbúningadagur Norska hússins, verður haldin laugardaginn 4. júlí næstkomandi og Vestfjarðarvíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins, fer fram í Stykkishólmi á Sunnudeginum
30.06.2020
Getum við bætt efni síðunnar?