Fréttir
Bæjarstjórn í beinni útsendingu (upptaka)
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hélt 388. fund sinn fimmtudaginn 4. júní sl. kl. 20:00. Var fundurinn haldinn í upprunarlegum bæjarstjórnarsal Ráðhússins, í fyrsta sinn frá árinu 2011, eftir að breytingum á 3. hæð Ráðhússins lauk nýverið, en þar hafa nú verið útbúin þrjú ný og rúmgóð skrifstofurými til viðbótar við sal bæjarstjórnar. Með breytingunum hefur nýting á rýmum 3. hæðar því verið bætt til muna.
10.06.2020