Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Það hefur gengið vel hjá okkur Hólmurum að ná tökum á smitum í bænum og er það gleðilegt. Við munum því fara aftur til baka í hefðbundið skólastarf á mánudaginn og verður kennt samkvæmt stundatöflu.
02.10.2020
Engin ný smit og tilslakanir í sjónmáli
Fréttir

Engin ný smit og tilslakanir í sjónmáli

Engin ný smit greindust í Stykkishólmi síðasta sólarhringinn og aflétting allra varúðarráðstafana því fyrirhuguð á mánudaginn. Greint var frá því í gær að ef fleiri smit greindust ekki utan sóttkvíar í Stykkishólmi væri gert ráð fyrir tilslökunum á áður auglýstum varúðarráðstöfunum á næstu dögum. ?Tvö sýni voru tekin í gær og reyndist hvorugt jákvætt. Engin sýni voru tekin í dag og því má gera ráð fyrir óbreyttu ástandi á morgun.
01.10.2020
Stöðugt ástand í Stykkishólmi - fækkar í sóttkví
Fréttir

Stöðugt ástand í Stykkishólmi - fækkar í sóttkví

Í gær fóru 12 einstaklingar í sýnatöku í Stykkishólmi og reyndist enginn þeirra smitaður. Tvö sýni voru tekin í fyrr í dag en enginn skráður í sýnatöku á morgun enn sem komið er. Það gefur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og gefur til kynna að við séum á réttri leið.
30.09.2020
Engin ný smit í Stykkishólmi þriðja daginn í röð ? 12 sýnatökur í morgun
Fréttir

Engin ný smit í Stykkishólmi þriðja daginn í röð ? 12 sýnatökur í morgun

Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í Stykkishólmi síðasta sólahring. Staðan er því enn óbreytt frá því um helgina. Í dag fóru 12 einstaklingar sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun. Enn sem komið er enginn skráður í sýnatöku á morgun. ?
29.09.2020
Íbúakönnun landshlutanna í fullum gangi
Fréttir

Íbúakönnun landshlutanna í fullum gangi

Íbúakönnun landshlutanna er í gangi þessar vikurnar og verður hægt að svara henni út október
29.09.2020
Auglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð
Fréttir

Auglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð. Skólaráð sinnir því hlutverki að vera samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið er skipað níu einstaklingum, til tveggja ára í senn, og saman stendur af tveimur kennurum, starfsmanni skóla, tveimur nemendum, tveimur foreldrum, skólastjóra og fulltrúa grenndarsamfélags.
29.09.2020
Enn er óbreytt staða smita í Stykkishólmi
Fréttir

Enn er óbreytt staða smita í Stykkishólmi

Engar skimanir fóru fram í gær og er staða smitaðra í Stykkishólmi því óbreytt enn sem komið er. Í dag fóru 11 einstaklingar sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun. Þá eru jafnframt fyrirhugðar sýnatökur á morgun.
28.09.2020
Óbreytt staða í Stykkishólmi (sunnudag)
Fréttir

Óbreytt staða í Stykkishólmi (sunnudag)

Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í Stykkishólmi síðasta sólahring. Staðan er því óbreytt frá því í gær þar sem tvö ný smit greindust tengd Stykkishólmi, en hvorugur einstaklinganna sem greindust í gær voru í skráðri sóttkví. Á föstudag greindust tvö ný smit tengd Stykkishólmi sem og tveir á fimmtudag.
27.09.2020
Tvo ný smit greindist í dag (laugardag) - UPPFÆRÐ FRÉTT
Fréttir

Tvo ný smit greindist í dag (laugardag) - UPPFÆRÐ FRÉTT

Tvö ný smit greindist síðasta sólarhring í Stykkishólmi. Hvorugur einstaklinganna voru í sóttkví. Nú eru því 12 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af eru tveir einstaklingar sem taka út einangrun í Reykjavík. Um 18 eru í sóttkví en smitrakningateymi almannavarna er að störfum og vinnur að því að hafa samband við þá einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví.
26.09.2020
Hvorki tilefni til að herða né slaka á aðgerðum
Fréttir

Hvorki tilefni til að herða né slaka á aðgerðum

Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með aðgerðarstjórn almannavarna á Vesturlandi í dag í ljósi vaxandi smita COVID-19 síðustu daga. Síðasta sólarhring hafa greinst tvö ný smit tengd Stykkishólmi, annar einstaklingurinn var í sóttkví í Stykkishólmi en hinn er með lögskráningu í Stykkishólmi en dvelur í Reykjavík. Í Stykkishólmi eru nú 11 skráðir með staðfest smit og í einangrun, þar af eru tveir sem taka úr einangrun í Reykjavík. Í dag fóru 11 einstaklingar í sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun.
25.09.2020
Getum við bætt efni síðunnar?