Fréttir
Sumardagurinn fyrsti í Stykkishólmi
Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 20. apríl 2023. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla mun standa fyrir fuglabingói fyrir börn í tilefni þess að nú stendur yfir ljósmyndasýningin Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Einnig verður boðið upp á ratleik sem hefst við Norska húsið. Ratleikur og bingó hefjast kl. 13:00. Að loknum ratleik verður boðið upp á grillaðar pylsur við Norska húsið.
18.04.2023