Fara í efni

Framlegngin lóðarúthlutunar - Móholt 14-16

Málsnúmer 2010034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Lögð fram beiðni Ingveldar Eyþórsdóttur um framlengda úthlutun lóðar, Móholt 14-16, á grundvelli formsgalla og skorts á upplýsingagjöf við lóðarúthlutun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram beiðni Ingveldar Eyþórsdóttur um framlengda úthlutun lóðar, Móholt 14-16, á grundvelli formsgalla og skorts á upplýsingagjöf við lóðarúthlutun.

Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 633. fundi sínum, að undirbúa afgreiðslu í samræmi við umræður þess fundar og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.
Bæjarráð telur í ljósi þess að svo virðist sem umsækjanda hafi ekki borist tilkynning um úthlutun lóðarinnar, sem markar upphaf frestsins sem kveðið er á um í grein 3.4 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi, sé rétt að veita umsækjanda viðbótar byggingarfrest, þrátt fyrir að áminning hafi verið send umsækjanda með bréfi dags. 10. október 2021. Þá ber einnig til þess að líta að umsækjandi skilaði inn teikningum og tilnefndi byggingarstjóra innan byggingarfrests sem áskilinn er í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun lóða er honum, þó útgefið byggingarleyfi hafi ekki legið fyrir og framkvæmdir hafi ekki verið hafnar eins og grein 3.4 reglnanna kveður á um.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði þriggja mánaða viðbótarfrestur frá og með 9. desember 2021 að telja til að fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir í samræmi við grein 3.4. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram beiðni Ingveldar Eyþórsdóttur um framlengda úthlutun lóðar, Móholt 14-16, á grundvelli formsgalla og skorts á upplýsingagjöf við lóðarúthlutun. Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 633. fundi sínum, að undirbúa afgreiðslu í samræmi við umræður þess fundar og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Á 634. fundi bæjarráðs taldi ráðið að í ljósi þess að svo virðist sem umsækjanda hafi ekki borist tilkynning um úthlutun lóðarinnar, sem markar upphaf frestsins sem kveðið er á um í grein 3.4 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi, sé rétt að veita umsækjanda viðbótar byggingarfrest, þrátt fyrir að áminning hafi verið send umsækjanda með bréfi dags. 10. október 2021. Þá ber einnig til þess að líta að umsækjandi skilaði inn teikningum og tilnefndi byggingarstjóra innan byggingarfrests sem áskilinn er í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun lóða, þó útgefið byggingarleyfi hafi ekki legið fyrir og framkvæmdir hafi ekki verið hafnar í samræmi við grein 3.4 í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi.

Lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veittur þriggja mánaða viðbótarfrestur, frá og með 9. desember 2021 að telja, til að fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir í samræmi við grein 3.4. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn tekur undir málsástæður bæjarráðs og samþykkir tillöguna.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Á 405. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar var samþykktur viðbótar byggingarfrestur um þrjá mánuði frá og með 9. desember 2021 að telja til að fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir í samræmi við grein 3.4. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi. Málið er tekið fyrir í bæjarráði þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar og lögð fram gögn vegna málsins.
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá lóðarhafa (fyrrum lóðarhafa) ásamt umsögn byggingarfulltrúa. Þá liggur jafnframt fyrir að framkvæmdir hafa ekki hafist á lóðinni í samræmi við grein 3.4. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi og bókun 405. fundar bæjarstjórnar þar sem byggingarfestur lóðarhafa var framlengdur til 9. mars 2022 (fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir).

Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um að skort hafi á leiðbeiningarskyldu sveitarfélagsins eða að framkvæmdir hafi tafist um 5 mánuði sem rekja megi til sveitarfélagsins, að frátöldum þeim fjórum vikum sem fallast mætti á að kæmi til viðbótar byggingarfresti vegna málsmeðferðar Þjóðskrár við uppskiptingu lóðar.

Jafnframt liggja fyrir nýlegar ákvarðanir sveitarfélagsins í sambærilegum málum þar sem umsóknum um viðbótar byggingarfrest var hafnað í kjölfar stefnubreytingar á málsmeðferð bæjarins árið 2018, en í afgreiðslu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 9. desember 2021 í máli lóðarhafa var lóðarhafi látin njóta vafans um hvort og hvenær tilkynning hafi borist lóðarhafa og því veittur 3 mánaða frestur sem var sérstaklega rökstudd undantekning frá meginreglu í málsmeðferð bæjarins (einstaklingsbundin/atviksbundin málsatvik).

Liggur einnig fyrir að lóðarhafi hafi fengið lóðinni úthlutað 12. nóvember 2020, eða fyrir rúmum 21 mánuði síðan, og fengið framlengingu á byggingarfresti í desember 2021 til 9. mars 2022. Eftir það féll lóðarúthlutun úr gildi. Þá eru reglur sveitarfélagsins skýrar um að byggingarfrestur verði ekki framlengdur á íbúðarhúsalóðum nema sterkt rök mæli með því enda berist beiðni um það áður en byggingarfrestur rennur út, sbr. grein 3.6. Slíku er ekki fyrir að fara í þessu máli, enda barst beiðni þessi ekki fyrir 9. mars 2022.

Samkvæmt framangreindu og með vísan til fyrirliggjandi gagna telur bæjarráð að ekki séu forsendur fyrir því að framlengja byggingarfrest samkvæmt fyrirliggjandi málsatvikum til viðbótar þeim fresti sem veittur var 9. desember 2021 þegar veittur var frestur til 9. mars 2022 til þess að fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir.

Í ljósi framangreindrar niðurstöðu bæjarráðs er samþykkt til viðbótar að lóðin verði ekki auglýst laus til umsóknar í 4 vikur frá afgreiðslu þessari þannig að lóðarhafa gefist ráðrúm til þess að senda sveitarfélaginu viðbótargögn sem gætu gefið tilefni til endurupptöku málsins skv. 24. stjórnsýslulaga.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Fyrrum lóðarhafi leggur fram gögn og greinargerð um málið og óskar eftir endurupptöku máls.

Lagt var fram erindi fyrrum lóðarhafa á 2. fundi bæjarráðs þar sem gert var grein fyrir ástæðum fyrir töfum á framkvæmdum á lóðinni. Bæjarráð taldi þá ekki forsendur fyrir því að framlengja byggingarfrest en samþykkti að lóðin yrði ekki auglýst laus til umsóknar í 4 vikur frá afgreiðslu þeirri þannig að fyrrum lóðarhafa gæfist ráðrúm til þess að senda sveitarfélaginu viðbótargögn sem gætu gefið tilefni til endurupptöku málsins skv. 24. stjórnsýslulaga.
Umhverfis- og skipulagssvið er vinna að viðbrögðum sviðsins við erindinu.

Málinu vísað til afgreiðlu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Ragnar Már Ragnarsson vék af fundi.
Lagt fram erindi Ingveldar Eyþórsdóttur vegna lóðarinnar að Móholti 14-16 þar sem m.a. er óskað eftir afturköllun ákvörðunarinnar 2. fundar bæjarráðs en til vara um endurupptöku málsins. Þá er óskað eftir að byggingarfrestur sé endurreiknaður og veittur samanlagt fjögurra mánaða frestur til viðbótar.

Á 3. fundi bæjarráðs var málinu vísað til afgreiðslu í bæjararstjórn þar sem umhverfis- og skipulagssvið var að vinna að viðbrögðum sviðsins við erindinu. Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram viðbrögð umhverfis- og skipulagssviðs vegna málsins.

Að lokum er lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar sem hann leggur til eftirfarandi afgreiðslu:

Bæjarstjórn samþykkir, í ljósi nýrra upplýsinga og gagna sem lögð hafa verið fram í málinu, að tilefni sé til þess að fallast á endurupptöku málsins í skilningi 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Að mati bæjarstjórnar má ætla, þegar málsatvik eru virt í heild sinni, að fyrrum lóðarhafi hafi getað dregið þá ályktun að lóðarúthlutun hafi ekki fallið niður eftir veittan frest. Vegur þar þyngst fyrirliggjandi gögn og upplýsingar um óskráð munnleg samskipti og fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti eftir að formlegur byggingarfrestur rann út.

Af þeim sökum og með hliðsjón af sjónarmiðum um meðalhóf er fallist á að úthluta Ingveldi Eyþórsdóttur lóðinni að Móholti 14-16. Er henni veittur frestur til þess að fá útgefið byggingarleyfi og hefja framkvæmdir innan fjögurra mánaða frá því að tilkynning um þessa afgreiðslu berst henni, sem er í samræmi við beiðni hennar þar um. Hafi hún ekki fengið útgefið byggingarleyfi og hafið framkvæmdir áður en sá frestur rennur út fellur úthlutun lóðarinnar niður án frekari aðgerða af hálfu sveitarfélagsins.

Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi minnisblaða bæjarstjóra og umhverfis- og skipulagssviðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra.

Til máls tóku:HH,RHS og JBJ

Bókun Í-lista:
Undirrituð þakka lóðarhafa ítarlega og góða greinargerð um ferli málsins. Ljóst er að ferlið hefði mátt vera betra af hálfu Stykkishólmsbæjar og sanngjarnt að leysa málið á þennan hátt.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Haukur Garðarsson
Ragnar Ragnarsson


Viðbótartillaga Í-lista:
Undirrituð leggja til að þessi gögn verði nýtt til að læra af og að reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði verði endurskoðaðar og verklagsreglur gerðar um úthlutun lóða og veitingu byggingarleyfis.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Haukur Garðarsson
Ragnar Ragnarsson

Samþykkt samhljóða að vísa þessari tillögu til bæjarráðs.
Ragnar kom aftur inn á fund.
Getum við bætt efni síðunnar?