Fara í efni

Saurar 9 Vigraholt deiliskipulag

Málsnúmer 2306018

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 12. fundur - 19.06.2023

Lagt er fram til afgreiðslu beiðni Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar og Henning Lehmann fyrir hönd Vigraholts ehf. um gerð deiliskipulags fyrir Saura 9 (Vigraholt) og breytingu á landnotkun og/eða mörkum landnotkunarreita í aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skiipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684.
Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.

Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu. Lögð verður áhersla á að framtíðaruppbygging á svæðinu taki mið af náttúru og sögu svæðisins og falli vel að landslagi og staðháttum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að landeigandi, Vigraholt ehf. láti vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu fyrir Saura 9 (Vigraholt) í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. kafla skipulagreglugerðar nr. 90/2013. Vinna skal samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kalli deiliskipulagsvinnan á það.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram beiðni Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar og Henning Lehmann fyrir hönd Vigraholts ehf. um gerð deiliskipulags fyrir Saura 9 (Vigraholt) og breytingu á landnotkun og/eða mörkum landnotkunarreita í aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skiipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684.
Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.

Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu. Lögð verður áhersla á að framtíðaruppbygging á svæðinu taki mið af náttúru og sögu svæðisins og falli vel að landslagi og staðháttum.

Á 12. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að landeigandi, Vigraholt ehf. láti vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu fyrir Saura 9 (Vigraholt) í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. kafla skipulagreglugerðar nr. 90/2013. Vinna skal samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kalli deiliskipulagsvinnan á það.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Lögð fram beiðni Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar og Henning Lehmann fyrir hönd Vigraholts ehf. um gerð deiliskipulags fyrir Saura 9 (Vigraholt) og breytingu á landnotkun og/eða mörkum landnotkunarreita í aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skiipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684.
Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.

Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu. Lögð verður áhersla á að framtíðaruppbygging á svæðinu taki mið af náttúru og sögu svæðisins og falli vel að landslagi og staðháttum.

Á 12. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að landeigandi, Vigraholt ehf. láti vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu fyrir Saura 9 (Vigraholt) í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. kafla skipulagreglugerðar nr. 90/2013. Vinna skal samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kalli deiliskipulagsvinnan á það.

Bæjarráð stafestti, á 12. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lagt fram til afgreiðslu skipulagslýsing frá Arkís arkitektum (dags. 06.10.2023), f.h. Vigraholts ehf., vegna nýs deiliskipulags og breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu í landi Saura 9 (L-235684).Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að br. á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu (dags. 06.10.2023) fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Lögð fram skipulagslýsing frá Arkís arkitektum, f.h. Vigraholts ehf., vegna nýs deiliskipulags og breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu í landi Saura 9.Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Skipulagsnefnd samþykkti, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og leggur til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023

Lögð fram skipulagslýsing frá Arkís arkitektum, f.h. Vigraholts ehf., vegna nýs deiliskipulags og breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu í landi Saura 9.Áður hafði sveitarfélagið heimilað landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulagstillögu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Skipulagsnefnd samþykkti, á 14. fundi sínum, fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 15. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefnar og að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í landi Saura 9 (Vigraholts) í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 10.01.2024

Lögð fram til afgreiðslu samantekt athugasemda við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Saurum 9 (Vigraholti) og tillaga skipulagsfulltrúa að viðbrögðum skipulagsnefndar við þeim.

Þann 2. nóvember 2023, samþykkti bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu (dags. 02.11.2023) vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á Saurum 9 (Vigraholti).

Um er að ræða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag í samræmi við 2. mgr. 40. gr. laganna (sjá mál nr. 795/2023). Áður, þann 29. júní 2023, hafði bæjarstjórn heimilað landeiganda að hefja vinnu við skipulagsgerðina í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Saurar 9 (Vigraholt) er 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland með heimild fyrir byggingu 93 sumarhúsa á 62,4 ha svæði. Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun í frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu og færslu á mörkum landnotkunarreita samkvæmt því. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun svæðis fyrir frístundabyggð en að frístundahúsum fækki úr 93 í allt að 33. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 10 íbúðarhúsum í afmarkaðri íbúðarbyggð. Heimilt verður að byggja gestahús á lóðum frístundahúsa og íbúðarhúsa.

Við skipulag svæðisins verður lögð áhersla á að framtíðaruppbygging taki mið af náttúru og sögu svæðisins og að hönnun bygginga og mannvirkja verði með þeim hætti að þau falli sem best að landslagi, náttúru og staðháttum. Mikill áhugi er fyrir að gera sögu þessa landshluta hátt undir höfði á skipulagssvæðinu og lýsa framkvæmdaraðilar sig tilbúna til viðræðna þar um.

Á nýju svæði fyrir verslun og þjónustu er gert ráð fyrir hóteli með tengdri þjónustu þ.m.t. baðlóni, veitingahúsi og brugghúsi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á þjónustusvæði tengdu hótelinu. Heildarflatarmál bygginga á skipulagssvæðinu verður allt að 21.500 m2.

Breytingin gerir jafnframt ráð fyrir nýjum aðkomuvegi frá Stykkishólmsvegi nr. 58 við Vogaskeið og færslu á reiðstíg meðfram aðkomuveginum, sem að hluta til liggur eftir gamla Skógarstrandaveginum. Fyrirliggjandi er þinglýst samkomulag við landeigendur Arnarstaða og Vegagerðina um vegtengingu þessa.

Lýsingin var kynnt 7. nóvember sl með athugasemdafresti til og með 5.desember. Opinn kynningarfundur var haldinn 22. nóvember sl.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða samantekt og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum nefndarinnar við þeim. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með landeiganda í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lögð fram samantekt athugasemda við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Saurum 9 (Vigraholti) ásamt viðbrögðum skipulagsnefndar við þeim.Lýsingin var kynnt 7. nóvember sl. með athugasemdafresti til og með 5.desember. Opinn kynningarfundur var haldinn 22. nóvember sl.Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum framlagða samantekt og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum nefndarinnar við þeim. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með landeiganda í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 19. fundur - 07.02.2024

Lagðar eru fram til afgreiðslu vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna. Á fundinum kynna ráðgjafar landeiganda vinnslutillögurnar.Bæjarstjórn samþykkti á 18. fundi sínum þann 2. nóvember 2023 að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var kynnt 7. nóvember til 5. desember 2023 í samræmi við 3. mgr. 40 gr. laganna. Kynningarfundur var haldinn 22. nóvember 2023. á fundi sínum 10. janúar sl fjallaði skipulagsnefnd um og tók afstöðu til athugasemda sem bárust á kynningartímanum og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest í bæjarráði 18. janúar sl.

Skipulagsnefnd þakkar landeiganda og skipulagsráðgjöfum fyrir góða kynningu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim uppfærslum sem ræddar voru á fundinum.
Nefndin kallar eftir frekari upplýsingum um staðhætti þ.e. nákvæmari staðsetningu/hnitsetningu vega, lóðarmarka og byggingarreita í áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar sem byggi á tiltækum kortagrunnum og vettvangsskoðun þar sem sérstaklega verði hugað að verndun votlendis, mýra og birkikjarrs.

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Lagðar fram vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.Á 19. fundi skipulagsnefndar kynntu landeigendur og skipulagsráðgjafar þeirra tillögurnar fyrir nefndinni. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim uppfærslum sem ræddar voru á fundinum.Nefndin kallaði einnig eftir frekari upplýsingum um staðhætti þ.e. nákvæmari staðsetningu/hnitsetningu vega, lóðarmarka og byggingarreita í áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar sem byggi á tiltækum kortagrunnum og vettvangsskoðun þar sem sérstaklega verði hugað að verndun votlendis, mýra og birkikjarrs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að vinnslutillaga vegna aðalskipulagsbreytingar verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Getum við bætt efni síðunnar?