Fara í efni

Öldungaráð

8. fundur 05. desember 2025 kl. 12:15 - 13:42 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Helga Guðmundsdóttir (HG) aðalmaður
  • Anna Margrét Pálsdótir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Sjöfn Hinriksdóttir
  • Halldóra F. Sverrisdóttir
  • Hanna Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Pálsdóttir nefnarmaður
Dagskrá

1.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæði Höfðaborgar ásamt skýrslu um stefnumörkun í málefnum eldra fólks í sveitarfélaginu.



Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála varðandi þjónustu á Höfðaborg og nýlegum framkvæmdum og næstu skrefum varðandi uppbyggingu á Skólastíg 14 (Höfðaborg).
Bæjarstjóri gerir grein fyrir vinnu sveitarfélagsins hvað þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu varðar, á grunni fyrirliggjandi stefnumörkunar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóri gerir jafnframt grein fundi með arkitektum og þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á húsnæðinu á næsta ári. Þá gerir bæjarstjóri grein fyrir síðasta hluta innleiðingar á breytingum sem gerðar voru í vor varðandi þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu þegar stjórnun stuðningsþjónustu færist til Félags- og skólaþjónustu í tengslum við Gott að eldast, sem felst í því að starfsmenn Félags- og skólaþjónustunnar í Stykkishólmi munu færa starfsstöð sína á Höfðaborg.

Öldunarráð hvetur til þess að starf Höfðaborgar verði kynnt á nýju ári í samstarfi við Aftanskin með það að markmiði að bæta upplýsingagjöf um þá þjónustu sem stendur öllu eldra fólki í sveitarfélaginu til boða á Höfðaborg.

Öldungarráð bendir á að rof hefur verið á stuðningsþjónustu undanfarið og leggur áherslu á að bæta þarf stuðningsþjónustu í sveitafélaginu. Öldunarráð bendir til dæmis á þann möguleika að sett verði á fót bakland í stuðningsþjónustu, t.d. með ungu fólki á framhaldsskólaaldri, sem gæti stigið inn í þegar rof verður á þjónustunni.

Vegna þjónustu eldhússins um jól og áramót samþykkir öldunarráð að framkvæmd verði könnun um þarfir varðandi mat um jól og áramót á Höfðaborg.

2.Málefni Aftanskins

Málsnúmer 2512006Vakta málsnúmer

Málefni Aftanskins, félags eldri borgara, tekin til umræðu að beiðni fulltrúa Aftanskins í öldungaráði.
Fulltrúar Aftanskin í öldungarráði gera grein fyrir málinu og lögð áhersla á mikilvægi á þeim möguleika að nota matsal eða önnur rými í húsnæðinu eftir þörfum félagsins.

Öldunarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að rými séu nýtt til hagsbóta fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu í samstarfi við starfsfólk sveitarfélagsins, líkt og verið hefur til þess.

Öldungarráð leggur áherslu á mikilvægi góðrar samvinnu milli sveitarfélagsins og Aftanskin um áframhaldandi góða þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu.

3.Miðvikudagskaffið

Málsnúmer 2512007Vakta málsnúmer

Miðvikudagskaffið í Setrinu, Höfðaborg, tekið til umræðu að beiðni fulltrúa aftanskins í öldungaráði.
Fulltrúar Aftanskin í öldungarráði gera grein fyrir málinu og bæjarstjóri gerir grein fyrir forsögu málsins eins og hún snýr að sveitarfélaginu og þeim þáttum sem valdið hafa vissum misskilningi í þessu sambandi.

Öldungarráð leggur áherslu á mikilvægi góðrar upplýsingargjafar milli sveitarfélagsins og Aftanskin varðandi einstaka þjónustuþætti varðandi þjónustu sveitarfélagsins.

4.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Öldungarráð fagnar því að gert sér ráð fyrir hækkun á tekjutengdum afslætti vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði til handa eldra fólki í sveitarfélaginu (tekjustofnanir voru hækkaðir um 5% og hámarksafsláttur var hækkaður um 8%), en afslátturinn gildir einunigs vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í. Mun afslátturinn koma sér vel fyrir það eldra fólk sem á rétt á tekjutengdri lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Þessi viðbótarafsláttur kemur til viðbótar við fyrirhugaða almenna lækkun á fasteignaskatti.

Öldunarráð hvetur Félags- og skólaþjónustu til að kynna væntanlega nýja gjaldskrá sem fyrst fyrir eldra fólki í sveitarfélaginu.

Öldungarráð samþykkir að verð fyrir gjaldslátt verði kr. 6.500, 8.500 og kr. 10.000.

Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrá.

5.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029

Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fjárhagsáætlun 2026-2029 og helstu fjárfestingum.

Öldungarráð leggur áfram áherslu á góða þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu og áframhaldandi uppbyggingu á Höfðaborg í samræmi við fyrirliggjandi áætlun.

Öldunarráð fangar sérstaklega því að verið sé að skoða að setja á fót karllægt tómstundastarf fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu.

Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 13:42.

Getum við bætt efni síðunnar?