Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020
Vakta málsnúmerBæjarráð - 37. fundur - 22.10.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2026-2029 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn - 41. fundur - 30.10.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2026 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2027-2029.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu forsendum, áherslum og lykiltölum í áætluninni.
---
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu forsendum, áherslum og lykiltölum í áætluninni.
---
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð - 38. fundur - 13.11.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Skóla- og fræðslunefnd - 23. fundur - 19.11.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir, en leggur áherslu á þau verkefni sem verkefnastjóri framkvæmda og eigna hefur sett fram og að þau verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.
Safna- og menningarmálanefnd - 6. fundur - 25.11.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 5. fundur - 26.11.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Æskulýðs- og íþróttanefnd telur mikilvægt að bæta lýsingu í íþróttahúsinu og fara í þær framkvæmdir sem brýnastar eru og halda þannig áfram að sinna góðu viðhaldi á okkar íþróttamannvirkjum.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 6. fundur - 26.11.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hefur ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Undirritaðir samþykkja ekki áætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2026. Ástæðan er ekki síst að inní tekjuáætlun er sala eigna sem nemur 50 milljónum en við teljum að það sé ekki rétt enda eru slíkir peningar “fugl í skógi en ekki í hendi?. Undanfarin ár hafa áætlanir verið talsvert frá niðurstöðu reikninga.
Vonandi seljast þær eignir sem fyrirhugað er að selja og áætlunin verður í námunda við það sem áætlað er.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Undirritaðir samþykkja ekki áætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2026. Ástæðan er ekki síst að inní tekjuáætlun er sala eigna sem nemur 50 milljónum en við teljum að það sé ekki rétt enda eru slíkir peningar “fugl í skógi en ekki í hendi?. Undanfarin ár hafa áætlanir verið talsvert frá niðurstöðu reikninga.
Vonandi seljast þær eignir sem fyrirhugað er að selja og áætlunin verður í námunda við það sem áætlað er.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 6. fundur - 28.11.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur áherslu á og vísar til bókana í liðum 5., 6. og 7. á fundinum hvað varðar áherslur í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Bæjarráð - 39. fundur - 04.12.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málinu, á 38. fundi sínum, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málinu, á 38. fundi sínum, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2026-2029 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn (SH) - 9. fundur - 04.12.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn vekur athygli á þeirri neikvæðu þróun sem orðið hefur í umhverfi og rekstri hafnarinnar á síðustu árum. Sú þróun hefur leitt til skerðingar á þjónustu í kringum höfnina og dregið úr fjölbreytni í atvinnustarfsemi í tengslum við höfnina, sem setur sjálfbærni rekstrar hafnarinnar í hættu. Hafnarstjórn telur brýnt að sporna gegn þessari þróun og sækja fram á grunni svæðisbundinna styrkleika svæðisins. Þau liggja ekki síst í heita vatninu og í hafnsækinni atvinnustarfsemi, hvort sem það sé þangvinnsla, fiskveiðar eða hafsækin ferðaþjónusta.
Varðandi framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins hvetur hafnarstjórn til þess að skoðaður verði möguleiki á því að því að settur verði gulur skeljasandur í víkinni milli Hundagjá og Skammvíkur við Búðarnes (fyrir neðan friðuðu menningarminjarnar).
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Varðandi framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins hvetur hafnarstjórn til þess að skoðaður verði möguleiki á því að því að settur verði gulur skeljasandur í víkinni milli Hundagjá og Skammvíkur við Búðarnes (fyrir neðan friðuðu menningarminjarnar).
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Öldungaráð - 8. fundur - 05.12.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fjárhagsáætlun 2026-2029 og helstu fjárfestingum.
Öldungarráð leggur áfram áherslu á góða þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu og áframhaldandi uppbyggingu á Höfðaborg í samræmi við fyrirliggjandi áætlun.
Öldunarráð fangar sérstaklega því að verið sé að skoða að setja á fót karllægt tómstundastarf fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu.
Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Öldungarráð leggur áfram áherslu á góða þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu og áframhaldandi uppbyggingu á Höfðaborg í samræmi við fyrirliggjandi áætlun.
Öldunarráð fangar sérstaklega því að verið sé að skoða að setja á fót karllægt tómstundastarf fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu.
Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Bæjarstjórn - 43. fundur - 11.12.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málinu, á 38. fundi sínum, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkti, á 39. fundi sínum, fjárhagsáætlun 2026-2029 og vísaði þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Bæjarstjórn samþykkti, á 41. fundi sínum, fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar málinu, á 38. fundi sínum, til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkti, á 39. fundi sínum, fjárhagsáætlun 2026-2029 og vísaði þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Greinargerð bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2026-2029:
Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2026 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2026. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2026-2029.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 133,5 milljónir króna á árinu 2026 og að áætlað veltufé frá rekstri lækki um 9 milljónir króna úr 304,0 milljónum 2025 í 295,0 milljónir árið 2026.
Markmið fjárhagsáætlunar 2026-2029 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði um 15%, að veltufjárhlutfall nálgist 0,7, handbært fé verði á bilinu 85 - 120 millj. í árslok 2026 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins 2026-2029 nemi 400 millj. kr., lántaka nemi 400 millj. kr. og afborganir nemi 1.003,5 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 99,7% strax í lok árs 2026 og 83,1% í árslok 2029, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Í forsendum er gert ráð fyrir 3,5% verðbólgu yfir árið 2026, 3,2% árið 2027, 2,5% 2028 og 2,5% árið 2029, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,6% á árunum 2026- 2029. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 4% á ári á árunum 2026-2029.
Í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2026 verður lögð áhersla á fjárfestingu í mikilvægum innviðum og bættri þjónustu við íbúa. Í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026 ber hæst að stefnt er að því á næsta ári að mæta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjabúnaði íþróttamiðstöð og sundlaug, halda áfram endurbótum á Höfðaborg í samræmi við styrk frá framkvæmdarsjóði aldraðra, viðhald á skólamannvirkjum, áframhaldandi fjárfestingu í umferðaröryggismálum, uppbyggingu göngustíga og umhverfisverkefni og endurbætur á leikvöllum. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum, en gert er ráð fyrir 400 milljónum kr. í lántökum á árunum 2026 til 2029. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 295,0 til 307,1 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2026-2029 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna og greiðslu gatnagerðargjalda.
Helstu fjárfestingar á árinu 2026 eru:
- Höfðaborg
->Endurbætur á 1. hæð - eldhús o.fl.
- Íþróttahús - ýmis verkefni
-> Gervigras
-> Hússtjórnarkerfi og lýsinga
->Loftræsting og rakastýring
->Fjölnota klefi
- Sundlaug
->Iðnstýring fyrir sundlaug
->Nýr dúkur á jöfnunartank
- Tónlistaskóli
->Þak og dren
- Ráðhús
->Dren og þak
- Gatnagerð og umferðaröryggi
- Skjöldur - tilfallandi
- Leikvellir
- Tjaldsvæði
- Tæki fyrir Áhaldahús
- Höfðaborg - Ýmsar breytingar
- Stígagerð og umhverfisverkefni
- Áframhaldandi uppbygging í Skógræktinni og Grensás, ásamt öðrum verkefnum.
- LED-væðing ljósastaura og stofnana
- Fráveita
->Sundabakki
- Uppbygging í Stykkishólmshöfn
->Rafmagn á hafskipabryggju
->Lýsing
->Öryggismyndavélar
->Innsiglingaljós
->Hafnarskúr
->Hafskipaskúr
- Nýtt húsnæði fyrir Áhaldahús
- Eignasala
->Skúlagötu 9 - Tvær íbúðir
->Flugstöð
->Áhaldahús
Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2026-2029 eru eftirtaldar:
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2026:
Tekjur alls: 2.675.190.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.379.531.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 51.526.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 221.741.000 kr.
Afborganir langtímalána: 241.789.000 kr.
Handbært fé í árslok: 58.762.000 kr.
Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2026:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 11.271.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 11.909.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 54.887.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturéttaríbúða: 3.046.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: 844.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 73.295.000 kr.
Afborganir langtímalána: 24.984.000 kr.
Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2026:
Tekjur alls: 2.959.027.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.527.746.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 169.267.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 133.483.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 295.035.000 kr.
Afborganir langtímalána: 266.773.000 kr.
Handbært fé í árslok: 85.959.000 kr.
Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð almenn samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf og þá vil ég þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.
------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Stykkishólms 2026 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum fulltrúa H-lista. Fulltrúar Í-lista sitja hjá.
Til máls tóku: HG, ÞE, JBSJ, RMR, SIM
Bókun Í lista:
Undanfarin ár hafa bæjarfulltrúar Íbúalistans bent á að styrkja þurfi rekstur sveitarfélagsins til að tryggja störf og þjónustu og hafa lagt til að besti kosturinn væri að fjárfesta hóflega og lækka skuldir á meðan fjárframlaga vegna sameiningar nyti við. Sú tillaga hlaut ekki undirtektir og var farið í miklar fjárfestingar með tilheyrandi lántökum og staðan í dag er að reksturinn er ekki sjálfbær og þarf að koma til sölu eigna til að halda honum réttu megin við núllið.
Ef sala eigna upp á um 125 milljónir og framlag vegna sameiningar sem lækkar í 50 milljónir á næsta ári, er dregið frá rekstrarhagnaði í núverandi áætlun, yrði rekstrarniðurstaða A-hluta um 125 milljóna tap og A- og B-hluta 25 milljóna tap, gefið að áætlun standist sem hefur reyndar ekki verið undanfarin ár og má draga þá ályktun af því að áætlanir séu ekki nógu varfærnar. Á næsta ári verður Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga aftur virk og verðum við því að ná þeim viðmiðum sem þar eru sett. Að auki er í gangi frumvarp sem nýbúið er í samráðsgátt en í því var lagt til að lækka heildarskuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum í A-hluta úr 150% í 110% sem og að Jafnvægisregla, þ.e. samanlagður rekstrarhagnaður síðustu þriggja ára, verði að vera hærri en núll. Verði af þessu setur þetta enn meiri pressu á reksturinn hjá okkur.
Hvað núverandi áætlun varðar þá er það jákvætt að stefnt er að hóflegri lántöku næstu ár eða um 100 milljónir ári, sem er mjög jákvætt skref og í reynd nauðsynlegt til að ná tökum á rekstrinum. Einnig er búið að taka út stórar eignasölur í framtíðinni sem gáfu verulega skakka mynda af því sem koma skyldi og er þessi áætlun því nær raunveruleikanum.
Í forsendum fyrir áætlanagerð var sett fram að handbært fé ætti að vera 120-130 milljónir. Núverandi áætlun gerir aðeins ráð fyrir 86 milljónum og vantar því 35-45 milljónir upp á þar, háð því að útkomuspá fyrir 2025 standist. Undanfarin ár höfum við alltaf gengið út frá að hafa 120-130 milljónir til að þurfa ekki að taka dýr yfirdráttarlán til halda góðu sjóðstreymi. Þetta leiðir til þess að taka þarf lán strax í janúar á næsta ári til rétta af handbæra féð sem tryggir tímabilið þangað til þarf að borga fyrir framkvæmdir ársins. Hér þarf að halda vel á spilunum í rekstrinum og tryggja að ekki sé farið fram úr áætlun því það er mjög óráðlegt að fara í frekari lántöku.
Hvað varðar framkvæmdaáætlun ársins þá er hún nú, eins og síðustu ár, skot yfir markið að okkar mati. Áætlun gerir ráð fyrir gatnagerðargjöldum upp á 25 milljónir og sölu fjögurra eigna upp á 125,5 milljónir sem er óljóst hvort verði af.
Á móti er áætlað að framkvæma fyrir 258,5 milljónir. Þó er nú sú breyting á að búið er að forgangsraða verkefnum upp á 116 milljónir sem lántaka á að standa undir og þar á eftir er búið að forgangsraða verkefnum upp á 54-64 milljónir sem eru háð sölu eigna og gatnagerðagjöldum. Þá eru eftir um 79-89 milljónir af verkefnum sem við teljum að væri betra að hafa ekki á framkvæmdaáætluninni til að tryggja að ef sala eigna gengur eftir, þá fari það fyrir bæjarráð og bæjarstjórn - og þá verði tekin formleg ákvörðun um hvort eigi að bæta við framkvæmdum eða auka handbært fé. Eins og þetta er núna er í raun búið að heimila þessar framkvæmdir og ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir sem ekki eru í forgangsröðun áður en sala eigna hefur átt sér stað.
Móta þarf stefnu til næstu ára til að styrkja reksturinn og gera hann sjálfbæran og líklega er óráðlegt að selja of mikið af eignum of snemma í ferlinu þar sem það gæti komið okkur illa ef við verðum uppiskroppa með eignir áður en sjálfbærni er náð.
Að lokum þakka undirrituð nefndarfólki, starfsfólki, bæjarfulltrúum og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Undrrituð munu sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunnar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Bókun H lista:
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 er afrakstur faglegrar og vandaðrar vinnu í góðri samvinnu bæjarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins, þó ekki hafi tekist að ná þverpólitískri samstöðu.
Áætlunin endurspeglar ábyrga fjármálastjórn, áframhaldandi jákvæða rekstrarniðurstöðu, sterkt veltufé frá rekstri og markvissa lækkun skuldaviðmiðs á næstu árum, samhliða áframhaldandi eflingu grunnþjónustu og nauðsynlegri uppbyggingu innviða sem byggja undir þarfir stofnana og íbúa án þess að stefna fjárhag sveitarfélagsins í hættu. Áætlunin er í samræmi við ársreikning 2024, sem staðfestur hefur verið af endurskoðanda sveitarfélagsins, og útgönguspá 2025, sem saman sýna að rekstur sveitarfélagsins hefur náð jafnvægi eftir krefjandi ytri aðstæður, svo sem verðbólgu og tekjusveiflur eftir faraldurinn. Á sama tíma hefur skuldaviðmið verið langt undir lögbundnu hámarki og haldið áfram að lækka, en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun verður skuldaviðmið komið niður í 99,7% árið 2026 og 83% árið 2029.
H-listinn hefur lagt áherslu á að mæta þeirri miklu og jákvæðu fólksfjölgun sem hefur verið í sveitarfélaginu undanfarin 10 ár, annars vegar með arðbærum fjárfestingum, eins og t.d. Víkurhverfi, til að mæta þeirri augljósu eftirspurn sem hefur verið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og hins vegar innviðafjárfestingu hjá grunnstofnunum sveitarfélagsins, hvort sem það er að mæta húsnæðisþörfum skólastofnana eins og með viðbyggingu við grunnskóla og tómstundastarf barna í sumar. Þar til viðbótar hefur t.d. verið byggð upp í áföngum öldrunarþjónusta á Höfðaborg, nýtt parket sett í íþróttahúsið, farið í nauðsynlegar endurbætur á sundaðstöðu sem gerðar höfðu verið athugasemdir við af eftirlitsaðilum og ráðist í nauðsynlegar fráveitu- og gatnagerðarframkvæmdir.
Nauðsynlegar fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar annars vegar af eigin fé og hins vegar með lántökum. H-listinn telur að það sé ekki trúverðug eða ábyrg afstaða að styðja sumar framkvæmdir í orði, en hafna fjármögnun þeirra í verki eða gagnrýna leiðir H-listans án þess að leggja fram aðra valkosti. Slík framganga skapar þá ímynd að hægt sé að byggja upp innviði án þess að fjármagna slíka uppbyggingu, sem er óraunhæft og villandi gagnvart íbúum.
H-listinn telur að uppbyggingar síðustu ára og bættir innviðir hafi gert Sveitarfélagið Stykkishólm að eftirsóknarverðara sveitarfélagi, mætt nauðsynlegum þörfum stofnana vegna fjölgunar íbúa, skilað sér í stöðugri fólksfjölgun sem og auknum tekjustofnum sveitarfélagsins og þar með styrkari rekstri sveitarfélagsins sem bætir lífsgæði og þjónustu við íbúa.
Bæjarfulltrúar H-listans vilja að lokum lýsa því yfir að þeir séu stoltir yfir því hvernig til hefur tekist á síðustu árum hjá sveitarfélaginu, þrátt fyrir krefjandi aðstæður, og lýsa ánægju sinni yfir þeim ábyrga rekstri sem endurspeglast í þessari síðustu fjárhagsáætlun kjörtímabilsins. Með fyrirliggjandi áætlun og áætlunum síðustu ára teljum við okkur vera að vinna að því þjónustustigi sem við höfum stefnt að fyrir íbúa bæjarins, en H-listinn leggur áherslu á að draga ekki úr mikilvægri grunnþjónustu, standa vörð um fjölskyldur og fyrirtæki, sækja af ábyrgð fram með mikilvægum fjárfestingum innviða á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka á tímabilinu.
Bæjarfulltrúar H-listans vísa að öðru leyti til fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, greinargerðar bæjarstjóra með henni og samantektar fjárfestingaráætlunar 2026-2029.
Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2026 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2026. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2026-2029.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 133,5 milljónir króna á árinu 2026 og að áætlað veltufé frá rekstri lækki um 9 milljónir króna úr 304,0 milljónum 2025 í 295,0 milljónir árið 2026.
Markmið fjárhagsáætlunar 2026-2029 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði um 15%, að veltufjárhlutfall nálgist 0,7, handbært fé verði á bilinu 85 - 120 millj. í árslok 2026 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins 2026-2029 nemi 400 millj. kr., lántaka nemi 400 millj. kr. og afborganir nemi 1.003,5 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 99,7% strax í lok árs 2026 og 83,1% í árslok 2029, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Í forsendum er gert ráð fyrir 3,5% verðbólgu yfir árið 2026, 3,2% árið 2027, 2,5% 2028 og 2,5% árið 2029, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,6% á árunum 2026- 2029. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 4% á ári á árunum 2026-2029.
Í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2026 verður lögð áhersla á fjárfestingu í mikilvægum innviðum og bættri þjónustu við íbúa. Í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026 ber hæst að stefnt er að því á næsta ári að mæta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjabúnaði íþróttamiðstöð og sundlaug, halda áfram endurbótum á Höfðaborg í samræmi við styrk frá framkvæmdarsjóði aldraðra, viðhald á skólamannvirkjum, áframhaldandi fjárfestingu í umferðaröryggismálum, uppbyggingu göngustíga og umhverfisverkefni og endurbætur á leikvöllum. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum, en gert er ráð fyrir 400 milljónum kr. í lántökum á árunum 2026 til 2029. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 295,0 til 307,1 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2026-2029 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna og greiðslu gatnagerðargjalda.
Helstu fjárfestingar á árinu 2026 eru:
- Höfðaborg
->Endurbætur á 1. hæð - eldhús o.fl.
- Íþróttahús - ýmis verkefni
-> Gervigras
-> Hússtjórnarkerfi og lýsinga
->Loftræsting og rakastýring
->Fjölnota klefi
- Sundlaug
->Iðnstýring fyrir sundlaug
->Nýr dúkur á jöfnunartank
- Tónlistaskóli
->Þak og dren
- Ráðhús
->Dren og þak
- Gatnagerð og umferðaröryggi
- Skjöldur - tilfallandi
- Leikvellir
- Tjaldsvæði
- Tæki fyrir Áhaldahús
- Höfðaborg - Ýmsar breytingar
- Stígagerð og umhverfisverkefni
- Áframhaldandi uppbygging í Skógræktinni og Grensás, ásamt öðrum verkefnum.
- LED-væðing ljósastaura og stofnana
- Fráveita
->Sundabakki
- Uppbygging í Stykkishólmshöfn
->Rafmagn á hafskipabryggju
->Lýsing
->Öryggismyndavélar
->Innsiglingaljós
->Hafnarskúr
->Hafskipaskúr
- Nýtt húsnæði fyrir Áhaldahús
- Eignasala
->Skúlagötu 9 - Tvær íbúðir
->Flugstöð
->Áhaldahús
Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2026-2029 eru eftirtaldar:
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2026:
Tekjur alls: 2.675.190.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.379.531.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 51.526.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 221.741.000 kr.
Afborganir langtímalána: 241.789.000 kr.
Handbært fé í árslok: 58.762.000 kr.
Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2026:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 11.271.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 11.909.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 54.887.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturéttaríbúða: 3.046.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: 844.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 73.295.000 kr.
Afborganir langtímalána: 24.984.000 kr.
Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2026:
Tekjur alls: 2.959.027.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.527.746.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 169.267.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 133.483.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 295.035.000 kr.
Afborganir langtímalána: 266.773.000 kr.
Handbært fé í árslok: 85.959.000 kr.
Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð almenn samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf og þá vil ég þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.
------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Stykkishólms 2026 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum fulltrúa H-lista. Fulltrúar Í-lista sitja hjá.
Til máls tóku: HG, ÞE, JBSJ, RMR, SIM
Bókun Í lista:
Undanfarin ár hafa bæjarfulltrúar Íbúalistans bent á að styrkja þurfi rekstur sveitarfélagsins til að tryggja störf og þjónustu og hafa lagt til að besti kosturinn væri að fjárfesta hóflega og lækka skuldir á meðan fjárframlaga vegna sameiningar nyti við. Sú tillaga hlaut ekki undirtektir og var farið í miklar fjárfestingar með tilheyrandi lántökum og staðan í dag er að reksturinn er ekki sjálfbær og þarf að koma til sölu eigna til að halda honum réttu megin við núllið.
Ef sala eigna upp á um 125 milljónir og framlag vegna sameiningar sem lækkar í 50 milljónir á næsta ári, er dregið frá rekstrarhagnaði í núverandi áætlun, yrði rekstrarniðurstaða A-hluta um 125 milljóna tap og A- og B-hluta 25 milljóna tap, gefið að áætlun standist sem hefur reyndar ekki verið undanfarin ár og má draga þá ályktun af því að áætlanir séu ekki nógu varfærnar. Á næsta ári verður Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga aftur virk og verðum við því að ná þeim viðmiðum sem þar eru sett. Að auki er í gangi frumvarp sem nýbúið er í samráðsgátt en í því var lagt til að lækka heildarskuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum í A-hluta úr 150% í 110% sem og að Jafnvægisregla, þ.e. samanlagður rekstrarhagnaður síðustu þriggja ára, verði að vera hærri en núll. Verði af þessu setur þetta enn meiri pressu á reksturinn hjá okkur.
Hvað núverandi áætlun varðar þá er það jákvætt að stefnt er að hóflegri lántöku næstu ár eða um 100 milljónir ári, sem er mjög jákvætt skref og í reynd nauðsynlegt til að ná tökum á rekstrinum. Einnig er búið að taka út stórar eignasölur í framtíðinni sem gáfu verulega skakka mynda af því sem koma skyldi og er þessi áætlun því nær raunveruleikanum.
Í forsendum fyrir áætlanagerð var sett fram að handbært fé ætti að vera 120-130 milljónir. Núverandi áætlun gerir aðeins ráð fyrir 86 milljónum og vantar því 35-45 milljónir upp á þar, háð því að útkomuspá fyrir 2025 standist. Undanfarin ár höfum við alltaf gengið út frá að hafa 120-130 milljónir til að þurfa ekki að taka dýr yfirdráttarlán til halda góðu sjóðstreymi. Þetta leiðir til þess að taka þarf lán strax í janúar á næsta ári til rétta af handbæra féð sem tryggir tímabilið þangað til þarf að borga fyrir framkvæmdir ársins. Hér þarf að halda vel á spilunum í rekstrinum og tryggja að ekki sé farið fram úr áætlun því það er mjög óráðlegt að fara í frekari lántöku.
Hvað varðar framkvæmdaáætlun ársins þá er hún nú, eins og síðustu ár, skot yfir markið að okkar mati. Áætlun gerir ráð fyrir gatnagerðargjöldum upp á 25 milljónir og sölu fjögurra eigna upp á 125,5 milljónir sem er óljóst hvort verði af.
Á móti er áætlað að framkvæma fyrir 258,5 milljónir. Þó er nú sú breyting á að búið er að forgangsraða verkefnum upp á 116 milljónir sem lántaka á að standa undir og þar á eftir er búið að forgangsraða verkefnum upp á 54-64 milljónir sem eru háð sölu eigna og gatnagerðagjöldum. Þá eru eftir um 79-89 milljónir af verkefnum sem við teljum að væri betra að hafa ekki á framkvæmdaáætluninni til að tryggja að ef sala eigna gengur eftir, þá fari það fyrir bæjarráð og bæjarstjórn - og þá verði tekin formleg ákvörðun um hvort eigi að bæta við framkvæmdum eða auka handbært fé. Eins og þetta er núna er í raun búið að heimila þessar framkvæmdir og ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir sem ekki eru í forgangsröðun áður en sala eigna hefur átt sér stað.
Móta þarf stefnu til næstu ára til að styrkja reksturinn og gera hann sjálfbæran og líklega er óráðlegt að selja of mikið af eignum of snemma í ferlinu þar sem það gæti komið okkur illa ef við verðum uppiskroppa með eignir áður en sjálfbærni er náð.
Að lokum þakka undirrituð nefndarfólki, starfsfólki, bæjarfulltrúum og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Undrrituð munu sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunnar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Bókun H lista:
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 er afrakstur faglegrar og vandaðrar vinnu í góðri samvinnu bæjarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins, þó ekki hafi tekist að ná þverpólitískri samstöðu.
Áætlunin endurspeglar ábyrga fjármálastjórn, áframhaldandi jákvæða rekstrarniðurstöðu, sterkt veltufé frá rekstri og markvissa lækkun skuldaviðmiðs á næstu árum, samhliða áframhaldandi eflingu grunnþjónustu og nauðsynlegri uppbyggingu innviða sem byggja undir þarfir stofnana og íbúa án þess að stefna fjárhag sveitarfélagsins í hættu. Áætlunin er í samræmi við ársreikning 2024, sem staðfestur hefur verið af endurskoðanda sveitarfélagsins, og útgönguspá 2025, sem saman sýna að rekstur sveitarfélagsins hefur náð jafnvægi eftir krefjandi ytri aðstæður, svo sem verðbólgu og tekjusveiflur eftir faraldurinn. Á sama tíma hefur skuldaviðmið verið langt undir lögbundnu hámarki og haldið áfram að lækka, en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun verður skuldaviðmið komið niður í 99,7% árið 2026 og 83% árið 2029.
H-listinn hefur lagt áherslu á að mæta þeirri miklu og jákvæðu fólksfjölgun sem hefur verið í sveitarfélaginu undanfarin 10 ár, annars vegar með arðbærum fjárfestingum, eins og t.d. Víkurhverfi, til að mæta þeirri augljósu eftirspurn sem hefur verið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og hins vegar innviðafjárfestingu hjá grunnstofnunum sveitarfélagsins, hvort sem það er að mæta húsnæðisþörfum skólastofnana eins og með viðbyggingu við grunnskóla og tómstundastarf barna í sumar. Þar til viðbótar hefur t.d. verið byggð upp í áföngum öldrunarþjónusta á Höfðaborg, nýtt parket sett í íþróttahúsið, farið í nauðsynlegar endurbætur á sundaðstöðu sem gerðar höfðu verið athugasemdir við af eftirlitsaðilum og ráðist í nauðsynlegar fráveitu- og gatnagerðarframkvæmdir.
Nauðsynlegar fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar annars vegar af eigin fé og hins vegar með lántökum. H-listinn telur að það sé ekki trúverðug eða ábyrg afstaða að styðja sumar framkvæmdir í orði, en hafna fjármögnun þeirra í verki eða gagnrýna leiðir H-listans án þess að leggja fram aðra valkosti. Slík framganga skapar þá ímynd að hægt sé að byggja upp innviði án þess að fjármagna slíka uppbyggingu, sem er óraunhæft og villandi gagnvart íbúum.
H-listinn telur að uppbyggingar síðustu ára og bættir innviðir hafi gert Sveitarfélagið Stykkishólm að eftirsóknarverðara sveitarfélagi, mætt nauðsynlegum þörfum stofnana vegna fjölgunar íbúa, skilað sér í stöðugri fólksfjölgun sem og auknum tekjustofnum sveitarfélagsins og þar með styrkari rekstri sveitarfélagsins sem bætir lífsgæði og þjónustu við íbúa.
Bæjarfulltrúar H-listans vilja að lokum lýsa því yfir að þeir séu stoltir yfir því hvernig til hefur tekist á síðustu árum hjá sveitarfélaginu, þrátt fyrir krefjandi aðstæður, og lýsa ánægju sinni yfir þeim ábyrga rekstri sem endurspeglast í þessari síðustu fjárhagsáætlun kjörtímabilsins. Með fyrirliggjandi áætlun og áætlunum síðustu ára teljum við okkur vera að vinna að því þjónustustigi sem við höfum stefnt að fyrir íbúa bæjarins, en H-listinn leggur áherslu á að draga ekki úr mikilvægri grunnþjónustu, standa vörð um fjölskyldur og fyrirtæki, sækja af ábyrgð fram með mikilvægum fjárfestingum innviða á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka á tímabilinu.
Bæjarfulltrúar H-listans vísa að öðru leyti til fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, greinargerðar bæjarstjóra með henni og samantektar fjárfestingaráætlunar 2026-2029.
Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Ungmennaráð - 9. fundur - 11.12.2025
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun sveitafélagsins Stykkishólms 2026-2029 var lögð fyrir. Farið var yfir helstu liði áætluninar eins og fjárhag íþróttahússins, X-isins og tónlistarskólans.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir framkvæmdir á árinu og tillögur á fjárfestingum við íþróttamannvirki árið 2026.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir framkvæmdir á árinu og tillögur á fjárfestingum við íþróttamannvirki árið 2026.