Fara í efni

Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, metur bæjarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins.

Í ljósi sameiningar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gildissviðs beggja skipulagsáætlana, 2002-2022 í Stykkishólmsbæ og 2012-2024 í Helgafellssveit, leggur bæjarstjóri til við skipulagsnefnd að nefndin leggi til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Skipulagsnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjóra og leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022

Lagt er fram til kynningar umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins í upphafi árs 2023.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags frá Skipulagsstofnun. Einnig er lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar vegna málsins frá 1. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Þá er lögð fram umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi áform um endurskoðun aðalskipulags með fyrirvara um kostnaðarþáttöku úr Skipulagssjóði á árinu 2023.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lögð fram fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags frá Skipulagsstofnun. Einnig er lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar vegna málsins frá 1. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Þá er lögð fram umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins á árinu 2023.

Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, tillögu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi áform um endurskoðun aðalskipulags með fyrirvara um kostnaðarþáttöku úr Skipulagssjóði á árinu 2023. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,JBJ,SIM,HG og RMR

Tillaga
Bæjarfulltrúar Í listans að verkið verði boðið út.
Í lIstinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Samþykkt að vísa tillögu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Kristín skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.
Skipulagsfulltrúa til að ræða nálgun á áframhaldi vinnu hvað varðar val á ráðgjafa í tengslum við aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að útfærslu í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi bæjarráðs.
Kristín vék af fundi.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi kom inn á fundinn.
Á 15. fundi sínum fól bæjarráð skipulagsfulltrúa að vinna áfram að útfærslu á aðalskipulagsvinnu, þ. á m. hvað varðar ráðgjafa, og kynna fyrir bæjarráði.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að útfæra næstu skref í samræmi við umræðuna á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, vék af fundi.

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Lögð fram tillaga Alta að nálgun við gerð nýs aðalskipulags ásamt tilboði í verkið.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að semja við ráðgjafa á grundvelli fyrirliggjandi gagna í samræmi við umræður á fundinum sem miðuðu aðallega að því að afmarka nánar verkefnið, með fyrirvara um samþykki fyrir verkefninu í næsta viðauka og staðfestingu Skipulagsstofnunar á kostnaðarþátttöku.

Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024

Lagt er til að skipaður verði þriggja manna starfshópur um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir rammasamning og viðaukasamning við Alta vegna fyrsta áfanga endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Stykkishólms og felur bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar skipun í starfshóp til bæjarstjórnar.

Skipulagsnefnd - 30. fundur - 11.06.2025

Til kynningar uppfærður viðaukasamningur mill Alta og Sveitarfélagsins Stykkishólmur og áform um að byrja vinnu.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins og málefnið tekið til umræðu í skipulagsnefnd varðandi áherslur aðalskipulagsins.

Bæjarráð - 34. fundur - 24.06.2025

Lagður fram uppfærður viðaukasamningur mill Alta og Sveitarfélagsins Stykkishólmur og áform um að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags.



Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins á 30. fundi skipulagsnefndar þar sem málefnið tekið til umræðu.
Bæjarráð staðfestir viðaukasamning um 1. áfanga endurskoðunar aðalskipulags Stykkishólms.

Bæjarráð - 37. fundur - 22.10.2025

Matthildur og Kristín frá Alta mættu á fundinn auk Hilmars Hallvarðssonar formanns skipulagsnefndar og Þuríður Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins.
Lagður fram viðaukasamningur við rammasamning Sveitarfélagsins Stykkishólms og Alta ehf. vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Fulltrúar Alta mæta á fundinn til að fara yfir efni samningsins, kynna framvindu og fyrirliggjandi vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.



Jafnframt er lagt til að settur verði á fót starfshópur í tengslum við aðalskipulagsvinnuna, sem hafi það hlutverk að fylgjast með framvindu verkefnisins og vera til samráðs við skipulagsráðgjafa og stjórnkerfi sveitarfélagsins.
Bæjarráð Stykkishólms leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem haldi utan um vinnu við endurskoðun og gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, í nánu samráði við bæjarstjórn og skipulagsnefnd.

Bæjarráð leggur til að í starfshópnum verði skipaðir einn bæjarfulltrúi frá hvorum lista í bæjarstjórn sveitarfélagsins, ásamt formanni skipulagsnefndar.

Bæjarráð vísar endanlegri skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Gestirnir véku af fundi

Bæjarstjórn - 41. fundur - 30.10.2025

Lagður fram viðaukasamningur við rammasamning Sveitarfélagsins Stykkishólms og Alta ehf. vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Fulltrúar Alta mættu á 37. fund bæjarráðs til að fara yfir efni samningsins, kynna framvindu og fyrirliggjandi vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.



Bæjarráð Stykkishólms lagði til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem haldi utan um vinnu við endurskoðun og gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, í nánu samráði við bæjarstjórn og skipulagsnefnd.



Bæjarráð lagði til að í starfshópnum verði skipaðir einn bæjarfulltrúi frá hvorum lista í bæjarstjórn sveitarfélagsins, ásamt formanni skipulagsnefndar.



Bæjarráð vísaði endanlegri skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Hrafnhildi Hallvarðsdóttur(H-lista), Ragnar Már Ragnarsson (Í-lista) og Hilmar Hallvarðsson, formann skipulagsnefndar í starfshóp sem haldi utan um vinnu við endurskoðun og gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 01.12.2025

Kristborg Þráinsdóttir mætir á fund í gegnum fjarfundarbúnað.
Aðalskipulagsvinna til kynningar. Fulltrúi frá ráðgjafafyrirtækinu Alta mætir á fund og kynnir verkefnið.
Skipulagsnefnd þakkar Kristborgu fyrir kynninguna.
Kristborg Þráinsdóttir fer af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?