Fara í efni

Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, metur bæjarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins.

Í ljósi sameiningar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gildissviðs beggja skipulagsáætlana, 2002-2022 í Stykkishólmsbæ og 2012-2024 í Helgafellssveit, leggur bæjarstjóri til við skipulagsnefnd að nefndin leggi til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Skipulagsnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjóra og leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022

Lagt er fram til kynningar umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins í upphafi árs 2023.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags frá Skipulagsstofnun. Einnig er lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar vegna málsins frá 1. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Þá er lögð fram umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi áform um endurskoðun aðalskipulags með fyrirvara um kostnaðarþáttöku úr Skipulagssjóði á árinu 2023.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lögð fram fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags frá Skipulagsstofnun. Einnig er lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar vegna málsins frá 1. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Þá er lögð fram umsókn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til Skipulagsstofnunar um að hefja endurskoðun á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í eitt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags.

Stefnt er að því að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins á árinu 2023.

Bæjarráð samþykkti, á 5. fundi sínum, tillögu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi áform um endurskoðun aðalskipulags með fyrirvara um kostnaðarþáttöku úr Skipulagssjóði á árinu 2023. Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,JBJ,SIM,HG og RMR

Tillaga
Bæjarfulltrúar Í listans að verkið verði boðið út.
Í lIstinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Samþykkt að vísa tillögu til bæjarráðs.

Getum við bætt efni síðunnar?