Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV ásamt fulltrúa markaðsstofu Vesturlands
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV ásamt fulltrúa markaðsstofu Vesturlands

Atvinnuráðgjafi, menningarfulltrúi og fulltrúi Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands verða með viðveru í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 1. nóvember, kl. 13-16 þar sem boðið verður upp á opna viðtalstíma.
01.11.2022
Úrskurðarnefnd ógildir byggingarleyfi við Nesveg 22a (þangvinnslu) – Óvissa með uppbyggingu á Hamrae…
Fréttir

Úrskurðarnefnd ógildir byggingarleyfi við Nesveg 22a (þangvinnslu) – Óvissa með uppbyggingu á Hamraendum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi byggingarleyfi fyrir Nesveg 22a, sem veitt var 14. október síðastliðinn. Nefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu. Felur niðurstaða úrskurðarnefndar jafnframt í sér ákveðna óvissu með fyrirhugaða uppbyggingu á nýúthlutuðum atvinnulóðum á Hamraendum þar sem orðalag aðalskipulagsins á jafnframt við um það svæði og málsmeðferð sveitarfélagsins vegna þeirra áforma byggði einnig á 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga líkt og gert var í máli Asco Harvester ehf. Deiliskipulag á svæðinu er hins vegar í vinnslu og skipulagslýsing verður auglýst á næstu dögum. Sveitarfélagið mun funda með lóðarhöfum á Hamraendum á næstu dögum vegna málsins.
28.10.2022
5. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

5. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Fimmti fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 27. október kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
25.10.2022
Leitað eftir fólki í sjúkraflutninga.
Fréttir Laus störf

Laus staða sjúkraflutningamanns í Stykkishólmi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Stykkishólmi óskar eftir að ráða sjúkraflutningamenn á bakvaktir og til útkalla. Viðkomandi þarf ekki að hafa lokið formlegu námi í sjúkraflutningum en þarf að hafa áhuga og vilja til að sinna því námi meðfram stafinu.
21.10.2022
Samráðsfundur verður miðvikudaginn 26. október kl. 15:00
Fréttir

Íbúum Vesturlands boðið til samráðs um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál

Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Vesturlands verður haldinn miðvikudaginn 26. október kl. 15-17.
19.10.2022
Aðalgata 16
Fréttir

Lóðin Aðalgata 16 laus til úthlutunar

Lóðin Aðalgata 16 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 29. október 2022.
19.10.2022
Tveir Hólmarar í lausagöngu fjarri íbúabyggð.
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi með nýju sniði

Hin árlega hundahreinsun fer fram með nýju sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama daginn líkt og undanfarin ár mun Dýralæknamiðstöð Vesturlands hafa samband við eigendur skráðra hunda og bjóða þeim að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar yrði þá boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þess þarf. Þeim sem ekki hugnast þetta yrði þá boðið að koma einungis fyrir ormalyfjagjöfina.
19.10.2022
Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð Vesturlands. Úthlutað verður í janúar 2023. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.
19.10.2022
X-ið býður bæjarbúum í heimsókn
Fréttir

X-ið býður bæjarbúum í heimsókn

Í tilefni af félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikunni, 17.-23. október 2022, opnar félagsmiðstöðin X-ið dyr sínar fyrir bæjarbúum. Opið hús verður í X-inu fyrir foreldra og bæjarbúa sem hér segir
18.10.2022
Áætlað er að 20 störf skapist við öflun- og fullvinnslu á  sjávarþörungum.
Fréttir

Uppbygging fullvinnslu sjávarþörunga á hafnarsvæði Skipavíkur

Í febrúar á þessu ári sendi fyrirtækið Asco Harvester ehf. bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar lóðarumsókn vegna lóðarinnar við Nesveg 22a ásamt ítarlegri greinargerð um áform fyrirtækisins og ósk um samstarf um græna atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi byggða á sjálfbærri öflun og vinnslu sjávarþörunga úr Breiðafirði og fullvinnslu afurða. Með erindinu fylgdu teikningar af fyrirhuguðu húsnæði á lóðinni. Fyrirtækið áætlar að þegar starfsemin verði komin á fullt skapist 20 störf við öflun- og fullvinnslu sjávarþörunga. Var umsókn Asco Harvester ehf. samþykkt samhljóða í bæjarráði og bæjarstjórn í febrúar og hefur verið unnið að málinu í samræmi við þá stefnumörkun. Vegna umræðu um formlega úthlutun lóðarinnar staðfesti bæjarstjórn á fundi sínum í september, til að taka af allan vafa, að úthlutun lóðar hafi farið fram í febrúar 2022 og bæjarstjóra hafi verið falið að semja við félagið um sérstæka málsmeðferð, skilyrði eða annað í tengslum við lóðarúthlutunina og þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir gilda um lóðarúthlutunina almennar reglur sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir. Sökum þess að ekki lá fyrir deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið, líkt og önnur atvinnu- og hafnarsvæði í Stykkishólmi að Reitarvegi undanskyldum, var frá fyrstu stigum málsins horft til þess að ganga lengra en venjubundið er í kynningarferli þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og kynna íbúum málið sérstaklega.
17.10.2022
Getum við bætt efni síðunnar?