Fréttir
Heilsudagar í Hólminum framundan
Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu hefur verið sett saman stútfull dagskrá af íþrótta- og heilsutengdum viðburðum í Stykkishólmi dagana 23. - 30. september 2022. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Íbúar hvattir til að taka þátt og finna sína hreyfingu til framtíðar.
22.09.2022