Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Súgandiseyjarviti baðar sig í Norðurljósum.
Fréttir Lífið í bænum

Norðurljósin - Menningarhátíð í Stykkishólmi næstu helgi

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í sjötta sinn í Stykkishólmi dagana 20. - 23. október 2022. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg í ár og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hólmarar eru hvattir til að og nota tækifærið og bjóða gestum heim til að njóta góðra stunda í Stykkishólmi.
17.10.2022
Leikskólinn í Stykkishólmi, fyrir stækkun.
Fréttir Laus störf

Lausar stöður við Leikskólann í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar eftirfarandi tvær 100% stöður leikskólakennara aðra frá 1. nóvember 2022 hina frá 1. janúar 2023. Allar nánari upplýsingar gefa Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is og í síma 4338128 og 8664535.
06.10.2022
Ásbyrgi í Stykkishólmi.
Fréttir Laus störf

Laust starf í Ásbyrgi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf í Ásbyrgi, vinnu- og hæfingarstöð fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sólrún Ösp Jóhannsdóttir, forstöðumaður í síma 430 7810, 891 8297 eða á netfangi solrunosp91@gmail.com.
06.10.2022
Laufásvegur 19
Fréttir

Lóðin Laufásvegur 19 laus til úthlutunar

Lóðin Laufásvegur 19 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk.
05.10.2022
Lausir hundar á Kerlingarfjalli, fjarri íbúabyggð.
Fréttir

Vegna umræðu um hundahald

Í ljósi umræðu um hundahald í Stykkishólmi er vakin athygli á því að samkvæmt samþykkt um hundahald í Stykkishólmsbæ er hundahald í bænum óheimilt nema að fengnu leyfi og bundið þeim skilyrðum sem nánar eru tilgreind í samþykktinni.
04.10.2022
Grettir Sterki við höfn í Stykkishólmi.
Fréttir

Dráttarskipið Grettir Sterki í Stykkishólmi

Í gær var sagt frá því á vef Stykkishólmsbæjar að dráttarskipið Grettir Sterki væri á leið til Stykkishólms. Skipið er nú komið á leiðarenda og liggur við Stykkishólmshöfn. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur ítrekað lagt þunga áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Að öðrum kosti hefur bæjarstjórn lagt til að dráttarbátur verði staðsettur í Stykkishólmshöfn til að tryggja betur öryggi sjófarenda á Breiðafirði.
04.10.2022
Dansýning kl. 12.30 í dag, 4. okt.
Fréttir

Danssýning Grunnskólans í Stykkishómi

Danssýning Grunnskólans í Stykkishólmi fer fram í íþróttamiðstöðinni kl. 12.30 í dag, þriðjudaginn 4. október. Sýningin er opin öllum. Undanfarin misseri hefur dansskóli Jóns Péturs og Köru sinnt danskennslu við grunnskólann og leikskólann í Stykkishólmi. Danssýningin er á mörgum heimilum mikið tilhlökkunarefni, en hún er einskonar uppskeruhátíð danskennslunar og markar jafnframt lok hennar þetta árið.
04.10.2022
Grettir Sterki verður til taks ef á þarf að halda.
Fréttir

Grettir Sterki á leið í Stykkishólm

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur ítrekað lagt þunga áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Að öðrum kosti hefur bæjarstjórn lagt til að dráttarbátur verði staðsettur í Stykkishólmshöfn til að tryggja betur öryggi sjófarenda á Breiðafirði.
03.10.2022
St. franciskusspítali myndaður frá Dauðsmannsvík
Fréttir

Bólusett gegn inflúensu á Heilsugæslunni í Stykkishólmi

Bólusett verður gegn inflúensu á Heilsugæslunni í Stykkishólmi dagana 3.- 4. október og 10.- 11. október kl. 12:30 - 14:00. Ekki þarf að panta tíma fyrir bólusetninguna. Þá býður Heilsugæslan fyrirtækjum einnig að hafa samband og fá hjúkrunarfræðing á sinn vinnustað til að bólusetja starfsfólk.
29.09.2022
Málþingið
Fréttir

Málþing í Vatnasafni 1. október

Málþing á vegum Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar í samstarfi við heimamenn og menningar- og viðskiptaráðuneytið verður haldið laugardaginn 1. október í Vatnasafninu Stykkishólmi, Bókhlöðustíg 19 kl. 13:30 - 16:00. Málþingið ber yfirskriftina Verkþekking við sjávarsíðuna - arfur til auðs. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
27.09.2022
Getum við bætt efni síðunnar?