Fréttir
Sameiningartillaga samþykkt með afgerandi hætti
Íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ samþykktu sameiningartillöguna með afgerandi hætti laugardaginn 26. mars. Tæplega 92% íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og tæplega 79% íbúa í Helgafellssveit. Úrslit kosninga voru birt á vefsíðu verkefnisins strax að lokinni talningu. Þar má einnig sjá tölfræðilegar upplýsingar um kosninguna.
28.03.2022