Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Skautasvell og gönguskíðabraut í Stykkishólmi
Fréttir

Skautasvell og gönguskíðabraut í Stykkishólmi

Síðastliðinn laugardag, þann 12. febrúar, gerðu þau Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar, og Sigga Lóa sér lítið fyrir og sópuðu snjó af svellinu við flugstöðina í Stykkishólmi. Fjöldinn allur af Hólmurum nýtti tækifærið og dustaði rykið af skautunum í kjölfarið.
16.02.2022
Heimsóknartakmarkanir á legudeild HVE og Dvalarheimilinu í Stykkishólmi
Fréttir

Heimsóknartakmarkanir á legudeild HVE og Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

Starfsfólk legudeildar HVE í Stykkishólmi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að heimsóknir á deildina takmarkis nú við nánustu aðstandendur og sjúklingar geti aðeins tekið á móti einu gesti í einu. Áhersla er lögð á að gestir beri grímu og gæti vel að persónubundnum sóttvörnum á meðan heimsókn stendur, ekki er ráðlagt að einstaklingar undir 16 ára heimsæki deildina.
14.02.2022
Árnasetur býður frumkvöðlum frítt húsnæði
Fréttir

Árnasetur býður frumkvöðlum frítt húsnæði

Stjórn Suðureyja ehf. hefur ákveðið að nota styrk sem félagið fékk frá Sóknaráætlun Vesturlands til að greiða húsaleigu fyrir frumkvöðla sem eru að hefja eigin rekstur. Hverjum og einum býðst frí aðstaða í Árnasetri í Stykkishólmi í allt að sex mánuði.
09.02.2022
Staða hafnarvarðar/hafnsögumanns við Stykkishólmshöfn laus til umsóknar
Fréttir

Staða hafnarvarðar/hafnsögumanns við Stykkishólmshöfn laus til umsóknar

Starfið felur í sér hafnsögu skipa um hafnarsvæðið, almenna starfssemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Hafnarvörður/hafsögumaður vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun ásamt skráningu og skýrslugerðum sem við kemur allri umferð um hafnarsvæðið og hafsögu. Gerir reikninga og sendir út til viðskiptavina. Sinnir viðhaldi og framkvæmdum á hafnarbökkum og hafnamannvirkjum eftir þörfum.
07.02.2022
Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt
Fréttir

Appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt

Appelsínugul viðvörun við Breiðafjörð tekur gildi kl. 05:00 í nótt, aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar, og gildir til 09:00. Gert er ráð fyrir suðaustan 20-28 m/s með snjókomu og skafrenningi. Íbúum er bent á að huga vel að lausamunum og bátaeigendum bent á að tryggja að bátar þeirra séu tryggilega bundnir við bryggju.
06.02.2022
Kosið um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar 26. mars 2022
Fréttir

Kosið um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar 26. mars 2022

Samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar lagði álit sitt og helstu forsendur til tveggja umræðna í sveitarstjórnum lögum samkvæmt og hafa þær umræður farið fram. Það er álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu þeirra í eitt. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og sveitastjórn Helgafellssveitar hafa nú samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram laugardaginn 26. mars nk. í báðum sveitarfélögum.
03.02.2022
Viðveru atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi frestað
Fréttir

Viðveru atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi frestað

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV sem hugðust vera í Ráðhúsinu í Stykkishólmi nk. þriðjudag hafa frestað komu sinni en stefna á viðveru í Ráðhúsinu mánudaginn 21. febrúar frá kl. 13 - 15.
03.02.2022
Lífshlaupið hefst 2. febrúar
Fréttir

Lífshlaupið hefst 2. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
31.01.2022
Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Stykkishólmsbæ 2022
Fréttir

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Stykkishólmsbæ 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2022 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is
28.01.2022
Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi
Fréttir

Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær óskar eftir karlkyns starfsmanni til starfa í íþróttamiðstöð Stykkishólmsbæjar frá og með 1. mars nk. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Allar nánari upplýsingar veitir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar. Umsóknum skal skilað fyrir 3. febrúar.
20.01.2022
Getum við bætt efni síðunnar?