Fréttir
Skautasvell og gönguskíðabraut í Stykkishólmi
Síðastliðinn laugardag, þann 12. febrúar, gerðu þau Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar, og Sigga Lóa sér lítið fyrir og sópuðu snjó af svellinu við flugstöðina í Stykkishólmi. Fjöldinn allur af Hólmurum nýtti tækifærið og dustaði rykið af skautunum í kjölfarið.
16.02.2022