Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stykkishólmsbær hvetur til þess að húsnæði í Stykkishólmi sé lánað fyrir flóttafólk
Fréttir

Stykkishólmsbær hvetur til þess að húsnæði í Stykkishólmi sé lánað fyrir flóttafólk

Stykkishólmsbær hvetur þá sem eru með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði á svæðinu til þess að leggja til húsnæði til að taka við flóttafólki frá Úkarínu. Stykkishólmsbær hvetur sérstaklega stéttarfélög að bjóða fram húsnæði í þeirra eigu.
09.03.2022
Auglýsing - Breyting á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Fréttir

Auglýsing - Breyting á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 25. janúar 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022. Tillagan var auglýst frá 12. nóvember til 30. desember 2021. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Aðalskipulagsbreytinguna má finna á heimasíðu Stykkishólms. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
07.03.2022
Auglýsing - Samþykkt deiliskipulag fyrir Súgandisey í Stykkishólmsbæ
Fréttir

Auglýsing - Samþykkt deiliskipulag fyrir Súgandisey í Stykkishólmsbæ

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti þann 24. febrúar, 2022 tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey í Stykkishólmi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. desember til og með 4. febrúar 2022. Athugasemdir sem bárust gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún nú verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
07.03.2022
Ungmennaþing Vesturlands haldið dagana 12.-13. mars
Fréttir

Ungmennaþing Vesturlands haldið dagana 12.-13. mars

Dagana 12. ? 13. mars 2022 fer fram ungmennaþing Vesturlands á Lýsuhóli. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vesturlandi, ungmennaráðs Vesturlands og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
04.03.2022
Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík
Fréttir

Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar störf í nýjum þjónustuíbúðakjarna fatlaðra í Ólafsvík. Meginverkefni er stuðningur- og hæfing íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi.
04.03.2022
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi nk. mánudag, 7. mars. Áhugasömum er bent á að nýta sér þjónustu þeirra.
04.03.2022
Öskudagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Öskudagurinn í Stykkishólmi

Upp er runninn Öskudagur, sem jafnan er mikið tilhlökkunarefni barna víðsvegar um landið. Dagurinn verður með hefðbundnu sniði í Stykkishólmi. Skertur skóladagur er í grunnskólanum og voru börn hvött til að mæta í búningum eða með andlitsmálningu í skólann.
02.03.2022
Ráðningar í leikskólanum
Fréttir

Ráðningar í leikskólanum

Í dag hófu störf í leikskólanum Beata Kowalska, Bryndís Jónasdóttir og Sara Rún Guðbjörnsdóttir. Við bjóðum þær velkomnar til starfa. Sveinbjörg Zophoníasdóttir er komin í veikindaleyfi og á næstunni verður opnaður nýr og stærri Bakki auk þess sem aðrar hreyfingar verða á kennurum leikskólans.
01.03.2022
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
25.02.2022
Fjölgun smita hefur áhrif á skólastarf
Fréttir

Fjölgun smita hefur áhrif á skólastarf

Í gær, mánudaginn 21. febrúar, voru rétt tæplega 60 manns í einangrun í Stykkishólmi. Staðan hefur haft áhrif á starf leik- og grunnskóla en 18 starfsmenn eru frá vinnu í leikskólanum í dag vegna smita. Stjórnendur leikskóla biðla til foreldra og forráðamanna að fylgjast vel með tilkynningum, jafnframt eru þau sem geta beðin um að halda börnum heima til að létta undir.
22.02.2022
Getum við bætt efni síðunnar?