Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Keppt verður í ringó á landsmóti 50+ í Stykkishólmi í sumar.
Fréttir Lífið í bænum

Undirbúningur fyrir landsmót 50+

Í vikunni fékk hópur í Heilsueflingu 60+ kynningu á ringó sem verður keppnisgrein á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hólminum, dagana 23.-25. júní 2023. Ringó svipar nokkuð til blaks en í stað bolta eru notaðir tveir gúmmíhringir, sem liðin kasta yfir net og reyna að koma í gólf hjá andstæðingnum
20.01.2023
Stykkishólmur
Fréttir Laus störf

Laus staða byggingarfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði á Snæfellsnesi

Sameiginlegt umhverfis- og skipulagssvið Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps leitar að kraftmiklum byggingarfulltrúa til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í sveitarfélögunum þremur.
18.01.2023
Nýárstónleikar Karlakórsins Kára
Fréttir Lífið í bænum

Nýárstónleikar Karlakórsins Kára

Karlakórinn Kári ætlar að fagna nýju ári með hátíðartónleikum þar sem á efnisskránni verða þjóðleg lög sem tilheyra áramótunum ásamt skemmtilegum slögurum. Kórinn kom fram í Grundarfjarðarkirkju og Ólafsvíkurkirkju síðastliðinn sunnudag en endar nú tónleikaröðina í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 20:00. Aðgangseyrir eru 4000 kr., enginn posi á staðnum.
17.01.2023
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Fréttir

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista- og menningarsjóðs kom saman til fundar þriðjudaginn 10. janúar sl. í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 1. janúar í samræmi við reglur sjóðsins.
13.01.2023
Setrið/kálfurinn
Fréttir Aðsendar greinar

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra og aðstandenda

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra verður haldinn í húsnæði aftanskins, Setrinu/Kálfinum, Skólastíg 11, hér í Stykkishólmi, kl. 17:00, miðvikudaginn 11. janúar.
10.01.2023
Mynd frá þorrablóti í íþróttahúsinu 2020
Fréttir Aðsendar greinar

Þorrablót Hólmara og Helgfellinga 4. febrúar í íþróttahúsinu Stykkishólmi

Loksins getum við blótað þorrann saman aftur! Þorrablótsnefndin, í samstarfi við Fosshótel, Snæfell og Stykkishólmsbæ mun halda þorrablótið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 4. febrúar nk.
10.01.2023
Laus staða í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Laus staða í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu í afleysingar í 6 mánuði, viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð íslensku kunnátta er skilyrði, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
09.01.2023
Gönguskíða- og skautagarpar athugið
Fréttir

Gönguskíða- og skautagarpar athugið

Búið er að riðja gönguskíðabraut á íþróttavellinum og eru gönguskíðagarpar hvattir til að nýta sér það. Til stendur að riðja fljótlega aðra braut á golfvellinum líkt og gert var í fyrra. Það var Kristján Auðunsson sem ruddi brautina með þar til gerðum búnaði og eru honum færðar þakkir fyrir. Þá má einnig þakka Heimi Stellu fyrir að blása af skautasvellinu við flugvöllin sem er nú klárt. Því er um að gera að skerpa skautana og drífa sig á svellið.
06.01.2023
Brenna í Stykkishólmi.
Fréttir

Þrettándabrenna föstudaginn 6. janúar

Á þrettándanum kveðjum við jólahátíðina, síðasti jólasveinninn heldur til fjalla og spyrst þá ekkert til þeirra bræðra fyrr en um næstu jól. Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið föstudaginn 6. janúar. Útlit er fyrir rólega og hagstæða vindátt en verði breyting þar á sem setur stirk í reikninginn verður tilkynnt um það á vefsíðu sveitarfélagsins. Þrettándagleðin hefst kl. 17.30 við golfskálann.
05.01.2023
Einar Marteinn við störf hjá Gámafélaginu
Fréttir

Sorphirðudagatal og flokkunarleiðbeiningar

Sorphirðudagatal fyrir árið 2023 er komið út og má nálgast það hér að neðan. Einnig eru komnar uppfærðar flokkunarleiðbeiningar í takt við nýja flokkunarkerfið sem innleitt verður um allt land á þessu ári. En eins og íbúum er kunnugt um tók sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fjórðu tunnuna í notkun 21. desember sl.
05.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?