Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík
Fréttir

Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar störf í nýjum þjónustuíbúðakjarna fatlaðra í Ólafsvík. Meginverkefni er stuðningur- og hæfing íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi.
04.03.2022
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi nk. mánudag, 7. mars. Áhugasömum er bent á að nýta sér þjónustu þeirra.
04.03.2022
Öskudagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Öskudagurinn í Stykkishólmi

Upp er runninn Öskudagur, sem jafnan er mikið tilhlökkunarefni barna víðsvegar um landið. Dagurinn verður með hefðbundnu sniði í Stykkishólmi. Skertur skóladagur er í grunnskólanum og voru börn hvött til að mæta í búningum eða með andlitsmálningu í skólann.
02.03.2022
Ráðningar í leikskólanum
Fréttir

Ráðningar í leikskólanum

Í dag hófu störf í leikskólanum Beata Kowalska, Bryndís Jónasdóttir og Sara Rún Guðbjörnsdóttir. Við bjóðum þær velkomnar til starfa. Sveinbjörg Zophoníasdóttir er komin í veikindaleyfi og á næstunni verður opnaður nýr og stærri Bakki auk þess sem aðrar hreyfingar verða á kennurum leikskólans.
01.03.2022
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
25.02.2022
Fjölgun smita hefur áhrif á skólastarf
Fréttir

Fjölgun smita hefur áhrif á skólastarf

Í gær, mánudaginn 21. febrúar, voru rétt tæplega 60 manns í einangrun í Stykkishólmi. Staðan hefur haft áhrif á starf leik- og grunnskóla en 18 starfsmenn eru frá vinnu í leikskólanum í dag vegna smita. Stjórnendur leikskóla biðla til foreldra og forráðamanna að fylgjast vel með tilkynningum, jafnframt eru þau sem geta beðin um að halda börnum heima til að létta undir.
22.02.2022
Skautasvell og gönguskíðabraut í Stykkishólmi
Fréttir

Skautasvell og gönguskíðabraut í Stykkishólmi

Síðastliðinn laugardag, þann 12. febrúar, gerðu þau Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar, og Sigga Lóa sér lítið fyrir og sópuðu snjó af svellinu við flugstöðina í Stykkishólmi. Fjöldinn allur af Hólmurum nýtti tækifærið og dustaði rykið af skautunum í kjölfarið.
16.02.2022
Heimsóknartakmarkanir á legudeild HVE og Dvalarheimilinu í Stykkishólmi
Fréttir

Heimsóknartakmarkanir á legudeild HVE og Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

Starfsfólk legudeildar HVE í Stykkishólmi hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að heimsóknir á deildina takmarkis nú við nánustu aðstandendur og sjúklingar geti aðeins tekið á móti einu gesti í einu. Áhersla er lögð á að gestir beri grímu og gæti vel að persónubundnum sóttvörnum á meðan heimsókn stendur, ekki er ráðlagt að einstaklingar undir 16 ára heimsæki deildina.
14.02.2022
Árnasetur býður frumkvöðlum frítt húsnæði
Fréttir

Árnasetur býður frumkvöðlum frítt húsnæði

Stjórn Suðureyja ehf. hefur ákveðið að nota styrk sem félagið fékk frá Sóknaráætlun Vesturlands til að greiða húsaleigu fyrir frumkvöðla sem eru að hefja eigin rekstur. Hverjum og einum býðst frí aðstaða í Árnasetri í Stykkishólmi í allt að sex mánuði.
09.02.2022
Staða hafnarvarðar/hafnsögumanns við Stykkishólmshöfn laus til umsóknar
Fréttir

Staða hafnarvarðar/hafnsögumanns við Stykkishólmshöfn laus til umsóknar

Starfið felur í sér hafnsögu skipa um hafnarsvæðið, almenna starfssemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Hafnarvörður/hafsögumaður vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun ásamt skráningu og skýrslugerðum sem við kemur allri umferð um hafnarsvæðið og hafsögu. Gerir reikninga og sendir út til viðskiptavina. Sinnir viðhaldi og framkvæmdum á hafnarbökkum og hafnamannvirkjum eftir þörfum.
07.02.2022
Getum við bætt efni síðunnar?