Fara í efni

Staða byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1907032

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019

Hvernig er málum háttað með fyrirkomulag skip- og bygginga mála? Við í bæjarstjórn höfum ekki fengið útlistun á þessum málum frá því meirihluti H- lista veitti bæjarstjóra heimild til að fara með þessi mál. Upplýsingarnar sem við höfum er það sem heyrst hefur almennt í bæjarumræðunni.
Bæjarstjóri vísar til dagskrársliðar 20 í fundargerð síðasta fundar bæjarstjórnar (379. fundur bæjarstjórnar frá 26. september sl.) þar sem ítarlega er farið yfir fyrirkomulag í skipulags- og byggingarmálum Stykkishólmsbæjar.

Í fundargerð síðasta bæjarstjórnarfundar kemur meðal annars eftirfarandi fram:
"Breytingar hafa átt sér stað er varða fyrirkomulag skipulags- og byggingarfulltrúa í Stykkishólmi í anda breytts umhverfi skipulags- og byggingarfulltrúa, en það starf hefur tekið talsverðum breytingum undanfarin ár og kröfur nú orðnar slíkar að bregðast þurfi við þessum breyttu aðstæðum. Stefnt er að því að koma á samstarfi skipulags- og byggingarmála á Snæfellsnesi sem eru sífellt að verða veigameiri þáttur í rekstri sveitarfélaga og kallar það m.a. á aukna sérhæfingu og færni starfsmanna. Á meðan fyrirkomulag mögulegs samstarfs er til athugunar hefur Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir verið ráðin til að gegna starfi skipulagsfulltrúa (hlutastarf), Jökull Helgason, hjá Verkís, mun gegna starfi byggingarfulltrúa og Sigurður Grétar Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa (hlutastarf). Hann er með viðveru í Ráðhúsinu fyrir hádegi alla virka daga, en Bjarnfríður eftir hádegi. Sigurður tekur á móti erindum fyrir hönd skipulags- og byggingarfulltrúa og kemur í farveg, með hans aðstoð gefst sérfræðingum betra færi að nýta þá sérfræðiþekkingu sem þau búa yfir. Þá mun Sigurbjartur Loftsson jafnframt vera starfsmönnum innan handar í tilfallandi verkefnum."

Til máls tóku:HH,RMR og JBJ

Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021

Lögð fram drög að samningi um samstarf um embætti skipualags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum, milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar.

Drögin voru m.a. kynnt á fundi með kjörnum fulltrúum allra sveitarfélaganna síðastliðinn mánudag sem tóku jákvætt í framlögð drög. Á fundinum var rætt um tækifæri í samvinnu milli sveitarfélaga sem samstarf sem þetta felur í sér til bættrar þjónustu við íbúa. Um er að ræða þróunarverkefni sem snýst um að mæta kröfum samfélagsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um samstarf um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum, og gangast þar með undir þær skuldbindingar sem í samningnum felast.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um samstarf um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum, og gangast þar með undir þær skuldbindingar sem í samningnum felast.

Bæjarstjórn felur jafnframt bæjarráði umboð til þess að samþykkja minniháttar breytingar á samningnum ef þurfa þykir.

Til máls tóku:HH og LÁH

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lagður fram að nýju samningur milli Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um samstarf um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum. Á 396. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn samninginn og gekkst þar með undir þær skuldbindingar sem í samningnum felast. Þá eru lagðar fram verklagsreglur Stykkishólmsbæjar við ráðningu starfsmanna ræður bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa.

Með samþykki samningsins veitti bæjarstjórn bæjarstjóra umboð til þess að fara með fyrirsvar sveitarfélagsins varðandi framkvæmd samningsins, þ.m.t. ráðningu starfsfólks og senda tilkynningu f.h. sveitarfélagsins til Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um ráðningu skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki breytingar á verklagsreglum Stykkishólmsbæjar við ráðningu starfsmanna til samræmis við samstarfssamning sveitarfélaganna um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Þá er lagt til að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra formlegt umboð í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga um mannvirki og 1. mgr. 7. gr. skipulagslaga til að ráða og tilkynna nýja byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar í samræmi við samninginn.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á verklagsreglum Stykkishólmsbæjar við ráðningu starfsmanna til samræmis við samstarfssamning sveitarfélaganna um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra formlegt umboð í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga um mannvirki og 1. mgr. 7. gr. skipulagslaga til að ráða og tilkynna nýja byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar í samræmi við samninginn.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur sagt upp störfum og hefur störf hjá verkfræðistofu um næstu mánaðarmót. Lagt er til að fela bæjarstjóra að gera verktakasamning í gegnum verkfræðistofu við núverandi byggingarfulltrúa um að sinna áfram lögbundnum störfum byggingarfulltrúa eða eftir atvikum aðra verkfræðistofu, en framvegis í verktakavinnu þar til ráðið verður í stöðu byggingarfulltrúa hjá sameiginlegu sviði umhverfis- og skipulagsmála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um stöðu byggingarfulltrúa.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur sagt upp störfum og hefur störf hjá verkfræðistofu um næstu mánaðarmót. Lagt er til að fela bæjarstjóra að gera verktakasamning í gegnum verkfræðistofu við núverandi byggingarfulltrúa um að sinna áfram lögbundnum störfum byggingarfulltrúa eða eftir atvikum aðra verkfræðistofu, en framvegis í verktakavinnu þar til ráðið verður í stöðu byggingarfulltrúa hjá sameiginlegu sviði umhverfis- og skipulagsmála.

Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 7. fundi sínum, að ganga til samninga um stöðu byggingarfulltrúa.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram skýrsla frá HLH Ráðgjöf, greining á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs hjá þremur sveitarfélögum á Snæfellsnesi og tillögur.
Bæjarráð sér sér ekki fært að samþykkja tillögu um fleiri stöðugildi.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Lagður fram tölvupóstur frá bæjarstjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms þar sem tilkynnt er um fyrirætlanir sveitarfélagsins um að draga sig úr samreksti á embættum skipulags- og byggingarfulltrúa á Snæfellsnesi.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið dragi sig úr samstarfinu til þess að mæta betur vaxandi þörf fyrir þjónustu í sveitarfélaginu, sbr. fyrirliggjandi gögn.
Getum við bætt efni síðunnar?