Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

8. fundur 19. september 2023 kl. 16:30 - 19:30 í Leikskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Arna Sædal Andrésdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Stykkishólms
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Þórný Alda Baldursdóttir fulltrúi foreldrafélags grunnskólans
  • Heimir Eyvindsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla
  • Sigríður Erna Guðmannsdóttir fulltrúi frá Regnbogalandi
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Nýtt erindisbréf skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 1902031Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært erindisbréf skóla- og færðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
Í nýju erindisbréfi kemur inn nýr áheyrnarfulltrúi frá Eyja- og Miklaholtshrepp.

2.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar
Rætt var um betri vinnutíma í leikskólanum. Vinna við fyrirkomulag betri vinnutíma er vel á veg komin hjá sveitarfélaginu.

3.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjaryfirvöld til að senda frá sér tilkynningu þar sem farið er yfir stöðuna mála á mötuneyti fyrir Grunnskólann.

Rætt var um að Félags- og skólaþjónustuna og að enn hafi ekki náðst að ráða sálfræðing sem á að sinna skólunum á Snæfellsnesi. Nauðsynlegt er að finna lausn á málinu sem fyrst.

4.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

5.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var um starfsemi Regnbogalands. Auglýst var eftir starfsmönnum en engar umsóknir bárust. Nauðsynlegt er að ráða inn fleira starfsfólk. Einnig var rætt um nauðsyn betri hljóðeinangrunar í nýja rýminu fyrir Regnbogaland eða möguleikann á að skipta börnunum upp í smærri hópa.

Eins var rætt um að þau börn sem eiga rétt á stuðning í skólanum eiga einnig rétt á honum í frístunda- og tómstundastarfi. Þessu hefur verið ábótavant en þessi málaflokkur liggur hjá Félags- og skólaþjónustunni.

6.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Farið var yfir hvað stóðu upp úr í skýrslunni. Nefndarmenn munu kynna sér sambærilegar skýrslur frá öðrum sveitarfélögum fyrir næsta fund.
Klukkan 18:40 viku af fundi Sigrún Þórsteinsdóttir, Elísabet Lára Björgvinsdóttir, Sigríður Erna Guðmannsdóttir, Arna Sædal Andrésdóttir, Berglind Eva Ólafsdóttir og Þórný Alda Baldursdóttir.

7.Samantekt um samrekstur og stjórnun Tónlistaskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2306040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla sem unnin var af Bjarna Ómari Haraldssyni um samrekstur og stjórnun Tónlistaskóla Stykkishólms.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Niðurstöður skýrslunnar voru ræddar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?