Fara í efni

Snjómokstur í dreifbýli

Málsnúmer 2202010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar I. Magnúsdóttur um að að snjómokstur stíga- og gangstétta í Stykkishólmi verði þjónustuflokkaður og tímasettur í verklagsreglum með sambærilegum hætti og snjómokstur gatna bæjarins, og að í þeirri vinnu verði lögð áhersla á snjómokstur á aðalstígum- og gangstéttum sem tengja hverfi og skólasvæði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar I. Magnúsdóttur um að að snjómokstur stíga- og gangstétta í Stykkishólmi verði þjónustuflokkaður og tímasettur í verklagsreglum með sambærilegum hætti og snjómokstur gatna bæjarins, og að í þeirri vinnu verði lögð áhersla á snjómokstur á aðalstígum- og gangstéttum sem tengja hverfi og skólasvæði.

Bæjarráð samþykkti, á 636. fundi sínum, tillöguna og fól sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjartsjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 3. fundur - 07.09.2022

Lögð fram til kynningar tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að snjómokstursáætlun fyrir götur og gönguleiðir 2022-2023.

Á 636. fundi bæjarráðs 21. febrúar sl. var lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur (dags. 14.02.2022) um að þjónustuflokka og tímasetja snjómokstur gönguleiða í Stykkishólmi með sambærilegum hætti og gert hefur verið fyrir snjómokstur gatna. Í tillögunni var lögð áhersla á mokstur gönguleiða sem tengja íbúðarhverfi og skóla.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.

Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs á 408. fundi sínum þann 24. febrúar 2022.
Skipulagsnefnd lýst vel á framlagða tillögu að snjómokstri og hálkueyðingu fyrir götur og gönguleiðir í þéttbýlinu og vegi í dreifbýlinu og felur Umhverfis- og skipulagssviði að uppfæra skjölin samkvæmt ábendingum nefndarinnar og leggja fram drög að verklagsreglum áður en málið verður lagt fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 20.10.2022

Lögð fram til kynningar tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að snjómokstursáætlun fyrir götur og gönguleiðir 2022-2023.

Á 636. fundi bæjarráðs 21. febrúar sl. var lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur (dags. 14.02.2022) um að þjónustuflokka og tímasetja snjómokstur gönguleiða í Stykkishólmi með sambærilegum hætti og gert hefur verið fyrir snjómokstur gatna. Í tillögunni var lögð áhersla á mokstur gönguleiða sem tengja íbúðarhverfi og skóla.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.

Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs á 408. fundi sínum þann 24. febrúar 2022.

Skipulagsnefnd lýsti, á 3. fundi sínum, ánægju vegna tillögu að snjómokstri og hálkueyðingu fyrir götur og gönguleiðir í þéttbýlinu og vegi í dreifbýlinu. Nefndin fól Umhverfis- og skipulagssviði að uppfæra skjölin samkvæmt ábendingum nefndarinnar og að leggja fram drög að verklagsreglum.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir.
Skipulagsnefnd leggur til að Vatnsás verði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir.

Skipulagsnefnd lagði til, á 4. fundi sínum, að Vatnsás yrði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkti að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.
Bæjarráð vísar verklagsreglum um snjómokstur til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir.

Skipulagsnefnd lagði til, á 4. fundi sínum, að Vatnsás yrði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkti að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir með fyrirvara um umfjöllun í dreifbýlisráði hvað varðar þjónustu í dreifbýli.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir.

Skipulagsnefnd lagði til, á 4. fundi sínum, að Vatnsás yrði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkti að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.

Bæjarráð samþykkti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja snjómokstursáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar ásamt verklagsreglum fyrir götur og gönguleiðir með fyrirvara um umfjöllun í dreifbýlisráði hvað varðar þjónustu í dreifbýli.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lögðar fram verklagsreglur um snjómokstur í sveitarfélaginu, en það liggur fyrir bæjarráði að ákveða og útfæra nánar þjónustu á snjómokstri í dreifbýli.
Bæjarráð samþykkir að viðhafa sama fyrirkomulag varðandi snjómokstur í dreifbýli og var í Helgafellsveit fyrir sameiningu þar til annað hefur verið ákveðið.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Lagðar fram verklagsreglur um snjómokstur í sveitarfélaginu, en á 7. fundi bæjarráðs var fjallað um útfærslu á þjónustu á snjómokstri í dreifbýli.

Bæjarráð samþykkti á 7. fundi sínum, að viðhafa sama fyrirkomulag varðandi snjómokstur í dreifbýli og var í Helgafellsveit fyrir sameiningu þar til annað hefur verið ákveðið.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs, enda verður málið tekið til umfjöllunar í drefibýlisráði eftir að það er stofnað.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku:HH,KH,EF og JBSJ

Bókun.

Tillaga
Tillaga okkar er að þessu máli verði vísað til dreifbýlisráðs, og með því langar okkur að ýta á að dreifbýlisráð verði sett á laggirnar.

Greinargerð
Snjómoksturinn í Helgafellssveit var ábótavanur fyrir sameiningu, bæði að hálfu vegagerðarinnar og sveitafélagsins, og ein af gulrótunum fyrir sameiningu var stefna um betri samgöngur. Okkur finnst því ekki við hæfi að stefna okkar hér verði að halda áfram með snjómoksturinn í sveitinni eins og áður var gert.
Við vitnum í eina af tillögum sameiningarnefdarinnar: „Reglur um snjómokstur í dreifbýli verði endurskoðaðar og útfærðar í samráði við dreifbýlisráð.“ En dreifbýlisráð hefur enn ekki verið stofnað.

Undir þetta rita
íbúalisinn
Kristján Hildibrandsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Erla Friðriksdóttir

Tillaga felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023

Lagt fram bréf frá húseigendum í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Lagt fram bréf frá húseigendum í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu. Bæjarráð vísaði málinu á 14. fundi sínum til næsta fundar. Einnig er lagt fram bréf sem ritað er undir f.h. lóðarhafa í Arnarborg, dags.12. október 2023.
Bæjarráð tekur fram að með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar skapaðist þörf til að rýna og skoða þjónustustig í víðum skilningi í hinu sameinaða sveitarfélagi með tilliti til jafnræðis. Í þessu sambandi bendir bæjarráð m.a. á að sami fasteignaskattur er lagður á sumarhús í Arnarborgum og á önnur sumarhús í sveitarfélaginu, en snjómokstur er fjármagnaður með skatttekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð bendir jafnframt á að hefðbundin þjónusta í snjómokstri er skilgreind í reglum um snjómokstur í sveitarfélaginu hverju sinni og getur sú þjónusta tekið breytingum í samræmi áherslur hverju sinni.

Á grundvelli framangreinds sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023

Lagt fram bréf frá húseigendum í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu. Bæjarráð vísaði málinu á 14. fundi sínum til næsta fundar. Einnig er lagt fram bréf sem ritað er undir f.h. lóðarhafa í Arnarborg, dags.12. október 2023.Bæjarráð tók á 15. fundi sínum fram að með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hafi skapast þörf til að rýna og skoða þjónustustig í víðum skilningi í hinu sameinaða sveitarfélagi með tilliti til jafnræðis. Í þessu sambandi benti bæjarráð m.a. á að sami fasteignaskattur er lagður á sumarhús í Arnarborgum og á önnur sumarhús í sveitarfélaginu, en snjómokstur er fjármagnaður með skatttekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð benti jafnframt á að hefðbundin þjónusta í snjómokstri er skilgreind í reglum um snjómokstur í sveitarfélaginu hverju sinni og getur sú þjónusta tekið breytingum í samræmi áherslur hverju sinni.Á grundvelli framangreinds sá bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Ívar Pálsson, lögmaður, kom inn á fundinn.
Lagt fram bréf frá félagi lóðarhafa í Arnarborg varðandi snjómokstur á svæðinu.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að endurskoðunar á fyrri ákvörðun, vísar til afgreiðslu 9. fundar bæjarstjórnar um forgansröðunar við snjómokstur og felur bæjarstjóra og Ívari Pálssyni, lögmanni, að svara erindinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra hins vegar jafnframt að ræða við fulltrúa félagsins og reyna að ná sanngjarnri niðurstöðu.
Ívar Pálsson, lögmaður, víkur af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?