Fara í efni

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

4. fundur 20. október 2022 kl. 16:15 - 19:35 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Borin var upp tillaga um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins
með afbrigðum:

2210017 - Erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 14 á dagskrá fundarins.

1.Skóla- og fræðslunefnd - 2

Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer

Lögð fram 2. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðanefndar frá fundum 204 og 205.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

3.Snjómokstur gatna og gönguleiða

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að snjómokstursáætlun fyrir götur og gönguleiðir 2022-2023.

Á 636. fundi bæjarráðs 21. febrúar sl. var lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur (dags. 14.02.2022) um að þjónustuflokka og tímasetja snjómokstur gönguleiða í Stykkishólmi með sambærilegum hætti og gert hefur verið fyrir snjómokstur gatna. Í tillögunni var lögð áhersla á mokstur gönguleiða sem tengja íbúðarhverfi og skóla.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.

Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs á 408. fundi sínum þann 24. febrúar 2022.

Skipulagsnefnd lýsti, á 3. fundi sínum, ánægju vegna tillögu að snjómokstri og hálkueyðingu fyrir götur og gönguleiðir í þéttbýlinu og vegi í dreifbýlinu. Nefndin fól Umhverfis- og skipulagssviði að uppfæra skjölin samkvæmt ábendingum nefndarinnar og að leggja fram drög að verklagsreglum.
Lagt fram til kynningar.

4.Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara

Málsnúmer 2209020Vakta málsnúmer

Lögð fram sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara til stjórnvalda. Þar sem lagt er til að ríki og sveitarfélög að grípi til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.
Lagt fram til kynningar.

5.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar vegna stöðu mála varðandi Baldur.
Lagt fram til kynningar.

6.Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2209021Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Skógræktarfélgas Íslands frá aðalfundi félagsins sem haldinn var í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022. Félagið skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu.
Lagt fram til kynningar.

7.Skýrsla um stöðu slökkviliða á Íslandi

Málsnúmer 2210002Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um stöðu slökkviliða á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

8.Samgöngumál

Málsnúmer 2210013Vakta málsnúmer

Byggðarráð Dalabyggðar fjallaði um, á 299. fundi sínum, samfélagsvegi og uppbyggingu vegakerfisins. Byggðarráð samþykkti jafnframt að bjóða byggðarráðum Húnaþings vestra og Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til fundar um samgöngumál og þá brýnu þörf sem fyrir hendi er á vegabótum á þeim svæðum sem um ræðir.
Bæjarráð mætir á sameiginlegan fund.
Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson fulltrúar Asco harvest komu inn á fundinn.

9.Nesvegur 22A - Kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Lagðar fram kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt fylgigögnum og öðrum gögnum tengdum framkvæmdum við Nesveg 22a. Fulltrúar Asco Harvester ehf. hafa óskað eftir að koma til fundar við bæjarráð vegna málsins.
Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson fulltrúar Asco harvester ehf. komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir verkefninu og svöruðu spurningum.

Lagt fram til kynningar.
Anna og Ómar véku af fundi.

10.Nýrækt 12 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2002016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamningi við eigendur Nýræktar 12, ásamt lóðarblaði í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir lóðaleigusamning að Nýrækt 12 ásamt lóðablaði og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

11.Stytting vinnuviku í Tónlistarskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2210001Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur kennara við Tónlistarskóla Stykkishólms að styttingu vinnuvikunnar skv. kjarasamningi.
Málinu frestað til næsta bæjarráðsfundar.

12.Umsögn um rekstrarleyfi - Hólar 1, 341 Stykkishólmi (Stundarfriður)

Málsnúmer 2206042Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni sveitarfélagsins um umsókn Stundarfriðar ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, tegund h-frístundahús, sem rekinn verður sem Stundarfriður cottage, í 3 frístundahúsum að Hólum 1 (2321931), Helgafellssveit, 341 Stykkishólmur. Einnig er lagður fram tölvupóstur byggingarfulltrúa þar sem hann dregur fyrri umsögn sína til baka.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstarleyfis til Hóla 1, 341 Stykkishólmi (Stundarfriður).

13.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 9. september til 3. október sl. Alls bárust 7 umsóknir sem lagðar eru fram til úthlutunar.
Málinu frestað til næsta bæjarráðsfundar.

14.Erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp

Málsnúmer 2210017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps þar sem leitast er eftir samtali um sameiningarkosti.
Bæjarráð tekur jákvætt í samtöl um sameingar.

15.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2210016Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hann.

16.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?