Fara í efni

Dagdvalarrými í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit

Málsnúmer 2206021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Í samræmi við samning Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytið hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekið yfir rekstur hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi frá og með 1. júní s.l., en á grunni samkomulags við sveitarfélagið mun rekstur hjúkrunarheimilisins vera að Skólastíg 14 þar til heimilið verður flutt í nýtt hjúkrunarheimili sem verið er að byggja í St. Franciskus-spítalanum í Stykkishólmi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja nú fyrir hefur frá og með 1. júní sl. Heilbrigðisstofnun Vesturlands ekki sinnt dagdvöl aldraðra líkt og gert var af hálfu Stykkishólmsbæjar, þrátt fyrir að brýn þörf sé á slíkri þjónustu í sveitarfélaginu og stefnumörkun ríkisins leggi áherslu á að fjölga þeim úrræðum á næstu árum.

Um er að ræða afar mikilvægt úrræði sem starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum enstaklinga 60 lagði ríka áherslu á að yrði haldið úti og sú þjónusta yrði efld enn frekar.
Bæjarráð lýstir þungum áhyggjum á þeirri stöðu sem komin er upp varðandi skort á þjónustu í dagdvöl í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Um er að ræða mikilvæga heilbrigðisþjónustu sem sinnt hefur verið af hálfu hjúkrunarheimilisins meðan það var í rekstri sveitarfélagsins, en frá og með yfirtöku Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á rekstri hjúkrunarheimilisins virðist þjónustan ekki vera í boði. Bæjarráð minnir á að aðstaða fyrir dagdvalarrými í sveitarfélaginu var eitt af áherslumálum samstarfsnefndar um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, sem samþykkt var af íbúum beggja sveitarfélaga 26. mars 2022, og kynntar voru heilbrigðisráðherra 10. mars 2022, en á þeim fundi kom fram af hálfu innviðaráðherra og heilbrigðisráðherra að forgangsröðun og áherslur ríkisstjórnar myndu taka mið af þeim málefnum sem liggja til grundvallar sameiningu. Þar sem dagdvöl er skilgreind sem fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, líkt og t.d. heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili, fer vel á því að slík þjónusta sé rekin samhliða rekstri hjúkrunarheimilis sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands, enda skal í dagdvöl aldraðra m.a. veita hjúkrunar- og læknisþjónustu, sbr. reglugerð 1245/2016, um dagdvöl aldraðra. Þá er minnt á að í stefnu heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu aldraðra, kemur fram að fjölga þurfum dagdvalarrýmum um 10% á næstu árum. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit er reiðubúið til samstarfs um dagdvalarrými þar til Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær úthlutað dagdvalarrýmum, enda ljóst að engin aðstaða er til staðar innan sveitarfélagsins til þess að bjóða upp á þessa aðstöðu nema innan hjúkrunarheimilisins sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Óskað er eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands komi til fundar með fulltrúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu til þess að ræða þessa stöðu sem uppi er og mögulegar lausnir til þess að tryggja þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Í samræmi við samning Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytið hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekið yfir rekstur hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi frá og með 1. júní s.l., en á grunni samkomulags við sveitarfélagið mun rekstur hjúkrunarheimilisins vera að Skólastíg 14 þar til heimilið verður flutt í nýtt hjúkrunarheimili sem verið er að byggja í St. Franciskus-spítalanum í Stykkishólmi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja nú fyrir hefur frá og með 1. Júní sl. Heilbrigðisstofnun Vesturlands ekki sinnt dagdvöl aldraðra líkt og gert var af hálfu Stykkishólmsbæjar, þrátt fyrir að brýn þörf sé á slíkri þjónustu í sveitarfélaginu og stefnumörkun ríkisins leggi áherslu á að fjölga þeim úrræðum á næstu árum.

Um er að ræða afar mikilvægt úrræði sem starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum enstaklinga 60 lagði ríka áherslu á að yrði haldið úti og sú þjónusta yrði efld enn frekar.

Bæjarráð lýsti, á 1. fundi sínum, þungum áhyggjum á þeirri stöðu sem komin er upp varðandi skort á þjónustu í dagdvöl í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Um er að ræða mikilvæga heilbrigðisþjónustu sem sinnt hefur verið af hálfu hjúkrunarheimilisins meðan það var í rekstri sveitarfélagsins, en frá og með yfirtöku Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á rekstri hjúkrunarheimilisins virðist þjónustan ekki vera í boði. Bæjarráð minnir á að aðstaða fyrir dagdvalarrými í sveitarfélaginu var eitt af áherslumálum samstarfsnefndar um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, sem samþykkt var af íbúum beggja sveitarfélaga 26. mars 2022, og kynntar voru heilbrigðisráðherra 10. mars 2022, en á þeim fundi kom fram af hálfu innviðaráðherra og heilbrigðisráðherra að forgangsröðun og áherslur ríkisstjórnar myndu taka mið af þeim málefnum sem liggja til grundvallar sameiningu. Þar sem dagdvöl er skilgreind sem fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, líkt og t.d. heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili, fer vel á því að slík þjónusta sé rekin samhliða rekstri hjúkrunarheimilis sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands, enda skal í dagdvöl aldraðra m.a. veita hjúkrunar- og læknisþjónustu, sbr. reglugerð 1245/2016, um dagdvöl aldraðra. Þá er minnt á að í stefnu heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu aldraðra, kemur fram að fjölga þurfum dagdvalarrýmum um 10% á næstu árum. Þar sem Stykkishólmsbær og Helgafellssveit er enn með úthlutað tveimur dagdvalarrýmum og er sveitarfélagið reiðubúið til samstarfs um þau þar til Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær úthlutað dagdvalarrýmum, enda ljóst að engin aðstaða er til staðar innan sveitarfélagsins til þess að bjóða upp á þessa aðstöðu nema innan hjúkrunarheimilisins sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Óskaði bæjarráð eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands komi til fundar með fulltrúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu til þess að ræða þessa stöðu sem uppi er og mögulegar lausnir til þess að tryggja þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Lagt fram svar Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, vegna bókunar bæjarstjórnar 30. júní 2022 vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp varðandi skort á þjónustu í dagdvöl í Stykkishólmi og Helgafellssveit dagdvalarrýma í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, ásamt bréfum sem borist hafa sveitarfélaginu vegna málsins frá hagaðilum og íbúum.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að boðið sé upp á þjónustu dagdvalarrýmis í sveitarfélaginu og vísar í bókun bæjarstjórnar frá 30. júní s.l. Bæjarráð minnir jafnframt á að sú aðstaða sem sveitarfélagið nýtti áður til dagdvalar er nú leigð af Heilbrigðisstofnun Vesturlands fyrir hjúkrunarheimili, sem áður var rekið af sveitarfélaginu, meðan unnið er að uppbyggingu hjúkrunarheimilisins við Austurveg 7. Vegna þessa hefði það ekki að koma forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á óvart að erindið bærist stofnuninni, enda er stofnunin að nýta eina húsnæði sveitarfélagsins þar sem slík þjónusta gæti farið fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi bæjarráðs við heilbrigðisráðherra vegna þeirrar óboðlegu stöðu sem uppi er varðandi þjónustu um dagdvöl í Stykkishólmi til viðbótar við áætlaðan fund við Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, vegna málsins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1. fundur - 16.11.2022

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með heilbrigðisráðherra og stöðu mála hvað varðar dagdvalarrými. Lagt fram til kynningar.

Nefndin hvetur til þess að bæjarfulltrúar fundi með HVE ásamt formanni velferðar- og jafnréttismálanefndar, fulltrúa öldungaráðs, fulltrúum Hollvinasamtaka dvalarheimilisins, fulltrúum Aftanskins og öðrum starfsmönnum Stykkishólmsbæjar eftir atvikum.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

Öldungaráð - 1. fundur - 28.11.2022

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann átti með heilbrigðisráðherra í kjölfar þess að dagdvalarrými féllu niður eftir að HVE tók yfir þjónustu hjúkrunarrýma. Ríkið/HVE samþykkir ekki að taka yfir dvalarrýmin og bendir á sveitafélagið. Það hefur reynst erfitt að finna lausn á því hvernig hægt sé að sinna þessu þar sem þjónustan við hjúkrunarrýmin er ekki lengur á vegum sveitafélagsins. Ljóst er að mikilvægt er að finna lausn á því þar sem þetta er skilgreint sem fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta og er mikilvægur hlekkur í þeirri þróun að fólk geti verið sem lengst heima.

Stefnt er að því að formenn velferðarnefndar, öldungaráðs, aftanskins o.fl. fundi saman með HVE varðandi þetta málefni
Sæþór yfirgefur fund kl 17:56

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lagður fram tölvupóstur frá sjúkratryggingum Íslands þar til tilkynnt er um að heimild til reksturs tveggja almennra dagdvalarrýma hjá sveitarfélaginu falli niður frá og með 1. janúar 2024.
Bæjarráð fer fram á það við Heilbrigðisstofnun Vesturlands að stofnunin sinni dagdvalarþjónustu, sem er skilgreind sem fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta, í Systraskjóli, hjúkrunarheimili sem rekið er á vegum stofnunarinnar við Austurgötu 7, frá og með 1. janúar 2024 í samræmi við viðræður sveitarfélagsins við stofnunina þar um, en Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur ekki samþykkt samstarf við sveitarfélagið á grundvelli samnings sveitarfélagsins við Sjúkratryggingar Íslands frá 1. júní 2022 þrátt fyrir umleitanir sveitarfélagsins þar um. Vísar bæjarráð jafnframt til fundar fulltrúa sveitarfélagins við Heilbrigðisráðherra, dags. 12. október 2022, þar sem jákvætt var tekið í umræddar hugmyndir um samstarf við sveitarfélagið og að dagdvöl verði sinnt á vegum hjúkrunarheimilisins. Bæjarráð vísar að öðru leyti til fyrri bókana og samskipta vegna málsins.
Getum við bætt efni síðunnar?