Fara í efni

Öldungaráð

1. fundur 28. nóvember 2022 kl. 17:00 í fundarherbergi á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Lára Ævarsdóttir formaður
  • Helga Guðmundsdóttir (HG) aðalmaður
  • Sæþór Þorbergsson varamaður
  • Magnús I. Bæringsson
  • Heiða María Elfarsdóttir
  • Hermann Bragason
  • Petrína Á. Bjartmars
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Lára Ævarsdóttir formaður
Dagskrá

1.Erindisbréf öldungaráðs

Málsnúmer 1905077Vakta málsnúmer

Erindisbréf öldungaráðs lagt fram til kynningar.
Farið yfir erindisbréf og gerð grein fyrir lagaákvæðum um fulltrúa og meginhlutverk nefndarinnar. Tillaga lögð fram útfrá umræðum hjá einstaklingum í Aftanskin að breyta orðalagi í erindisbréfi úr “málefnum aldraðra? í “málefni eldra fólks?.

2.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025 lögð fram til kynningar.
Farið yfir helstu áhersluatriði í skýrslu um umferðisöryggisáætlun sem gerð var í kjölfar umhverfisgöngu hér í bæ á síðasta kjörtímabili. Farið yfir þá þætti sem snúa að öldruðum og hvernig sé hægt að auðvelda þeim aðgengi og hvetja til hreyfingar sbr. heilsuefling 60 .

3.Dagdvalarrými

Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning bæjarstjóra frá fundi með heilbrigðisráðherra um dagdvalarrými í Stykkishólmi o.fl. í tengslum við heilbrigðis og öldrunarþjónustu.
Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann átti með heilbrigðisráðherra í kjölfar þess að dagdvalarrými féllu niður eftir að HVE tók yfir þjónustu hjúkrunarrýma. Ríkið/HVE samþykkir ekki að taka yfir dvalarrýmin og bendir á sveitafélagið. Það hefur reynst erfitt að finna lausn á því hvernig hægt sé að sinna þessu þar sem þjónustan við hjúkrunarrýmin er ekki lengur á vegum sveitafélagsins. Ljóst er að mikilvægt er að finna lausn á því þar sem þetta er skilgreint sem fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta og er mikilvægur hlekkur í þeirri þróun að fólk geti verið sem lengst heima.

Stefnt er að því að formenn velferðarnefndar, öldungaráðs, aftanskins o.fl. fundi saman með HVE varðandi þetta málefni
Sæþór yfirgefur fund kl 17:56

4.Fundargerðir starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri í Stykkishólmi.
Fundargerðir starsfhópsins lagðar fram til kynningar.

5.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14 og samningur Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um flutning á þjónustunni til HVE. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Samningur um flutning hjúkrunarrýma lagður fyrir til kynningar.

6.Stefnumörkun í öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri, erindisbréf og tillaga. Bæjarstjóri kemur til fundar við ráðið og gerir grein fyrir næstu skrefum og framkvæmdum við Skólastíg 14.
Rætt um uppbyggingaráætlun varðandi framkvæmdir á skólastíg 14 og hvenar þær munu fara af stað. Farið yfir teikningar og skýrslu um þær framkvæmdir og breytingar sem áætlaðar eru á skólastíg 14.

7.Kosning varaformanns og ritara

Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal nefndin kjósa sér varaformann og ritara.
Hildur formaður sér um fundarritun og Helga Guðmundsdóttir er valin varaformaður.

8.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Farið yfir fjárhagsáætlun sem snýr að málefnum eldra fólks.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár en gera þarf ráð fyrir að skipuleggja og gera viðeigandi breytingar á áætlun vegna breytinga sem verða varðandi starfsmenn á vegum sveitafélagsins á skólastíg 14 eftir flutning hjúkrunarrýma.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?