Fara í efni

Ungmennaráð

9. fundur 11. desember 2025 kl. 17:00 - 18:45 í félagsmiðtöðinni X-inu
Nefndarmenn
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir aðalmaður
  • Hera Guðrún Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Um-Ayush Khash-Erdene varamaður
  • Adda Sigríður Ásmundsdóttir aðalmaður
  • Þorvarður Daníel Einarsson aðalmaður
  • Jón Dagur Jónsson aðalmaður
  • Metúsalem Páll Sigurbjargarson
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hera Guðrún Ragnarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Ungmennaráð - Erindisbréf

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf ungmennaráðs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir erindisbréfi ungmennaráðs.

2.Kosning varaformanns og ritara

Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal ungmennaráð kjósa sér ritara og varaformann á fyrsta fundi

auk þess að leggja til formannsefni ráðsins við bæjarstjórn.

Kosning varaformanns og ritara og lagt til formannsefni ráðsins en Hera Guðrún var valin sem efni í formann til staðfestingar í bæjarstjórn. Adda Sigríður var kosin varaformaður og Metúsalem ritari.

3.Tilnefning áheyrnafulltrúa í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2011004Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tilnefnir áheyrnarfulltrúa í eftirfarandi nefndir:



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

Safna- og menningamálanefnd

Skipulagsnefnd

Skóla- og fræðslunefnd

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

Velferðar- og jafnréttisnefnd

Æskulýðs- og íþróttanefnd
Tilnefning áheyrnafulltrúa í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Stykkishólms. Katrín var valin í æskulýðs- og íþróttanefnd. Adda var valin í Atvinnu-og nýsköpunarnefnd. Í umhverfis- og náttúruverndarnefnd var valin Hera. Í velferðar- og jafnréttisnefnd var Metúsalem. Í skipulagsnefnd var valin Heiðrún. Í skóla- og fræðslunefnd var Jón Dagur valinn. Í safna-og menningamálanefnd var Daníel valinn.

4.Ungmennaráð Vesturlands

Málsnúmer 2009052Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir verkefnum ungmennaráðs Vesturlands. Ungmennaráð kýs sinn fulltrúa í ungmennaráð Vesturlands.
Ungmennaráð Vesturlands var tekið fyrir og Heiðrún kosin sem fulltrúi í ungmennaráð Vesturlands og Hera sem varamaður.

5.Fundaráætlun ungmennaráðs

Málsnúmer 2011003Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal ráðið samþykkja fastákveðin fundartíma.
Fundaráætlun ungmennaráðs var rædd og sá tíma sem var samþykktur var kl. 17 á fimmtudögum, og ungmennaráð ætlar sér að miða við þann tíma fyrir fundi í vetur.

6.Bæjarstjórn unga fólksins

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. og 2. fundar bæjarstjórnar unga fólksins. Bæjarstjórn unga fólksins tekin til umræðu í ungmennaráði.
Farið var yfir fundagerðir bæjastjórnar unga fólksins og útskýrt var hvað felst í fundunum með bæjarstjórn. Tillaga var sett um dagsetningu fyrir næsta fund bæjastjórnar ungafólksins, fimmtudagurinn 7. maí 2026, og óskar ráðið eftir staðfestingu bæjarstjórnar á þeirri dagsetningu.

7.Barnvæn Sveitarfélög

Málsnúmer 2510023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá UNICEF á Íslandi sem hefur nú opnað fyrir umsóknir um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.



Bæjarráð vísaði erindinu, á 37. fundi sínum, til umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd og ungmennaráði.
Lagt var fyrir erindi frá UNICEF. Ungmennráð telur Sveitarfélagið Stykkishólm vera að uppfylla flestar tillögur og hollráð sem UNICEF leggur fyrir. Ráðið vill ekki taka formlega ákvörðun nema þau fái betri upplýsingar um hvað felst í því að taka þátt í verkefni UNICEF um barnvæn sveitarfélög. Óskar því eftir betri kynningu á verkefninu Barnvænt sveitarfélag.

8.Ungmennaráðstefna Sveitarfélaga

Málsnúmer 2511013Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá ungmennaráðs sveitarfélaga 2025 sem haldið er í tilefni 80 ára afmælis Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ráðstefnan fór fram 5. desember og þar sem fulltrúi Stykkishólms á ráðstefnunni boðaði forföll á fundinn var ákveðið að fresta þessum lið til næsta fundar.

9.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Farið var yfir gjaldskrá sveitarfélagsins, gjaldskránna vantaði í fundagátt fundarins og því var fundarfólk ekki búið að kynna sér gjaldskrána. Notast var við gjaldskrá sem lögð var fyrir fund íþrótta- og æskulýðsnefnd.

Ungmennráð gerir athugasemd varðandi kostnað á leigu ljósmyndasals í heilan dag en það viðrist vera að lækka úr 30.370kr í 3.585kr. Ungmennráð leggur til að útbúið sé sérstakt sundkort fyrir nema á lægri verði. Nemendur FSN geti sýnt fram á skólavist og fengið afslátt á stakri sundferð.

10.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029

Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun sveitafélagsins Stykkishólms 2026-2029 var lögð fyrir. Farið var yfir helstu liði áætluninar eins og fjárhag íþróttahússins, X-isins og tónlistarskólans.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir framkvæmdir á árinu og tillögur á fjárfestingum við íþróttamannvirki árið 2026.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?