Fara í efni

Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2311014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað er eftir endurskoðun húsnæðisáætlunarinnar fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2024. Þá er lögð fram samþykkt rafræn húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2023 sem samþykkt var á 10 fundi bæjarstjórnar Stykkishólms, en sú áætlun er byggð á samþykktri húsnæðisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2028, sem samþykkt var á 391. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og er jafnframt lögð fram.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lögð fram uppfærð húsnæðisáætlun fyrir árið 2024.
Húsnæðisáætlun 2024 samþykkt og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Lögð fram uppfærð húsnæðisáætlun fyrir árið 2024. Bæjarráð samþykkti Húsnæðisáætlun 2024 á 18. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?