Viti í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401036
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 19. fundur - 07.02.2024
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Lárussonar um mögulega endurbyggingu vita sem stóð ofan við Daddavík til þess að varðveita sögu hans og fólksins sem annaðist hann. Hjálagt er lýsing af vitanum ásamt teikningum.
Skipulagsnefnd telur framlagða tillögu áhugaverða og leggur til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi.
Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Lárussonar um mögulega endurbyggingu vita sem stóð ofan við Daddavík til þess að varðveita sögu hans og fólksins sem annaðist hann. Hjálagt er lýsing af vitanum ásamt teikningum.
Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi.
Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Safna- og menningarmálanefnd - 6. fundur - 25.11.2025
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Lárussonar um endurbyggingu vita við Luktartanga/Svartatanga í því skyni að varðveita sögu hans og þeirra sem önnuðust hann.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir ítarlegt og áhugavert erindi og tekur undir mikilvægi þess að varðveita sögu vitans og þeirra sem sinntu honum.
Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 5. fundur - 26.11.2025
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Lárussonar um endurbyggingu vita ofan við Daddavík í þeim tilgangi að varðveita sögu svæðisins og þeirra sem sinntu vitanum.
Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi. Bæjarráð staðfesti á 19. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málið er lagt fyrir æskulýðs- og íþróttanefnd m.t.t. áherslu á tengingu við gönguleiðir.
Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi. Bæjarráð staðfesti á 19. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málið er lagt fyrir æskulýðs- og íþróttanefnd m.t.t. áherslu á tengingu við gönguleiðir.
Æskulýðs- og íþróttanefnd lýsir yfir jákvæðni í garð verkefnisins og hvetur til þess að sett verði upp fræðsluskilti við gönguleiðir þar sem umræddir vitar voru staðsettir.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 6. fundur - 28.11.2025
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Lárussonar um endurbyggingu vita sem stóð ofan við Daddavík til þess að varðveita sögu hans og fólksins sem annaðist hann.
Safna- og menningarmálanefnd þakkaði á 6. fundi sínum fyrir ítarlegt og áhugavert erindi og tók undir mikilvægi þess að varðveita sögu vitans og þeirra sem sinntu honum.
Safna- og menningarmálanefnd þakkaði á 6. fundi sínum fyrir ítarlegt og áhugavert erindi og tók undir mikilvægi þess að varðveita sögu vitans og þeirra sem sinntu honum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar fyrir framlagða tillögu og tekur undir með safna- og menningarmálanefnd. Nefndin lýsir yfir áhuga á að verkefnið verði tekið til frekari skoðunar, meðal annars með tilliti til menningarsögulegs gildis, mögulegra styrkveitinga og hugsanlegs samráðs við Minjastofnun.