Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 20.10.2022

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 27.10.2022

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026. Bæjarráð samþykkti, á 4. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár sameinaðs sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH og JBJ

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.

Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun og gjaldskrá.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.

Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við þá þætti sem snýr að starfsemi nefndarinnar í fyrirliggjandi Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árin 2023-2026 og gjaldskrár.

Safna- og menningarmálanefnd - 1. fundur - 14.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.

Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár.

Skóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun og gjaldskrá hvað varðar skólamál.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun hvað varðar skólastarfsemi en vill leggja áherslu á að álögum á fjölskyldufólk sé haldið í lágmarki.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1. fundur - 16.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Fannar byggingafulltrúi kom inn á fund og Kristín forstöðumaður kom inn á fundinn í gegnum Teams.
Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Á 5. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fannar byggingafulltrúi og Kristín forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir exel-skjali um helstu verkefni um framkvæmdir við
húseignir sveitarfélgsins.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gjaldskrám til frekari vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Fannar og kristín véku af fundi.

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 1. fundur - 21.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Fjárhagsætlun samþykkt án athugasemda.

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði í uppbyggingu á hafskipsbryggju á árinu 2023 og 2024 í samræmi við fyrirliggjandi samgönguáætlun.

Öldungaráð - 1. fundur - 28.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Farið yfir fjárhagsáætlun sem snýr að málefnum eldra fólks.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár en gera þarf ráð fyrir að skipuleggja og gera viðeigandi breytingar á áætlun vegna breytinga sem verða varðandi starfsmenn á vegum sveitafélagsins á skólastíg 14 eftir flutning hjúkrunarrýma.

Ungmennaráð - 1. fundur - 29.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Farið var yfir fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2023, með áherslu á fjárhagsáætlanir fyrir félagsmiðstöð, íþróttamiðstöð og tónlistarskóla. Ungmennaráðið vill leggja áherslu á aukið fjármagn til hópferðabifreiða fyrir félagsmiðstöðina X-ið.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026, ásamt gjaldskrám sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023.

Á 5. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti á sama fundi fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Á 5. fundi sínum vísaði bæjarráð fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gjaldskrám til frekari vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.

Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var lögð fram var til fyrri umræðu á 5. fundi bæjarstjórnar þann 27. október 2022. Á sama fundi voru lögð fram drög að gjaldskrám fyrir árið 2023. Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum að vísa fjárhagsáætlun til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026, ásamt gjaldskrám sameinaðs sveitarfélags fyrir árið 2023.

Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2023-2026.
Þann 26. mars 2022 samþykktu íbúar Helgafellssveitar og íbúar Stykkishólmsbæjar sameiningu sveitarfélaganna. Níutíu og tvö prósent íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og sjötíu og níu prósent í Helgafellssveit. Innviðaráðherra staðfesti þann 4. apríl sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í eitt sveitarfélag. Sameiningin tók formlega gildi sunnudaginn 29. maí sl. en þá tók jafnframt nýkjörin bæjarstjórn við sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Áætluð sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði nema 560,3 millj. kr. á árunum 2023-2026.

Fjárhagsáætlun ársins 2023-2026 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 115 milljónir króna á árinu 2023 og að áætlað veltufé frá rekstri aukist um 99,3 milljónir króna úr 222,6 milljónum 2022 í 321,9 milljónir árið 2023.

Markmið fjárhagsáætlunar 2023-2026 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði um 15%, að veltufjárhlutfall nálgist 0,7, handbært fé verði á bilinu 110 millj. í árslok 2023 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.

Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins nemi 728,9 millj. kr., lántaka nemi 300 millj. kr. og afborganir nemi 898,4 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 100,2% strax í lok árs 2023 og 82,4% í árslok 2026, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.

Í forsendum er gert ráð fyrir 5,6% verðbólgu yfir árið 2023, 3,5% árið 2024 og 2,6% 2025 og 2,5% árið 2026, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,8% á árunum 2022-2025. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 6,9-9,3% árið 2023, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2024-2026.

Helstu breytingar á álagningu íbúa eru þær að álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði lækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2023 úr 0,42% í 0,38%. Á sama tíma lækkar álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 0,97% í 0,93% ásamt lækkun á álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verði 0,15%. Þannig er komið til móts við íbúa til þess að tryggja að heildarfasteignagjöld hækki ekki óhóflega vegna hækkunar á fasteignamati.

Helstu breytingar á álagningu atvinnurekstur eru að álagningarstuðull fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði lækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2023 úr 1,57% í 1,54%. Á sama tíma lækkar álagningarprósenta lóðarleigu atvinnuhúsnæðis úr 2,00% í 1,92% ásamt lækkun á álagningarprósenta holræsagjalds lækkar úr 0,20 í 0,18%.

Álagningarhlutfall úrsvars verður óbreytt milli ára.

Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 728,9 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2023 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa og í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023 ber hæst hlutdeild sveitarfélagsins við uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun ljúka á árinu 2023 og gatnagerð í Víkurhverfi. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum en gert er ráð fyrir 300 milljónum kr. í lántökum á árunum 2023 til 2026. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 321,9 til 385,9 milljónum veltufé frá rekstri á árunum 2023-2026 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.

Helstu fjárfestingar á árinu 2023 eru:
- Lokið verður við flutning hjúkrunarrýma frá Dvalarheimili Stykkishólms sem staðsett er á Skólastíg 14 yfir á nýtt Hjúkrunarheimili að Austurgötu 7, en Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) tók yfir rekstur heimilisins frá sveitarfélaginu frá 1. júní 2022.
- Hafist verður handa við gatnagerð í Víkurhverfi.
- Við flutning hjúkrunarrýma á HVE losnar rými við Skólastíg 14 og verður þá hafist handa við umbreytingar á húsnæðinu. Annars vegar verður um að ræða íbúðir og hins vegar þjónusturými fyrir íbúa í Stykkishólmi og Helgafellssveit í tengslum sið stofnun Miðstöðvar öldrunarþjónustu sem staðsett verður við Skólastíg 14.
- Húsnæði í Skógrækt fyrir salernis- og inniaðstöðu, nýtist m.a. fyrir útikennslu leikskólann, grunnskólanna og félagasamtökum.

Önnur framkvæmdarverkefni 2023
-Leiksvæði og lóð kláruð fyrir yngstu deild á leikskólanum.
- Haldið verður áfram í stígagerð og umhverfisverkefni.
-Stykkishólmsbær tók við ljósastaurum af Rarik á árinu 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum löppum og LED lappar settir í staðinn. Þessu verður haldið áfram á árinu 2023. Þetta sparar rekstarkostnað á götulýsingu í Stykkishólmi. Einnig verður byrjað að LED-væða stofnanir sveitarfélagsins.
- Haldið verður áfram uppbyggingu á Súgandisey.

Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2023-2026 eru eftirtaldar:

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2023:
Tekjur alls: 2.077.818.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.780.707.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 56.771.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 255.617.000 kr.
Afborganir langtímalána: 213.283.000 kr.
Handbært fé í árslok: 110.128.000 kr.

Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2023:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 16.062.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 20.478.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 28.471.000 kr.
Rekstrarniðurstaða eldhús Dvalarheimils: 7.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturétttaríbúða: -2.726.000 kr.
Rekstarniðurstaða Gagnaveitu Helgafells.:-4.909.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: -8.062.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 66.227.000 kr.
Afborganir langtímalána: 19.302.000 kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A B hluti 2023:
Tekjur alls: 2.283.287.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.889.844.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls:189.395.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 115.089.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 321.845.000 kr.
Afborganir langtímalána: 232.585.000 kr.
Handbært fé í árslok: 110.129.000 kr.

Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf, á sama tíma og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.

---------

Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2023 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Þá liggja fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins 2023, en gjaldskrár hafa verið til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins undanfarnar vikur. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,52% á árinu 2023.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta, lóðarleigu,holræsagjald og sorphirðugjöld:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,38%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,54%. Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,93%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 1,92%.Lóðarleiga ræktunarland 6,00%. Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,15%. Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,18%. Úrgangshirðugjald pr. íbúð 69.900 kr. (fjórar tunnur)74.950 (þrjár tunnur ein tvískipt) Úrgangshirðugjald sumarhús 34.950

Gjalddagar fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.

Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem felur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuupphæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2023 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2023.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slátt árið 2023 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slátt árið 2023.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2023 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2023.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu fyrir árið 2023 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2023.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2023 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2023.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir úrgangshirðu fyrir árið 2023 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir úrgangshirðu árið 2023.

Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2023 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023.


Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum þrír sátu hjá.

Til máls tóku: HH,JBSJ og HG


Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Undirrituð telja að núverandi fjárhagsáætlun skjóti fyrir ofan markið í fjárfestingum og í lántökum í ljósi efnahagsástandsins og munu því sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans á bæjarstjórnarfundi. Einnig þakkar undirrituð bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 er unnin í mikilli og góðri samvinnu allra bæjarfulltrúa þó um hana hefur ekki myndaðist þverpólitísk samstaða. Við viljum þakka nefndarfulltrúum, starfsfólkinu í ráðhúsinu og endurskoðendum fyrir sína vinnu og bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir góða samvinnu.

H-listinn telur að áætlunin endurspegli þann metnað og sóknarhug sem býr í samfélaginu og þá þörf sem fyrir liggur til uppbyggingu samfélagsins. Á þeim grunni er stefnt er að því að fara í vel valdar og arðbærar fjárfestingar sem skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu. Ber þar að nefna uppbygginu hjúkrunarheimilisins, opnun á lóðum í Víkurhverfinu, stofnunar nýrrar Miðstöðvar öldrunarþjónustu og uppbyggingu á Skólastíg 14.

Með þessu teljum við okkur vera að vinna að því þjónustustigi sem við höfun stefnt að fyrir íbúa bæjarins. Með fyrirhugaðri uppbyggingu í Víkurhverfi vill H-listinn að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum í samræmi við nýundirritaðan rammasamnings milli ríkis og sveitarfélaga um að auka framboð íbúða á árunum 2023-2032, en tilgangur rammasamningsins er að auka framboð nýrra íbúða til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins til skemmri og lengri tíma og stuðla að auknum stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði á næstu tíu árum.

H-listinn leggur áherslu á að draga ekki úr grunnþjónustu, standa vörð um fjölskyldur og fyrirtæki, sækja af ábyrgð fram með mikilvægum fjárfestingum innviða á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka á tímabilinu.

H-listinn fagnar jafnframt þeim jákvæðu áhrifum sem farsæl sameining Stykkishólmbæjar og Helgafellssveitar hefur á fjárhag hins sameinaða sveitarfélags og samfélagið okkar í heild.

Bæjarfulltrúar H-listans vísa að öðru leyti til fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, greinargerðar bæjarstjóra með henni og samantekt fjárfestingaráætlunar 2022-2025.

Undir þetta rita bæjarfulltrúa H-listans:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Viktoría Líf Ingibergsdóttir


Getum við bætt efni síðunnar?