Fréttir
Sveitarfélagið Stykkishólmur er nú formlega heilsueflandi samfélag
Í gær, mánudaginn 20. mars, kom Alma Möller landlæknir í Stykkishólm og ritaði fyrir hönd Embættis landlæknis undir samning við sveitarfélagið um þátttöku þess í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Góð mæting var í íþróttahúsið þegar undirskriftin fór fram. Bæjarstjóri flutti ávarp og landlæknir kynnti verkefnið. Í ávarpi bæjarstjóra kom fram að með undirritun samningsins væri í raun verið að formfesta eitthvað sem Stykkishólmur hefur verið um árabil, þ.e. heilsueflandi samfélag. Bæjarstjóri fór stuttlega yfir íþróttasögu sveitarfélagsins og uppbyggingu þeirra góðu innviða sem Hólmarar og Helgfellingar búa við.
21.03.2023