Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opinn fundur vegna verkefnis um móttöku skemmtiferðaskipa
Fréttir

Opinn fundur vegna verkefnis um móttöku skemmtiferðaskipa

Undanfarnar vikur hefur áfangastaða- og Markaðssviðs SSV unnið með sveitarfélögum á Snæfellsnesi að gerð móttökuleiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og farþega þeirra. Nú er komið að því að kynna niðurstöður úr verkefninu og verður það gert á opnum fundi í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi kl. 16:30 þriðjudaginn 30. maí. 
26.05.2023
Frá leikjanámskeiði 2020
Fréttir

Sumarnámskeið í Stykkishólmi

Í sumar verður boðið upp á leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk og ævintýranámskeið fyrir 4.-7. bekk líkt og undanfarin ár. Á námskeiðunum er lögð áhersla á gleði og hreyfingu. Umsjónaraðili leikjanámskeiðs fyrir 1.-3. bekk er Lilja Ýr Víglundsdóttir, sími 785-9878. Skráning í leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk er í netfangið liljayr@stykk.is Umsjónaraðili námskeiða fyrir 4.-7. bekk er Ragnar Ingi Sigurðsson, kennari og skylmingameistari, sími 820 0508. Skráning í námskeið hjá Ragnari er í netfangið ragnaringi@stykk.is
24.05.2023
Nýsköpun á Vesturlandi
Fréttir

Nýsköpun á Vesturlandi

SSV, Nývest og Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi bjóða öllum íbúum Vesturlands að taka þátt í könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi. Á Vesturlandi er frjór jarðvegur og fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Við viljum efla stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi enn frekar og markmið könnunarinnar því að leita hugmynda að aðgerðum sem ráðast má í til eflingar nýsköpunar, frumkvöðlastarfsemi og atvinnulífs í landshlutanum. Niðurstöðurnar verða nýttar til að þróa frumkvöðlamót og viðskiptahraðal á Vesturlandi.
24.05.2023
Jón Beck, umsjónarmaður snjómoksturs og hálkuvarna
Fréttir

Auglýst eftir áhugasömum aðilum til að annast snjómokstur

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að annast snjómokstur í sveitarfélaginu næstkomandi vetur. Óskað er eftir því að þeir sem hafa áhuga á verkefninu tilkynni áhuga sinn til sveitarfélagsins í netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is fyrir 1. júní nk. Í framhaldinu verða þeir sem sýnt hafa áhuga boðaðir á fund þar sem farið verður nánar yfir umfang vekefnisins og fyrirkomulag.
23.05.2023
Hilmar Hallvarðsson stýrði síðasta opna fundi vegna málsins, í mars sl.
Fréttir Skipulagsmál

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis Skipavíkur

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis Skipavíkur verður haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms miðvikudaginn 24. maí kl. 17:00. Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og í móttöku ráðhússins að Hafnargötu 3, á opnunartíma kl. 10-15, til og með 9. júní 2023. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni.
22.05.2023
Starfsmenn vinnuskólans við störf í Nýrækt 2020
Fréttir

Opið fyrir skráningu í Vinnuskólann 2023

Sveitarfélagið Stykkishólmur bíður ungmennum með lögheimili í sveitarfélaginu sumarvinnu í Vinnuskólanum. Opið er nú fyrir skráningar í vinnuskólann sumarið 2023. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni fædd árin 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010.
22.05.2023
Blóðbankabíllinn frestar komu
Fréttir

Blóðbankabíllinn frestar komu

Fyrirhugað var að blóðbankabíllinn yrði á ferðinni um Snæfellsnes í vikunni. Bílinn ætlaði við íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi miðvikudaginn 24. maí en hefur frestað komu sinni vegna veðurs.
17.05.2023
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli Pálsson
Fréttir

Gunnhildur og Gísli slógu í gegn

Fulltrúar frá heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi sóttu í gær ráðstefnu um heyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri. Þar kynntu Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli Pálsson það góða starf sem unnið er í heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi. Óhætt er að segja að kynningin frá okkar fólki hafi slegið í gegn á ráðstefnunni. Þau voru létt á því og smituðu salinn af gleði og hlátri, sem er einmitt lýsandi fyrir þeirra góða starf í heilsueflingunni. Hægt er að sjá erindið frá Gunnhildi og Gísla hér að neðan.
17.05.2023
Malbikað í Stykkishólmi 2019
Fréttir

Malbikunarflokkur í Stykkishólmi í sumar

Malbikun Akureyrar verður á Snæfellsnesi dagana 20. júlí til 5. ágúst í sumar. Fyrirtækið tekur að sér alla malbiksvinnu, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Nánari upplýsingar veita Baldvin, í síma 896-5332, og Jón, í síma 854-2211. Einnig er hægt að senda póst á netfangið jon@malbikun.is 
16.05.2023
Útboð - Gatnagerð í Stykkishólmi - Víkurhverfi
Fréttir

Útboð - Gatnagerð í Stykkishólmi - Víkurhverfi

Sveitafélagið Stykkishólmur, Veitur ohf., Rarik ohf. og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Stykkishólmi – 1. áfangi – Víkurhverfi, Gatnagerð og lagnir.
15.05.2023
Getum við bætt efni síðunnar?