Fréttir
Alma Möller undirritar samning um heilsueflandi samfélag
Mánudaginn 20. mars nk. kemur Alma Möller, landlæknir, í Stykkishólm og ritar undir samning við sveitarfélagið um þátttöku þess í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
16.03.2023