Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Viðburðurinn verður í íþróttasalnum
Fréttir

Alma Möller undirritar samning um heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 20. mars nk. kemur Alma Möller, landlæknir, í Stykkishólm og ritar undir samning við sveitarfélagið um þátttöku þess í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
16.03.2023
Ráðhúsið í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Ráðhúsi Stykkishólms þriðjudaginn 14. mars frá kl. 10:00 - 12:00.
10.03.2023
Skv. heimildarmanni Ráðhússins má reikna með hægum vindi og hita.
Fréttir

Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi á Jónsmessu

Landsmóts UMFÍ 50+  fram fer í Stykkishólmi á Jónsmessuhelginni dagana 23. – 25 júní næstkomandi og fer fram samhliða Dönskum dögum, óhætt er því að reikna með miklum fjölda í bænum. Mótið er haldið í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) og Sveitarfélagið Stykkishólm.
08.03.2023
Stórsveit Íslands
Fréttir Lífið í bænum

Stórsveit Íslands í Stykkishólmi

Stórsveit íslands spilar á Fosshótel Stykkishólmi klukkan 20:00 í kvöld, 8. mars. Aðgöngumiðar eru seldir við inngang og kosta 1500 kr. Tónleikarnir eru styrktir af sóknaráætlun Vesturlands og bera yfirskriftina Íslenskt bítl 1967-1977. 
08.03.2023
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Sumarafleysing í íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða tvo sundlaugarverði, eina konu og einn karl, til sumarafleysinga í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða tímabundna 100% sumarafleysingu frá 15. maí til lok ágústmánaðar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
06.03.2023
Lóan, vorboðinn ljúfi
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Lóu, nýsköpunarsjóð

Vakin er athygli á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Lóu, nýsköpunarsjóð sem ætlaður er nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Sjóðurinn er í höndum Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Áherslur Lóu árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
06.03.2023
Fundurinn fer fram á Amtsbókasafninu
Fréttir

Opinn kynningarfundur vegna deiliskipulags á Skipavíkursvæði

Opinn kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 8. mars, kl. 17:00-18:00 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Á fundinum gera Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi og Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi, grein fyrir vinnu vegna deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík.
03.03.2023
Draugahús í Hólminum
Lífið í bænum

Hræðileg helgi í Hólminum

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn komandi helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars er morðgáta sem gestir hátíðarinnar geta spreytt sig á yfir helgina, ekki ósvipað ratleik. Í boði verður að skoða draugahús, þar sem Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja fólk. 
22.02.2023
Skólastígur
Fréttir

Kvikmyndatökur í Stykkishólmi

Fimmtudaginn 23. febrúar verða teknar upp senur fyrir kvikmyndina Snerting í Stykkishólmi. Kvikmyndað verður við Skólastíg 8 og þarf að loka Skólastígnum fyrir umferð um stund eftir hádegi vegna þessa. Þá verða einnig teknar upp senur á dvalarheimili aldraðra í góðu samstarfi við íbúa og starfsfólk. Fyrirtækið RVK Studios stendur fyrir tökum.
22.02.2023
Laus til umsóknar staða skólastjóri grunnskóla og tónlistarskóla
Fréttir Laus störf

Laus til umsóknar staða skólastjóri grunnskóla og tónlistarskóla

Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga sem hefur framsækna sýn á skólastarf og hlutverk stjórnendateymisins við skólana og samvinnu þess. Lögð er áhersla á öfluga skólaþróun, hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk og samstarf við aðila skólasamfélagsins.
22.02.2023
Getum við bætt efni síðunnar?