Lífið í bænum
Hræðileg helgi í Hólminum
Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn komandi helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars er morðgáta sem gestir hátíðarinnar geta spreytt sig á yfir helgina, ekki ósvipað ratleik. Í boði verður að skoða draugahús, þar sem Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja fólk.
22.02.2023