Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Framkvæmdir við höfnina
Fréttir

Framkvæmdir á Hafnarsvæði í Stykkishólmi

Í liðinni viku stóðu yfir töluverðar framkvæmdir á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Vegagerðin stendur fyrir framkvæmdunum sem snúa að því að bæta grjóti í hafnarbarðið og tryggja öryggi á svæðinu.
17.03.2023
Fundurinn verður haldinn í Grundarfirði.
Fréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness

Aðalfundur Krabbameinsfélags Snæfellsness verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar sunnudaginn 19. mars 2023 kl. 20:00. Öll velkomin.
16.03.2023
Viðburðurinn verður í íþróttasalnum
Fréttir

Alma Möller undirritar samning um heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 20. mars nk. kemur Alma Möller, landlæknir, í Stykkishólm og ritar undir samning við sveitarfélagið um þátttöku þess í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
16.03.2023
Ráðhúsið í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Ráðhúsi Stykkishólms þriðjudaginn 14. mars frá kl. 10:00 - 12:00.
10.03.2023
Skv. heimildarmanni Ráðhússins má reikna með hægum vindi og hita.
Fréttir

Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi á Jónsmessu

Landsmóts UMFÍ 50+  fram fer í Stykkishólmi á Jónsmessuhelginni dagana 23. – 25 júní næstkomandi og fer fram samhliða Dönskum dögum, óhætt er því að reikna með miklum fjölda í bænum. Mótið er haldið í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) og Sveitarfélagið Stykkishólm.
08.03.2023
Stórsveit Íslands
Fréttir Lífið í bænum

Stórsveit Íslands í Stykkishólmi

Stórsveit íslands spilar á Fosshótel Stykkishólmi klukkan 20:00 í kvöld, 8. mars. Aðgöngumiðar eru seldir við inngang og kosta 1500 kr. Tónleikarnir eru styrktir af sóknaráætlun Vesturlands og bera yfirskriftina Íslenskt bítl 1967-1977. 
08.03.2023
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir Laus störf

Sumarafleysing í íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða tvo sundlaugarverði, eina konu og einn karl, til sumarafleysinga í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða tímabundna 100% sumarafleysingu frá 15. maí til lok ágústmánaðar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
06.03.2023
Lóan, vorboðinn ljúfi
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Lóu, nýsköpunarsjóð

Vakin er athygli á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Lóu, nýsköpunarsjóð sem ætlaður er nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Sjóðurinn er í höndum Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Áherslur Lóu árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
06.03.2023
Fundurinn fer fram á Amtsbókasafninu
Fréttir

Opinn kynningarfundur vegna deiliskipulags á Skipavíkursvæði

Opinn kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 8. mars, kl. 17:00-18:00 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Á fundinum gera Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi og Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi, grein fyrir vinnu vegna deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík.
03.03.2023
Draugahús í Hólminum
Lífið í bænum

Hræðileg helgi í Hólminum

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn komandi helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars er morðgáta sem gestir hátíðarinnar geta spreytt sig á yfir helgina, ekki ósvipað ratleik. Í boði verður að skoða draugahús, þar sem Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja fólk. 
22.02.2023
Getum við bætt efni síðunnar?