Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Breytingar á flokkun í Stykkishólmi og Helgafellssveit
Fréttir

Breytingar á flokkun í Stykkishólmi og Helgafellssveit

Notkun á fjórðu tunnunni hefst 21. desember 2022, en hún er ætluð undir plast. Hlutverk grænu tunnunnar breytist og í hana fer aðeins pappír og pappi. Íbúar fá því nýja tunnu, merkta fyrir plast. Eldri tunnurnar verða merktar í vor.
13.12.2022
KK
Fréttir

KK í Vatnasafninu

Föstudagskvöldið 16. desember mætir KK í Hólminn og spilar öll sín bestu lög í Vatnasafninu. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram 25. nóvember sl. en var þá frestað af óviðráðanlegum aðstæðum.
13.12.2022
Opið hús á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs á 2. hæð í Ráðhúsinu í Stykkishólmi.
Fréttir

Opið hús vegna skipulagslýsingar fyrir Skipavíkursvæðið

Miðvikudaginn 14. desember eftir hádegi verður opið hús á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs á 2. hæð í Ráðhúsinu frá kl. 12:00 til kl. 17:00 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar fyrir hafnarsvæðið við Skipavík. Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, verður á staðnum og svarar spurningum og tekur við ábendingum.
12.12.2022
Stekkjastaur er á þvælingi um Stykkishólm, en hvar?
Fréttir

Jólasveinaratleikur 2022

Í ár hefur Þjónustumiðstöðin með Jóni Beck, verkstjóra, í broddi fylkingar sett upp jólasveinaratleik. Um er að ræða skemmtilega viðbót í jólaskreytingar bæjarins þar sem tækifæri gefst til að arka um Stykkishólm og leita að jólasveinunum sem eru í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin og munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum. Ratleikurinn hefst mánudaginn 12. desember með komu Stekkjastaurs samkvæmt gamalli hefð og endar með komu Kertasníkis á Aðfangadag 24. desember.
09.12.2022
Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Fréttir

Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólmsbæjar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Stykkishólmsbæjar, eða netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is, fyrir 1. janúar nk. og tekur stjórn lista- og menningarsjóðs ákvörðun 12. janúar 2023.
09.12.2022
Opið hús í Amtsbókasafni 9. desember, kl. 17-18.
Fréttir

Opið hús vegna skipulagslýsingar fyrir Skipavíkursvæðið

Föstudaginn 9. desmber kl. 17-18 verður opið hús í Amtsbókasafninu vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsáætlana fyrir Skipavíkursvæði. Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi og Bæring Bjarnar Jónsson, höfundur lýsingarinnar, verða á staðnum og svara spurningum og ábendingum.
08.12.2022
forstjóri ÍGF ásamt forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra
Fréttir

Stykkishólmsbær og Helgafellssveit þjófstarta innleiðingu hringrásarhagkerfis

Síðastliðinn mánudag, 5. desember, var haldinn íbúafundur í Amtsbókasafninu á Stykkishólmi. Þrjú mál voru á dagskrá fundarins: nafn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, markmið fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og helstu lykiltölur og loks sorpmál og fyrirhugaðar breytingar í flokkun og endurvinnslu.
08.12.2022
Jafningjahópur í Stykkishólmi
Lífið í bænum Aðsendar greinar

Jafningjahópur í Stykkishólmi

Fundir jafningjahópsins í Stykkishólmi verða haldnir mánaðarlega, annan miðvikudag hvers mánaðar og mun fyrsti fundur verða haldinn í Setrinu miðvikudaginn 14. desember kl. 17.00. Fundirnir eru opnir þeim sem greinst hafa með krabbamein sem og aðstandendum krabbameinssjúklinga og hvetjum við þá til að mæta.
07.12.2022
7. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

7. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Sjöundi Sjöundi fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 8. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. fer fram fimmtudaginn 8. desember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
06.12.2022
Deiliskipulagsbreyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi
Fréttir

Deiliskipulagsbreyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis var samþykkt í bæjarstjórn 30. mars 2022 og var hún auglýst frá 12. apríl til 25. maí 2022. Gerðar voru minniháttar breytingar á tillögunni til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust. Að því loknu var hún send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun, sem gerði ekki athugasemdir.
06.12.2022
Getum við bætt efni síðunnar?