Fréttir
Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum
Bæjarstjórn samþykkti á 34. fundi sínum, 27. mars, tillögu bæjarstjóra um að veita tímabundinn 90% afslátt á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2025 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2025. Skal umsækjandi greiða 100.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
14.04.2025